Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Bækur Bjarni Bernharður Bjarnasonrithöfundur gaf nýlega útævisögu sína og kallast hún Hin hálu þrep. Hann segir fulla þörf á því að þessi saga sé sögð. „Mitt lífshlaup er einstakt og það súrrast saman í þessu ýmsir þættir sem hafa verið í umræðunni eins og einelti, geðsjúkdómar, ofbeldi í hjónabandi, fíkniefnaneysla og glæpur,“ segir Bjarni en í bókinni greinir hann meðal annars frá því þegar hann myrti leigusala sinn ár- ið 1988. „Ég er satt að segja ekki hrifinn af því hvernig fjallað hefur verið um geðsjúkdóma undanfarin ár. Það er einstakt með mig að ég bý yfir þeim hæfileika að geta sagt það sem ég hef upplifað í þessum efnum. Það er mjög sjaldgæft.“ Kemur til dyranna eins og hann er klæddur Bjarni er berorður í bókinni þegar kemur að félagslega bannhelgum umræðuefnum og segir leiðang- urinn í hugardjúpin, þar sem hann kannaði eigin sálar- og tilfinninga- líf, ekki hafa verið átakalausan. „Ég bý yfir því að hafa ákaflega gott minni eins og sést í köflunum þar sem ég segi frá geðklofaköst- unum. Ég man þessi geðklofaköst og „sýrutrippin“ í stórum dráttum. Ég man hvernig ég „aktaði“. Það segir mér geðlæknir að þetta sé einstakt, að maður geti verið til frá- sagnar um eigin sjúkdóm á þennan hátt.“ Þú skrifar sögu þína hvort tveggja í fyrstu og þriðju persónu. Er einhver munur á þessum sögu- mönnum? „Það munar því að fyrsta persón- an er bein frásögn þar sem ég rek framvinduna í lífi mínu, en í þriðju persónu er ég meira að hverfa inn í sjálfan mig. Á eintali við sjálfan mig. Geðklofaköstin eru til dæmis huglæg. Ég rek heilmikla frásögn allt frá bernskudögum mínum að glæpnum. Allt sem ég upplifði sem geðsjúkur maður, hvernig ég upp- lifði umhverfi mitt út frá þessu ranghugmyndakerfi sem ég stjórn- aðist af.“ Þú ert alveg óhræddur við að op- inbera þína sögu þrátt fyrir hversu skrautleg hún er? „Mér fannst alveg þörf á því. Umræðan um geðræn vandmál í þessu landi er á svo miklum villi- götum. Ég vil til dæmis nefna bók- ina hans Einars Más, Engla Al- heimsins, og sýninguna í Þjóðleikhúsinu þar á eftir. Þetta er algjör steypa. Ég er maður sem hefur farið í gegnum þetta og veit hvað það er. Ég hef lesið bók Ein- ars, séð kvikmyndina og leiksýn- inguna og segi bara, þetta selst kannski, en stenst ekki. Þetta er rugl.“ Viðrar vel til ljóðakaupa Í bók Bjarna ræðir hann bókasölu sína í Austurstræti og talið víkur að henni. „Það þurfa að vera rétt skil- yrði“, segir hann. „Svona tíu til tólf gráður, lágskýjað og lognviðri. Það eru kjöraðstæður fyrir bóksölu,“ bætir hann við og það hríslast í honum hláturinn. Bjarni er stór maður með lítinn hlátur. „Fólk er svo viðkvæmt fyrir hitastigi og öðru. Sé of mikill hiti gleymir það sér og eltir sólina á Austurvöll. Það elskar sólina meira en ljóðið. Það nálgast mig enginn í of miklum kulda. Veðráttan skapar þessa lund í fólki, getur gert það létt á sér og örlátt. Það segir: Af hverju ekki að kaupa ljóðabók í dag, það er svo yndislegt lífið. Fólk sleppir sér að- eins og splæsir í ljóðabók.“ Að því sögðu hlær Bjarni. Segir fyrri bækur sínar illlæsilegt rugl Fyrst talið berst að ljóðabókunum hans spyr blaðamaður af hverju hann tali svona illa um fyrri bækur sínar í ævisögu sinni. Á einum stað kallar hann ljóð sín „illlæsilegt rugl“ en tekur þó fram að hann hafi fengið ritlaun. „Ég skil það ekki,“ svarar hann. „Svona er samtíminn ruglaður. Þegar ég skrifaði þessa rugluðu sýrubókmenntir héldu sjálfsagt þeir sem stjórnuðu ritlaunakerfinu að þetta væri eitthvað merkilegt, en svo í dag þegar ég er loksins farinn að skrifa eitthvað af viti og gera góða hluti, kveikir enginn í þessari launanefnd á því.“ Í heimi geðklofans Það er merkilegt ljóð á bakkápu bókarinnar sem segir að þegar þú varst aðeins sjö ára að aldri hafir þú verið settur „utan kassans“. Ertu þar enn? „Ég er þar enn. Það er eitthvað í persónuleika mínum sem samlagast ekki umhverfinu og svona hefur þetta verið frá því ég var barn. Nú er ég búinn að fara í heilmikla ferð og rannsaka sjálfan mig og hef ekk- ert svar fundið nema: Þú ert bara svona. Í dag er ég utan kassans en það skelfir mig ekki. Raunar gæti ég ekki hugsað mér að vera annars staðar. Ég er búinn að ná mér ótrúlega heim. Kannski kominn heim í hlað, en ekki inn í bæinn. Það sem ég hef farið í gegnum, eins og segir í lokalínum bók- arinnar, „Ég horfi um öxl til minn- ar stórbrotnu fortíðar og opinberast fegurðin sem undir býr“, hefur skil- að mér þar sem ég er, á hugs- anlega besta stað í lífi mínu. Hugs- anlega. Hugsanlega.“ Endurtekning orðsins dregur lít- ið eitt úr sannfæringunni og við þegjum andartak áður en Bjarni bætir við. „Í heimi geðklofans, þeg- ar hann er veikur, er hann einn. Hann er einn múraður inni í sínum heimi og upplifir að allir séu að of- sækja hann. Minn heimur í dag er þannig að ég er einn í minni veröld, múraður inni í mínum heimi, utan kassans og sér á parti. Ég yrði skelfingu lostinn ef mér yrði kippt inn í kassann. En það er líka staður utan hans. Kassi utan kassans.“ HIN HÁLU ÞREP BJARNA BERNHARÐS Utan kassans og sér á parti Á vefsíðunni Karolina Fund stendur yfir söfnun fyrir útgáfukostnaði ævisögu Bjarna Bernharðs, Hin hálu þrep. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson KARLINN SEM STENDUR Á HORNI AUSTUR- OG PÓST- HÚSSTRÆTIS OG SELUR LJÓÐ HEFUR SKRÁÐ SÖGU SÍNA. BJARNI BERNHARÐUR ER SKÁLD, LISTMÁLARI OG BÓHEM. Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Sjö ára gamall orti hann kvæði og las upp í sandkassanum hann var settur utan kassans „Megi þjóðin eignast stjórnamálamenn sem láta sér annt um vistkerfi landsins, fegurð þess, dulúð og dásemdir, með velferð og hamingju komandi kynslóða að leiðarljósi.“ Þessi orð Guðmundar Páls Ólafssonar eru rituð fremst í bók hans Um víðerni Snæfells sem kom út árið 2003 um sama leyti og stórum hluta þessa svæðis var fórnað fyrir Kárahnjúkavirkjun. Bækur Guðmundar Páls eru allar magnaður óður til náttúru Íslands. Bókin Um víðerni Snæfells geymir stórkostlegar ljósmyndir af Snæfelli og umhverfi þess og svo innihaldsríkan og fallegan texta sem virkar svo sterkt á mann að maður finnur fyrir dulúð og lífsmætti náttúrunnar á hverri blaðsíðu. Guðmundur var sívirkur náttúrunnandi og náttúrvernd- arsinni sem lifði fyrir frelsi og verndun óbyggðanna. Öræfin eru hjarta Íslands. Þar á lífskraftur landsins að fá að slá óhindrað. Óbyggðirnar eru uppspretta andlegrar nær- ingar. Guðmundi tekst mjög vel að orða það sem honum liggur á hjarta og vitnar einnig í hugsuði og fræðimenn í bókinni. Haft er t.d. eftir Pétri Gunnarssyni rithöfundi að óbyggðirnar séu hreinsibúnaður okkar og endurnæring- arlind. Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason hefur eins og bók Guðmundar mikilvægan boðskap að færa. Við verðum að vakna og hugsa til framtíðar. Hvernig landi vilj- um við skila til barnanna okkar. Hvernig lítur draumalandið okkar út. Mín kynslóð hefur ekki leyfi til að fjötra landið og fórna náttúruperlum með skammsýni sinni og græðgi. Af hverju erum við ekki frekar að leita allra leiða til að vernda hálendið og viðkvæma náttúru þess. Þar sem mað- urinn er hluti af náttúrunni og er náttúran, er hætta á að hann verði sínum eigin fjötrum að bráð. Þetta eru stór- kostlegar bækur sem fjalla um mál sem skipta meira máli núna en nokkurn tíma áður. Þær auka þekkingu og virð- ingu fyrir landinu og sögunni og kenna okkur að skilja og lesa náttúruna. BÆKUR Í UPPÁHALDI RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR Ragnhildur Stefánsdóttir högglistamaður með barnabarni sínu Marcel Úlfi. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.