Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Menning M ér finnst unaðslegt að gleyma mér í málverkinu, tímunum saman,“ segir Harpa Árnadóttir myndlist- arkona þar sem við skoðum athyglisverða sýningu hennar sem nú stendur yfir í Hverfisgalleríi að Hverfisgötu 4. Hún bætir við: „Að gleyma mér með lítinn pensil, litina og uppgötvanirnar þegar einn litur fer vel með öðrum. Litirnir gefa mér svo mikið. Í málverkinu felst þessi nautn yfir litunum, áferðinni og kyrrðinni þegar maður er að vinna og er einn með hugsununum og náttúru- hljóðum umhverfisins – auk þess sem mér finnst lyktin af efnunum svo góð! Þetta vinnu- lag er mjög gjöfult og ég fer í einskonar ferða- lag, hvort sem verkið er stórt eða lítið, rétt eins og þegar maður mótar hugsun við að skrifa hana niður í bókina sína.“ Þegar Harpa talar um verkin sín, og sköp- unina, dylst engum ástríða hennar fyrir við- fangsefninu. Þessa nýju sýningu kallar hún Hreintjarnir, eftir ljóðabók skáldsins Einars Braga frá árinu 1962. Í kynningartexta um sýninguna segir hún um myndverkin: Eins- konar ljóð í lit um andrá og eilífð, söknuð, gróandann og hið hverfula. Og hún segir að líf sitt hafi verið samofið ljóðum allt frá bernsku, þegar faðir hennar, séra Árni Bergur Sig- urbjörnsson sem sýningin er tileinkuð, las fyr- ir hana Ljóð ungra skálda og hún hlustaði með „öll skilningarvit opin“. Þetta er ljóðræn sýning. Málverkin bera titla á borð við „Sumarsólstöður“, „Móinn“, „Maurildin við Veðureyjarnar“ og „Rauði- sandur – Sárin blæða inn“. Og sjá má áfram- hald á þeirri þróun listsköpunar Hörpu að hún notar sífellt meira texta; árið 2011 gaf Crymogea út safn texta og vatnslitaverka eft- ir hana undir titlinum Júní og hér getur að líta á stöpli bókverk með textum, það er hluti innsetningar sem þekur einn vegginn og þar á eru ljóðrænir textar, náttúruupplifanir, hug- leiðingar og minningar, í bland við myndverk. „Þessi stóra mynd hér heitir Hreintjarnir,“ segir Harpa og gengur að einu stærsta verk- inu í salnum. „Þetta er í raun vatnslitaverk og ég var lengi með hana. Það er mikil ást í henni, innri friður. Ég hef tekið hana fram öðru hvoru og unnið í hana.“ Minni verk á gagnstæðum vegg kallast Foss. „Ég málaði svo mikið fossa í Myndlista- og handíðaskól- anum, risastórar myndir, algjör axjón- málverk,“ segir Harpa. „Þetta var einhver þörf fyrir að mála kraft. Ég var búin að eign- ast fyrsta barnið, var að gefa því brjóst á nóttunni og hafði þessa furðulegu orku. Svo fóru fossarnir að verða hvítari og hvítari og við tók úðatímabil í málverkunum. Þetta er brjóstamjólk, sagði ég.“ Þess má geta að rétt eins og myndverkunum fjölgaði þá fæddust Hörpu og Birni Zoëga, eiginmanni hennar, fleiri börn, þau eru fimm. Hugsanaflökt á vinnustofunni Harpa er fædd árið 1965 á Bíldudal en ólst upp í Ólafsvík. Eftir að hafa lokið BA-prófi í bókmenntum og sagnfræði við Háskóla Ís- lands snéri hún sér að myndlistarnáminu, hún hefur því unnið mikið með skrif og texta þótt þau séu fyrst að verða áberandi í listsköpun hennar á síðustu árum. Harpa lagði stund á framhaldsnám í myndlist við Konsthögskolan Valand í Gautaborg og síðan hafa verk hennar verið sýnd og keypt af söfnum víða í Evrópu, auk þess sem Harpa hefur sýnt víða hér á landi. „Í þessu bókverki birtist hugsanaflökt á vinnustofunni,“ segir hún og tekur verkið af stöplinum. „Þetta eru allt textar. Og hér á veggnum eru líka textar. Þessi,“ hún bendir, „varð til í Berlín þegar ég var þar í vinnustofu í hrollköldum febrúarmánuði fyrir þremur ár- um og er að skrifa um hvað ég þrái að upplifa sumar þar í borginni. Seinna kom Rannveig föðursystir mín til mín með bunka af bréfum sem höfðu farið á milli ömmu og afa og pabba og þar var þetta póstkort sem hann sendir sem ungur maður frá Berlín í maí árið 1962.“ Harpa hefur sett póstkortið upp á vegginn svo lesa má hvað Árni Bergur skrifaði for- eldrum sínum, Sigurbirni Einarssyni biskup og Magneu Þorkelsdóttur. „Hann er að lýsa angan sumarsins og litunum og þegar ég las þetta fannst mér eins og þetta væri hreinlega handtak að handan,“ segir Harpa. „Ég lýsi því hvernig ég myndi vilja upplifa Berlín, þegar ávaxtatrén standa í blóma, og svo fékk ég þetta kort í hendurnar og fékk hreinlega gæsahúð. Mér þótti mjög vænt um það.“ Í sumum textanna birtast náttúruupplifanir en aðrir mótast af sorg og trega. „Sorgin hverfur aldrei, hún er eins og ferðalag. Myndlistin er engin þerapía heldur er ég bara að hugsa beint á dúkinn, í þessari einveru á vernduðum vinnustað. Þá gefst tími, hlutirnir fá að koma til mín. Þegar ég er úti í náttúrunni, hrossagauk- urinn steypir sér og heilsar og það heyrist í kríum, þá er ég viss um að genetískt minni streymi fram við að heyra þessi hljóð. Það hefur sest í frumurnar í okkur að hlusta á Ís- land. Heldurðu það ekki?“ spyr hún. Bætir svo við: „Ísland er svo nakið. Það liggur fyrir fótum okkar eins og opinn faðmur.“ Undir gleri í sýningarkassa í innra sýning- arrými Hverfisgallerís eru fleiri textaverk, þar á meðal eitt sem nefnist „Að mála ástina“ – „um það þegar ég var 12 ára og ástfangin í fyrsta skipti,“ segir Harpa hlæjandi – ljós- myndir frá vinnustofudvöl í Bæ á Höfðaströnd fyrir fimm árum og vatnslitamyndir þaðan af smágerðum blómum. „Þegar ég var að nálgast þessi litlu blóm fannst mér það vera eins og að mála ástina sjálfa, skjálfandi fegurð sem maður getur í raun aldrei náð. Það er eins og að reyna að komast undir regnbogann.“ Sorgin er ferðalag „Ég kann ekki annað en að vera einlæg í því sem ég geri. Ég er nú í lífinu miðju, er að „Myndlistin er engin þerapía heldur er ég bara að hugsa beint á dúkinn, í þessari ein- veru á vernduðum vinnustað,“ segir Harpa. Hún er hér á sýningunni í Hverfisgalleríi. Morgunblaðið/Einar Falur „Málverkin sé ég sem ljóð og ljóðin sem málverk“ HARPA ÁRNADÓTTIR MYNDLISTARKONA SEGIST EKKI GETA ANNAÐ EN VERIÐ EINLÆG Í ÞVÍ SEM HÚN GERIR. Á METNAÐARFULLRI SÝNINGU HENNAR Í HVERFISGALLERÍ ERU NÁTTÚRUTENGD MÁLVERK EN EINNIG TEXTAVERK; NÁTTÚRUUPPLIFANIR, HUGLEIÐINGAR OG MINNINGAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.