Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Hljómsveitin Vio kemur fram á stofu- tónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 16. Vio er skipuð fjórum æskuvinum úr Mos- fellsbænum, þeim Magnúsi Thorlacius, Páli Cecil Sævarssyni, Kára Guðmundssyni og Yngva Rafni Garðarssyni Holm. Hljómsveitin sigraði á Músíktilraunum í fyrra og sendi í kjölfarið frá sér sína fyrstu plötu, Dive In. Síðasta sumar lék Vio á tónleikum í Þýska- landi og Hollandi en í árslok hlaut hljóm- sveitin tilnefningu til Íslensku tónlistarverð- launanna í flokknum bjartasta vonin í poppi, rokki og blús. Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnu- dag til ágústloka. TÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI VIO Í STOFUNNI Hljómsveitin Vio sigraði á Músíktilraunum í fyrra og hefur komið fram á tónleikum erlendis. Eitt duftkeranna eftir Kristbjörgu Guðmunds- dóttur leirlistakonu, sem eru á sýningunni. Kristbjörg Guðmundsdóttir, leirlistakona og hönnuður, og Þórdís Árnadóttir myndlistar- maður opna í dag, laugardag klukkan 15, sýn- ingu á efri hæðinni í Listhúsi Ófeigs á Skóla- vörðustíg 5. Málverkið er Þórdísi verkfæri sem teygir sig inn í innstu hugarfylgsni hennar og sýnir hún óhlutbundin akrýlmálverk á striga. Kristbjörg sýnir duftker af ýmsum stærð- um og gerðum en hún fékk styrk frá Hönn- unarsjóði til hönnunar duftkera og er sýn- ingin afrakstur þeirrar vinnu. Duftkerin eru unnin í postulín og steinleir. Þau eru ýmist steypt í gifsform eða handmótuð og eru af ýmsum stærðum og gerðum. SÝNA Í LISTHÚSI ÓFEIGS MYNDIR OG KER Orgelleikarinn Lára Bryn- dís Eggertsdóttir heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17. Eru þeir á dag- skrá sumartónleikaraðar kirkjunnar. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytileg. Lára Bryndís mun leika tónlist frá öllum tímabilum orgeltónlistar- sögunnar, allt frá gömlu spænsku stríðsverki að glænýjum íslenskum tónverkum sem sam- in hafa verið fyrir hana. Lára Bryndís lauk einleikaraprófi frá Tón- skóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskels- sonar. Frá 2008 hefur Lára Bryndís verið bú- sett í Danmörku og lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árós- um vorið 2014. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ORGELTÓNLEIKAR Á AKUREYRI LÁRA LEIKUR Lára Bryndís Eggertsdóttir Menning E ins og gefur að skilja þegar hópur stórra persónuleika og leiklista- manna kemur saman var mann- skapurinn hinn hressasti þegar blaðamaður leit inn á æfingu. Mér tókst að ná tali af þremur úr hópnum og við drógum okkur afsíðis, á meðan hinir héldu ótrauðir áfram að æfa sína list, eins og gjörla mátti heyra á upptöku blaða- manns. Aðspurð hvað felist í því sem félagsskap- urinn sé að fást við, svonefndum langspuna eða „long form improv“ eins og það heitir vestanhafs, er Dóra Jóhannsdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi lékfélagsins Improv Ísland, ekki með einfalt svar á reiðum hönd- um. „Það er merkilegt hvað það er rík hefð fyrir þessu spunaformi í Bandaríkjunum, þótt það þekkist varla hér heima. Margir handritshöfundar og grínistar koma úr þess- um bakgrunni, með þjálfun í long form spuna frekar en hefðbundnu leiklistarnámi. Þetta er búið að vera í gangi í rúm fimmtíu ár,“ segir hún. „Sýningar fara í grófum dráttum þannig fram að við fáum eitt orð til að vinna með úr salnum, hvaða orð sem er, og við búum til hálftíma grínsýningu á staðnum. Til þess er notuð margvísleg tækni sem við erum að læra og æfa okkur í.“ „Þetta er í raun tegund af gríni sem er al- veg ný á Íslandi, eins og uppistand var fyrir örfáum árum. Dóra er að flytja inn þetta fyrirbæri sem er orðið rótgróið í New York og Los Angeles,“ segir Auðunn Lúthersson, leikari í Improv Íslandi og einn þeirra sem fóru á alþjóðlegt spunamót í New York á dögunum. „Við erum að vinna með ákveðið form eða ákveðna beinagrind, til dæmis hversu margir fara inn á svið í hverri senu, en það er aldr- ei fyrirfram ákveðið hvað gerist,“ bætir Ólafur Ásgeirsson við, annar New York-fari úr röðum Improv Íslands, en hann er auk þess nýútskrifaður leikari. „Það merkileg- asta við þessar sýningar er kannski það að þær fæðast á staðnum, þetta eina kvöld, og eru aldrei endurteknar. Við erum að æfa tæknina bakvið það að setja upp einmitt þannig sýningu.“ Byrjaði allt á Seyðisfirði Dóra byrjaði að kenna langspuna hérlendis fyrir tveimur árum á LungA listahátíðinni á Seyðisfirði. Hátíðin gekk í garð í fimmtánda sinn í vikunni og efndi leikfélagið Improv Ís- land til sýningar í tilefni þess. „Við sýndum á LungA á mánudaginn, sem mér fannst viðeigandi því þetta byrjaði allt á LungA,“ segir hún og kveðst vel hafa tekist til. Síðan Dóra hélt sitt fyrsta námskeið á Seyðisfirði hefur hún notað hvert tækifæri sem gefst, þegar hún er ekki í New York að sinna sínu eigin námi við spunann, til að kenna eyjarskeggjum tæknina sem til þarf. Upp úr þeirri kennslu hefur sprottið það námskeið, sem er kallað „Haraldurinn“ af þeim sem vit hafa á málinu. „Haraldurinn er bara bein þýðing á „The Harold,“ sem er nafn yfir algengustu og vin- sælustu tæknina í langspuna, og á rætur að rekja til Chicago,“ útskýrir Dóra. „Sagan segir að Del Close, frumkvöðullinn bak við þessa tilteknu tækni, hafi verið spurður hvað hún héti af blaðamanni og spunnið nafnið „The Harold“ á staðnum, og séð eftir því síð- ar.“ Margir fyrrverandi nemendur Del Close eru þekkt nöfn í dag, að sögn Dóru. „Bill Murray, Tina Fey, Steve Carell og fleiri frægir leikarar lærðu hjá Del Close. Hann byrjaði fyrir rúmum fimmtíu árum að þróa þennan strúktur og þessa tækni og álpaðist síðan á þetta hörmulega nafn þegar að því kom að skýra hana.“ Um þrjú hundruð manns hafa sótt nám- skeið tileinkuð Haraldinum hér á landi og Dóra spáir því að þeim muni fjölga sem leggja hann fyrir sig. „Fólki á námskeiðinu hefur farið fjölgandi og fleiri eiga eftir að bætast við eftir því sem námskeiðin ganga lengur, ég efast ekki um það. Við kennum á nokkrum stigum, ef svo má segja, og fólk færir sig ofar í stiganum eftir því sem það æfir sig meira. Hver sem er getur komist í leikfélagið Improv Ísland ef hann skráir sig í Haraldinn og æfir sig.“ „Haraldurinn er stærra samfélag allra þeirra sem hafa komið á námskeið til okkar, en Improv Ísland er fámennari hópur þeirra sem lengst eru komnir, sem hafa sinnt Har- aldinum af kappi og alvöru,“ segir Ólafur. Búin að kryfja grínið Ýmislegt felst í tækninni bakvið að setja upp langspunasýningu, eins og heyra mátti af út- skýringum þríeykisins úr Improv Íslandi. „Eins og margar kenningar um hvernig best er að skrifa handrit byggjum við á þriggja þátta umgjörð: upphafi, miðju og endi. Ofan á það koma alls kyns tækniatriði, sem er það sem við æfum á námskeiðinu, en þar er Haraldurinn þekktasta formið sem við æfum hvað mest,“ segir Dóra. Auðunn grípur til tónlistarinnar til að út- skýra Haraldinn og langspuna fyrir blaða- manni. „Þetta er svolítið eins og Dóra sé að kenna okkur hvar sé best að hafa vers, brú eða viðlag í laginu, en síðan er það okkar að finna út úr því hvað við syngjum,“ segir hann. „Galdurinn er samt sá að lagið verður eig- inlega alltaf fyndið, svo ég noti tónlistar- myndlíkinguna hans Auðuns. Þetta er fyrst og fremst ótrúlega fyndið,“ bætir Ólafur við. „Þetta er nefnilega einskonar grínfræði,“ segir Dóra. „Það er búið að greina hver eru helstu element þess sem gerir gott grín fyndið og við tileinkum okkur kjarnann í því til að geta spunnið það á staðnum. Það er búið að greina grín eins og náttúrulögmál og það virkar. Það sést kannski best á því að margir handritshöfundar stærstu þáttanna úti nýta sér þessa þjálfun og eru djúpt sokknir í þessar pælingar. Haraldurinn er eins og blanda af drama- túrgíu og fræði í kringum uppbyggingu sýn- ingar og fleiri tæknilegum atriðum, með það markmið að gera hana sem fyndnasta án þess að innihaldið sé nokkurn tímann það sama.“ Eins og áður sagði fer þeim fjölgandi sem leggja Haraldinn fyrir sig. Þeir lengst komnu hafa áunnið sér sess í leikfélaginu Improv Ísland, en það var hópur innan þess SÝNING FÆÐIST Á EINU KVÖLDI OG ER ALDREI ENDURTEKIN Mótleikarinn er alltaf mesta stjarnan LEIKFÉLAGIÐ IMPROV ÍSLAND ER FYRSTA HÉRLENDA LEIKFÉLAGIÐ STOFNAÐ Í KRINGUM SVOKALLAÐAN LANGSPUNA, EÐA „LONG FORM IMPROV“, SEM ER AÐ SÖGN MEÐLIMA RÓTGRÓIN TEGUND GRÍNS OG SPUNALEIKHÚSS Í BANDARÍKJUNUM. DÓRA JÓHANNSDÓTTIR, STOFNANDI FÉLAGSINS, HEFUR STUNDAÐ NÁM VIÐ LANGSPUNA Í NEW YORK UNDANFARIN ÁR OG KENNT HÉR Á LANDI, EN NÝLEGA HÉLT HÓPUR INNAN FÉLAGSINS Á ALÞJÓÐLEGT SPUNAMÓT Í NEW YORK OG TÓKST VEL TIL. TIL STENDUR AÐ HALDA VIKULEGAR LANGSPUNASÝNINGAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Dóra Jóhannsdóttir, stofnandi leikfélagsins Improv Ísland, ásamt spunaleikurunum Auðuni Lúth- erssyni og Ólafi Ásgeirssyni. Dóra hefur verið við nám í langspuna í New York undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.