Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 54
Guðrún Kvaran
Soninn, 2 sem hann setti erfingja allra hluta, fyrir hvem hann og hefur skapað heiminn,
3 sem, af því hann er geisli hans dýrðar og ímynd hans veru, er öllu stjómar með orði
síns máttar, settist til hægri hliðar guðlegri hátign á hæðum, eftir það hann fyrir sjálfan
sig (með dauða sínum) hafði hreinsað oss frá syndunum, 4 og er orðinn englunum
þeim mun hærri, sem hann hefir þeim háleitari tign öðlazt.
Biblían 1908/1912:44
Eftir að Guð forðum hafði oftsinnis talað til feðranna og með mörgu móti fyrir munn
spámannanna, hefir hann í lok þessara daga til vor talað fyrir soninn, 2 sem hann setti
erfmgja allra hluta, fyrir hvem hann og hefir gjört heimana [og hann líka hefir gjört
heimana fyrir 1912] 3Hann sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans, og ber allt
með orði máttar síns; hann settist, er hann hafði hreinsun gjört syndanna, til hægri
handar hátigninni á hæðum, 4 og er orðinn englunum þeim mun meiri, sem hann hefir
að erfðum tekið ágætara nafn en þeir.
Hallgrímur Scheving kom lítið nálægt Viðeyjarbiblíu, þýddi aðeins
Hebreabréfið, eins og áður er getið, og fórst það að mestu vel úr hendi.
Hann var mjög vel að sér um íslenzkt mál og ber þýðingin þess merki þótt
ekki jafnist hún á við þýðingar Sveinbjamar. Haldið er fomafnsmyndinni
hvör í hlutverki tilvísunarfomafns sem Grútarbiblía hafði hafnað, og er
sú mynd nærri einráð í Viðeyjarbiblíu. Þessu er aftur breytt í myndir
með -e- 1866 en sú útgáfa breytir hér annars litlu. Biblían 1908 notar
tilvísunarfomafnið sem í stað hver/hvör og flytur einnig eignarfomöfn
aftur fyrir nafnorðin. Aðrar breytingar eru að margháttaðlega er í
Viðeyjarbiblíu þýtt með mörgu móti, Ijómi er þar þýtt geisli en breytt
aftur í Ijómi 1908/1912 og handar er í Viðeyjarbiblíu þýtt hliðar en breytt
aftur í handar 1908/1912; hefur erft er í Viðeyjarbiblíu þýtt hefir öðlazt
en í 1908/1912 með hefir að erfðum tekið. Helzta breyting í 1866 er að í
stað með sínu kröftuga orði stendur með orði síns máttar og er
merkingarmunur á. Hið síðara er líklega nær frumtexta þar sem í
þýðingunni frá 1981 er notað með orði máttar síns, þ.e. fomafnið aðeins
flutt á eðlilegan stað í samræmi við málvenju.
Vaisenhúsbiblía;45
2. Eg veit þín verk, og þitt erfiði, og þína þolinmæði, og það [að 1813] þú kannt ekki
[eigi 1813] hina vondu að umlíða, og freistaðir þeirra sem sig segja postula vera, og
eru þó eigi, og þú fannst þá ljúgara. 3. Og leiðst, og þolinmæði hefur [hefir 1813], og
þú erfiðaðir fyrir míns nafns sakir, og þreyttist ekki [eigi 1813] . 4. En það hefi eg á
móti þér, það að 1813] þú hinn fyrsta kærleik yfirgafst.
Viðeyjarbiblía:4^
Eg þekki þín verk, þína mæðu og þolgæði, og veit, að þú ekki líður þá, sem vondir
eru; þú hefir prófað þá, sem hafa þótzt vera postular, en voru það þó ekki og hefir
fundið, að þeir voru lygarar. 3. Þú hefir samt haft þolinmæði og umborið þá mín
vegna og ekki þreytzt. 4. En það þyki [þykir 1859] mér að þér, að þú hefír sleppt
þínum fyrri kærleika.
44 Þórhallur Bjamarson.
45 Opb 2: 2-4.
46 Sveinbjöm Egilsson.
52
J