Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Heilsa og hreyfing Flestir kannast líklega við að hafa sól- brunnið einhvern tíma um ævina. Mik- ilvægt er að nota góða sólarvörn þegar verið er úti, hvort sem mikið sólskin er eður ei. En jafnvel þótt fyllstu varúðar sé gætt, getur sólbruni orðið. Og hvað er þá til bragðs að taka? – Augaleið gefur að sólbrunninni húð á að hlífa við hvers kyns áreiti, þ.á m. sól. – Mikilvægt er að kæla brunna svæðið sem fyrst. Þar henta sérstök „after sun“ gel vel, sérstaklega þau sem innihalda jurtina aloe vera en rannsóknir hafa sýnt fram á bólgueyðandi áhrif jurtarinnar. – Ekki bera krem sem innihalda jarð- olíu (e. petroleum), benzokaín, eða li- dokaín á brunnið húðsvæði, því þessi efni loka hitann inni í húðinni og gera illt verra. – Gott getur verið að taka inn bólgu- eyðandi lyf í lágum skömmtum og sam- ráði við lækni því hluti af skaðanum sem verður við sólbruna er afleiðing mikillar bólgusvörunar í brunna húð- svæðinu. – Við sólbruna verður einnig skaði af völdum sindurefna sem andoxunarefni geta unnið gegn og mæla því sumir með því að taka inn E- eða C-vítamín (sem eru andoxunarefni) í töfluformi á með- an sólbruni er að gróa. – Sumar rannsóknir benda til þess að neysla omega-3 ríkrar fæðu geti dregið úr líkum á krabbameinsmyndun í kjölfar sólbruna en omega-3 fitusýrur er t.d. að finna í feitum fiski og hnetum. – Að síðustu skal þess getið að ef sólbruninn er slæmur eða virðist gróa seint og illa, er rétt að leita læknis. GÓÐ RÁÐ FYRIR SUMARFRÍIÐ Hvað er til ráða við sólbruna? Gaman er að leika sér úti í sumarsólinni en mikilvægt að nota sólarvörn. Ef sólbruni verður samt sem áður, er mikilvægt að bregðast rétt við og gæta þess að nota ekki krem sem loka hitann inni í húðinni. Morgunblaðið/Ómar  Síðustu vikur hefur talsvert hlýnað á klakanum og þá verður freistandi að svala þorsta sínum með einhvers konar svaladrykkj- um eða gosdrykkjum. Margir þessara drykkja eru þó óhollir í meira lagi og leyna á sér. „Ísté“ hljómar t.d. sakleysislega en sé það keypt tilbúið er það oftar en ekki fullt af sykri og öðrum efn- um sem ekki eiga heima þar. Það borgar sig að lesa alltaf á um- búðir og ef þorstinn knýr dyra getur hreinn ávaxtasafi verið góð lausn ef mann langar ekki í vatn. Íste er líka auðvelt að gera sjálf- ur – einfaldlega er hellt upp á gott ávaxtate og því hellt yfir glás af ísmolum. Þar er ekki sykrinum fyrir að fara!  Ilmurinn af grillmat, sem leggur yfir íslensk úthverfi að vori, er árviss sumarboði. Grillað góðgæti getur þó leynt á sér - það er nefnilega lítið mál að gera annars hollan mat óhollan á grill- inu. Miklu skiptir að velja hollt og gott hráefni en aðferðir skipta einnig máli. Margar marineringar sem hægt er að kaupa tilbúnar eru mjög hitaeiningaríkar og það sama gildir um margar grillsósur. Það getur því verið vel þess virði að útbúa sínar eigin sósur og marineringarlegi, auðvelt er að finna góðar uppskriftir á netinu.  Meðlæti með grillmat er líka vert að gefa gaum. Hamborg- arabrauð er til dæmis best að hafa sem grófust og einnig kom- ast margir að því þegar þeir prófa, að hálft brauð er meira en nóg, heilt brauð bætir litlu við hamborgarann ef hann er góður fyrir. Maís er gott meðlæti með grillmat og smjör með maísnum er óneitanlega bragðgott. En það er hins vegar algjör óþarfi að drekkja honum í því!  Fyrir marga er ískaldur bjór órjúfanlegur hluti af löngum, ís- lenskum sumarkvöldum. Ekki mun blaðamaður reyna að fá fólk ofan af þeim sið enda ekki ástæða til en rétt er þó, sem ávallt, að gæta hófs. Sumir kjósa að kaupa sérstakar hitaein- ingafærri bjórtegundir en gæfu- legast er líklega að kaupa þann bjór sem manni finnst bestur, njóta hans í botn en drekka einn eða tvo, ekki fjóra eða fimm. Hið sama á við um annað áfengi, sem getur leynt mjög á sér og verið sérlega varhugavert fyrir þá sem vilja passa upp á mataræðið.  …og enn af áfengi. Sjaldan eru kokteilar jafnvinsælir og á sumrin og ekki að ástæðulausu. Þeir eru ekki einungis sumarlegir á bragðið, heldur einnig í útliti – og ekki skemmir það fyrir hversu vel þeir taka sig út á samfélags- miðlunum! Þeir eru hins vegar varhugaverðir að fleiru leyti en einu, því auk þess að innihalda áfengi, þá er oft sett út í þá ým- iss konar síróp og önnur bragð- bætandi efni sem passa illa inn í heilbrigðan lífsstíl. Engin ástæða er þó til að gefa kokteilana alveg upp á bátinn en gott er að vera meðvitaður og hugsa um kokteil sem ígildi eftirréttar, frekar en drykkjar.  Biðraðir við íslenskar ísbúðir ná út á götu allan ársins hring en ekki styttast þær á sumrin. Það eru víst ekki fréttir að ísinn sé hitaeiningaríkur og innihaldi mikið af fitu og sykri en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Rétt er að takmarka sósur og sælgæti með ísnum og nota það til hátíða- brigða, sérstaklega ef ferðir í ís- búðina eru tíðar. Einnig má spara hitaeiningar með því að sleppa ísforminu og kaupa ís í boxi í staðinn.  Sumir reyna að skipta út rjómaís fyrir frostpinna eða jóg- úrtís. Innihald þessara kræsinga er vitaskuld misjafnt eftir teg- undum en þó er gott að hafa það í huga að ekki er sjálfgefið að þær séu hollari en venjulegi ís- inn.  Þegar fólk er á ferðalagi er freistandi og fljótlegt að fá sér í svanginn í vegasjoppum. Þar er hins vegar lítill vandi að velja sér óhollan mat sem er auðvitað allt í lagi öðru hvoru en verra þegar ferðalagið lengist og sjoppustopp- unum fjölgar. Flestar vegasjoppur hafa hins vegar komið sér upp þokkalegu úrvali af samlokum, jógúrt og öðru í hollari kantinum – og líkt og alltaf, er mikilvægt að lesa næringarlýsingar. Sam- loka og samloka er ekki alltaf sama fyrirbærið. HUGAÐ AÐ MATARÆÐI ÞEGAR SÓLIN SKÍN Grillað, drukkið og stoppað í vegasjoppum Íslendingar borða ís allan ársins hring þótt ísátið aukist þegar sól- in skín. Sumir halda að jógúrtís og „sorbet“-ísar séu alltaf hollari en rjómaís en rétt er að kynna sér innihald hverrar ístegundar. Morgunblaðið/Styrmir Kári MARGIR SEGJA VETRAR- MÁNUÐINA, MEÐ JÓLA- STEIKUR, SMÁKÖKUR OG ÞORRAMAT, VERA ÞANN ÁRSTÍMA ÞEGAR ERFIÐAST ER AÐ HALDA SIG VIÐ HOLLT MATARÆÐI. ÞEGAR AÐ ER GÁÐ ER ÞÓ AÐ ÝMSU AÐ HYGGJA Á SUMRIN LÍKA ENDA FREISTINGARNAR VÍÐA. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Oft er erfitt að finna hvatann til að standa við markmið sín. Þá daga sem það gengur hins veg- ar betur er tilvalið að skrifa niður hvernig þér líður og af hverju þú ætlar t.d. að hjóla hraðar í dag en í gær. Þú getur líka tekið mynd. Seinna, þegar þig skortir hvatann, geturðu dregið myndina eða textann fram og munað hversu vel þér leið eftir að hafa ræktað heilsu þína. Hvatinn fundinn og endurnýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.