Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 47
19.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 skapa fyrir sjálfa mig og kem til dyranna eins og ég er klædd,“ segir Harpa og brosir. „Nú leyfi ég skrifunum meðvitað að fljóta saman við hitt. Ég vinn þannig, jöfnum hönd- um. Og ég skrifa meira en ég nokkurn tímann mála. Ég mála í skorpum og ligg í dvala yfir harðasta veturinn, er ekki með raflýsingu á vinnustofunni, nota bara dagsbirtuna og ég vakna til lífsins með birtunni og náttúrunni. Ég er svo heppin að vera með gríðarlega feg- urð í kringum vinnustofuna úti á Seltjarn- arnesi, þar sem ég get runnið saman við hana í huganum, við að sjá birtuna yfir hafinu og fylgjast með sjónarröndinni, vitinn er eins og púls í fjarska og handan hafs er jökullinn og þá bernskan mín. Mér finnst það mjög gott og hjálpa mér að ná jafnvægi í lífinu að geta horfst í augu við bernskuna og minningarnar. Þær geta verið sárar, mikill söknuður, en maður verður líka að fara í gegnum sorgina því hún er ferðalag og hverfur aldrei. Nú er það fjarvera þeirra sem maður elskar sem er nálægt manni í hversdeginum, ekki nær- veran.“ Harpa þagnar hugsi og segir síðan: „Því meira sem ég skrifa, því fleiri málverk og teikningar verða til. Það er eins og þetta fljóti saman. Málverkin sé ég sem ljóð og ljóðin sem málverk“ Þegar Harpa var að útskrifast úr hugvís- indum hafði hún skipt yfir í myndlistina og þar var ekki verið að nota orðin mikið. „Mál- verkin máttu ekki hafa titla,“ segir hún og brosir. „Ég setti mér leikreglur sem voru í tísku þegar ég var í MHÍ, við útskrift mátti helst ekki gera falleg málverk, það þótti hall- ærislegt að fást við fegurð. Ég var því að laumupokast með mína þrá til fegurðarinnar!“ Hún hlær. „Sem krakki var ég síteiknandi, langaði snemma að ná að skila þannig frá mér því sem orkaði sterkt á mig og það var líka auð- velt fyrir mig að vinna fígúratíft. Í skólanum fór ég hratt í gegnum alla málarasöguna. Fyrsta árið mitt í málaradeildinni var ég köll- uð „Ásgríma“, var að mála Heklu og svona,“ segir Harpa og skellir upp úr. Hún fann sér síðan sína eigin leið og marg- ir þekkja málverk hennar, iðulega þakin fín- legum sprungum, blæbrigðarík og með sterk- ar náttúrutengingar. „Það er eitt að segja öllum frá tilfinningum eða benda á fegurðina en svo er það ekki nóg, ég fæ svo mikið kikk út úr því að eiga í sam- tali um þessa hluti við strigann. Mér finnst líka alltaf svo góð lykt af olíunni, svo ég minn- ist ekki á lyktina af Feneyjaterpentínu! Svo eru heitin á sumum litunum unaðslega fögur.“ Harpa lygnir aftur augunum og telur þau upp: „Scarlet lake, Vermillion hue … Þetta er hrottalega ljóðrænt. Ég keypti slíka liti bara út á nafnið.“ Aftur hlær hún. „En á löngu tímabili fannst mér ég vera í spennitreyju með sjálfa mig, eiginlega skúffuskáld, alltaf að skrifa í einhverjar bækur, alltaf að búa eitt- hvað til. Þannig var það þegar ég var krakki og ég er á sama stað í lífinu nú, er ýmist úti í náttúrunni eða á vinnustofunni að „leika mér“ en það er samt grafalvarlegur leikur. Ég fæ heljarmikið kikk út úr því og ef það er hægt að gleðja aðra í leiðinni með verkunum þá veitir það mér enn meiri gleði.“ Reyndi við fullkomið málverk Eins og Harpa segir tekst hún meðal annars á við fegurðina í verkum sínum og nú getum við líka lesið textaverkin þar sem birtast af- gerandi tilfinningar, sorg, tregi, ást, nátt- úruskynjun. Er hún með textunum að gefa okkur lykla að sínum sköpunarheimi? „Sennilega er ég að leyfa mér að opna meira á þetta. Ég byrjaði árið 2004 að leyfa mér að hafa titla á verkunum. Þá var ég úti í Gautaborg að vinna stóra sýningu sem sett var upp í listasafni borgarinnar. Eitt stórt verk fékk titilinn „Mitt japanska kirsu- berjatré“. Þetta var verk með bleikum dopp- um og ég hugsaði að þær væru eins og þegar kirsuberjablöðin þarna úti liggja á jörðinni. Það er mikil dásemdarfegurð í vorinu í Gauta- borg og ég lék mér stundum með krökkunum mínum að því að raða upp blómblöðum sem fallið höfðu á jörðina. Fyrsta vorið þarna úti hafði gríðarleg áhrif á mig, það var svo fallegt. Það var eins og ganga á vegg af blómailmi. Þá skildi ég svo vel hvernig við bíðum alltaf hér á Íslandi eftir vori og sumri, allan veturinn. Það er eins og vorið ætli aldrei að koma, þótt maður reyni sí- fellt að sannfæra sig um að það sé rétt hand- an við hornið. Íslenska vorið er svo mikið skynjun á sjónsviðinu. Og svo heyrnin þegar blessaðir fuglarnir koma heim. En titlarnir komu hægt og bítandi og ég fór að þreifa mig áfram með þá og fannst eins og ég gæti andað léttar, að ég væri að segja sannleikann um tilfinningarnar sem ég setti í verkin. Fólk var alltaf að spyrja hvað ég væri að fara. Um leið ég sagði bleiku doppurnar koma frá japanska kirsuberjatrénu í garðinum mínum í Gautaborg, þá skildi fólk verkið bet- ur.“ Harpa segist alltaf vera mjög afslöppuð við vinnuna og skipuleggja aldrei fyrirfram hvernig verk hún skapi næst. „Sem betur fer losnaði ég við þá þrá sem ég hafði lengi vel í námi, að gera „hið full- komna málverk“. Þegar ég óvart gerði fyrsta sprungumálverkið þá var málið dautt. Það voru mistök og ég reyndi að laga sprung- urnar, en svo fór ég að horfa á blessað verkið, sem átti að vera hálfgerð altaristafla, og þá upplifði ég einhverskonar ljúfsára fegurð í þessum sprungum sem voru í raun mjög áhugaverðar. Mér fannst þetta vera spegill sem spurði mig: Harpa, hvað ert þú að reyna að skapa fullkomnum á striganum, þegar lífið þitt, og þú sjálf, er allt annað en fullkomið. Við erum bara manneskjur af holdi og blóði. Og gerum okkar besta.“ Hjálpar það Hörpu í vinnunni við málverkin þegar hugsanir eða minningar kvikna, að setja þær á blað? Til að hreinsa hugsunina og skil- greina? „Já, ég held það. Stundum skrifa ég langan texta, stundum stuttan, orða eða texta – en fyrir mér standa málverkin sjálfstæð og þurfa enga skýringu í sjálfu sér. En þó mér finnist mikið af málverkunum vera sjálfsprottið, þá er oft einhverskonar minning eða hugsun sem togar mig áfram. Það að tipla milli steina yfir læk eða í fjöru og finna þann rétta að fá fótfestu á, mér finnst það vera eins og að finna réttu nálg- unina við málverkið.“ Harpa bankar með hendinni út í loftið, „dúm, dúm, dúmm“, eins og hún stikli á steinum. „Það er einhver djass í því,“ segir hún svo. „Maður vefur sig áfram. Tiplar á þessu hála, slýuga grjóti, finnur þau réttu en horfir á öll hin í leiðinni.“ Ástfangin af landinu mínu Tal okkar berst alltaf aftur að náttúru lands- ins og tengingum við hana. Harpa segir að skiljanlega hafi það mótað sig að fæðast og búa fyrstu árin við Arnarfjörð, sem sé stór- kostlegur staður sem hún snúi alltaf aftur til. „Þegar ég var sjö ára vígðist pabbi síðan til Ólafsvíkurprestakalls og þar ólst ég upp til fimmtán ára aldurs, þegar við fluttum í bæinn og hann varð prestur í Áskirkju. Þegar ég flutti út til Valand í Gautaborg fór ég að hugsa mjög mikið heim og að hvíla í bernsku- minningum. Sem krakki varð ég strax með- vituð um að vera bara einn hlekkur í keðju erfingja Íslands. Mér finnst ég finna gegnum merg og bein þá ást til landsins sem forfeð- urnir höfðu, þetta fólk sem barðist harðri lífs- baráttu og hafði samt nákvæmlega sömu til- finningar og við, var að kljást við ástina, fæðinguna, dauðann, sorgina, allt sem gerir okkur að manneskjum. Ég ræð ekki við mig á vorin og sumrin, ég er svo ástfangin af landinu mínu.“ Það hafði mikil áhrif á Hörpu þegar hún tók fyrir fimm árum boði um að starfa í mán- uð í vinnustofu á Bæ á Höfðaströnd. Það var um leið afskaplega erfitt því í bænum var fjöl- skyldan og yngstu börnin skildu ekki af hverju mamma gæti ekki unnið hjá þeim eins og hún var vön. „Ég var þá nýbúin að ljúka þessari viða- miklu og dýru sýningu í Gautaborg, var upp- gefin og fannst að ég gæti aldrei málað aftur. En þegar ég kom norður var ég sífellt úti að ganga og þegar ég hugsa aftur finnst mér eins og ég hafi runnið saman við þessa áhrifa- miklu náttúru fyrir norðan. Þá fór ég að mála blóm, safna steinum, jurtum, fjörðum, teikna, mála og skrifa.“ Þessi erfiði tími varð af- skaplega gjöfull fyrir hana um leið. „Ferlið síðustu mánuði hefur líka verið mjög gjöfult, vinnan fyrir þessa sýningu; að finna hvernig hún hefur raðast saman, hægt og bítandi, og hvernig skrifin hafa tengst þessu, meðvitað og ómeðvitað. Ég hef verið að horfast í augu við bernskuna, og þá sjálfa mig, handan hafs og vita. Þetta hér er sann- leikurinn,“ segir Harpa og lítur yfir verkin sín. „Ég hef ekkert að fela. Og það eru líka algjör forréttindi að vinna við það sem maður elskar.“ Innsetning á einum vegg sýningar Hörpu, málverk, teikningar, póstkort og textaverk, auk bókverks á stöpli. Hreintjarnir, eitt málverkanna á sýningunni. Titillinn er sóttur í ljóðabók eftir Einar Braga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.