Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 12
T il stendur að setja upp nýtt leikverk í Borgarleikhúsinu á næsta leikári sem Tyrfingur Tyrfingsson skrifar. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall hefur hann þegar skrifað þrjú leikverk fyrir tvö stærstu leikhús landsins. Grande var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2011 en Skúrinn á sléttunni og Bláskjár í Borgar- leikhúsinu 2013 og 2014. Tyrfingur vann til Grímuverðlauna fyrir hið síðastnefnda. Það liggur beinast við að spyrja leik- skáldið fyrst um hvað nýja verkið fjallar? „Það heitir Auglýsing ársins, og ég veit eiginlega ekkert um hvað það er.“ Tyrf- ingur hlær með sjálfum sér og bætir við að það gerist í samtímanum. Hann svarar seint og varfærnislega. Kannski er það lýsandi fyrir hvernig hann skrifar. Út- hugsað. Ertu kominn langt á veg með verkið? „Það er eiginlega tilbúið. Ég var ein- mitt að hitt Berg Þór Ingólfsson sem mun leikstýra því. Við hittumst áðan til þess að ganga frá leikaramálum. Það eru sex leikarar í því. Elma Stefanía verður í þessu og Björn Thors, Teddi Júl og Kristín Þóra og Hjörtur Jóhann og svo vantar okkur eina dívu sem getur sungið Bésame mucho.“ Þetta eru stór nöfn. Er það af því þú ert sjálfur að verða stórt nafn? „Ég held það spyrjist frekar út að ég skrifi fyrir leikara. Það er einhver svona tækni sem þjálfast með manni. Það er svo algengt að fólk sem fæst við leik- ritun fyrirlíti leikara – sem er rugl. Það er leikarinn sem á leikhúsið. Við hin fáum bara að koma og vera með. Þetta er þeirra vinnustaður. Þau eru sýningin og við erum bara hérna til þess að hjálpa til. Þetta er bara praktískt mál. Leikarar mæta og standa þarna öll kvöld. Ég fer heim. Það er viðveran sem skil- greinir leikhúsið.“ Blaðamaður spyr í framhaldi af þessu af hverju Tyrfingur hafi þá ekki orðið leikari. „Ég á svo erf- itt með að mæta,“ svarar hann. Mörk auglýsinga og listar Tyrfingur segir nýja verkið, Auglýsingu ársins, svo sorglegt að það verði á end- anum að gamanleikriti eða gleðileik. Enda sé kominn tími á grín. „Verkið fjallar um mörk auglýsinga og listar. Þetta er fólk á auglýsingastofu og þetta er svolítið úr sér gengin auglýsingastofa. En á stofuna kemur þarna loksins kúnni og biður þau að gera auglýsingu ársins. Allt verkið snýst um þetta fólk að gera auglýsingu ársins. Það er spurt hver varan er en það er aldrei gefið upp. Skiptir engu máli.“ Er þér umhugað um þessi mál? Neyt- endamenningu og slíkt. Ertu uppi á sápu- kassanum? „Nei, ég er hömlulaus neytandi, vann sjálfur á auglýsingastofu og dýrka Pepsi Max,“ svarar hann skjótt. „Ég er bara að skoða þetta. Á svona litlu landi verður þetta svolítið eins og með „Inspired by Iceland“ herferðina. Þegar ráðherra bað þegnana um að deila auglýsingu um land- ið þar sem allir Íslendingar voru rassgatarófur og búálfar og rugl. Það getur verið svo niðurlægjandi að búa á litlu landi. Það er svo auðvelt að tapa áttum. Það kemur aldrei neinn fullorðinn, einhvern veginn.“ Blaðamaður tæpir á því hvort ekki sé hart að vera ungt leikskáld á Íslandi og fær þau svör að fólk hafi aldrei neinn áhuga á því sem aðrir gera, aðeins á því hvernig þeir fá greitt. Þetta séu einu spurningarnar sem hann fái. Það er því skipt um stefnu og spurt hvort Tyrfingur hafi nóg fyrir stafni? „Þetta er þannig að hafi maður ein- hverja hæfileika, þá kemur bara einhver og sækir mann. Leikhúsið kemur og seg- ir: „Ég vil vinna með þér“. Allt þetta að koma sér á framfæri er bara tímaeyðsla og rugl. Ef þú vinnur vel þá tekur ein- hver eftir því og býðst til að vinna með þér. Ég er svo heppinn að ég vinn bara með fólki sem vinnur vel. En það er mikið púl að pína sig og dvelja lengi í sama handriti. Ég er búinn að vera í nokkur ár að koma alltaf aftur að því sama. Þetta er svo ómannlegt. Maður kúkar og svo sturtar maður niður. Maður skrifar til þess að losna við það. En svo þarf maður einhvern veginn að ata sig aur. Koma aftur að sama skítnum aftur og aftur. Mér tókst það ekki með fyrstu verkin mín. Þá hafði ég ekki eirðina. En þá kemur æfingin og mér finnst mér núna vera að takast að standa inni í verkinu þar til það er tilbúið. Mér geng- ur betur að þjálfa með mér frið og þolin- mæði.“ Er nýja verkið líkt þínum fyrri verkum? „Það eru fleiri persónur en áður og verkið er allt lengra og stærra. Það er rosalega gaman þegar maður er að skrifa eitthvað sem heitir Auglýsing ársins. Það tekur endalaust við. Þetta er svona Disneyland svarthol. Ég get skrifað enda- laust af drasli og senum og verkið virðist botnlaust. Það tilheyrir einhvers konar ofgnóttarheimi. Listaverk um auglýsingu á sér engin takmörk.“ Tyrfingur svarar því neitandi að hann sé að skapa sér rödd í verkunum eða að hann sé meðvitaður um slíkt. Svona komi þetta bara beint af kúnni, raddir komi honum ekki við. Yfirgefinn túrakarl Tyrfingur segir hins vegar að hann beiti sig hörðu við skrifin. Taki túra. „Ég fer oft til útlanda og líka í sum- arbústað að skrifa. Það er að einhverju leyti hættulegt. Maðurinn er hvergi eins einn og í sumarbústað. Ég er kannski aleinn og yfirgefinn í langan tíma og er svo sjálfur að leiklesa fyrir sex persónur. Ég hef staðið sjálfan mig að því að vera allt í einu öskrandi, því maður er svo inni í öllu sem er að gerast á blaðinu. Þá er kominn tími til að fara heim.“ Hvernig er að halda um taumana á þessu öllu saman? „Það reynir á fleiri stöðvar. Skáldgáfan sem maður fæðist með dugar ekki ein til. Heldur þarf maður að nota vitið og hafa yfirsýn. Þá koma líka leikararnir oft inn í ferlið. Þá er svo gott að geta átt leik- ara að vinum og geta leiklesið nokkuð reglulega. Ég hef til dæmis leiklesið þetta alveg þrisvar, fjórum sinnum með leikurum. Stundum vinum.“ Ertu opinn fyrir uppástungum í þessu ferli? Breytingum? „Ég er mjög opinn. En það er ekki sama hvernig það er gert. Reynslumiklir leikarar kunna þessa list. Það er til dæmis eitt að yrkja inn í skáldskap annars, sem er bara dónaskapur, að ætla að fara að troða inn eigin hug- myndum. Annað að rúnna textann og gera hann meðfærilegri eða færa hann nær sér, það er mjög eðlilegt. Bergur Er hættur að senda sjálfum sér sms TYRFINGUR TYRFINGSSON LEIKSKÁLD SEGIR SKÁLDAGÁFU EKKI EINA OG SÉR DUGA TIL AÐ KOMA LEIKVERKI SAMAN, ÞAÐ REYNI Á FLEIRI STÖÐVAR. TYRFINGUR SKRIFAR MEÐAL ANNARS Í SUMARBÚSTAÐ OG SEGIR MANNINN HVERGI VERA EINS EINAN OG EINMITT ÞAR. Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.