Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 112
SKAGFIRÐINGABÓK
satt, að snemma hafi Jón „lagt mikinn hug á að græða“.8 Vorið
1792 réðst hann fyrirvinna til ekkjunnar Ingu Þorfinnsdóttur á
Uppsölum. Hann var rúmlega tvítugur og hún nálægt fimm-
tugu, í álnum. Haustið 1795 giftust þau, en vorið 1803 keypti
Jón Merkigil, og þau fluttust þangað. Fáeinum árum síðar var
Ingibjörg Einarsdóttir ráðin vinnukona þeirra og síðan ráðs-
kona eftir því sem Inga eltist og hrakaði til heilsunnar. Ingibjörg
var fædd 1788 og því 17 árum yngri en Jón. Stefán segir þannig
frá:
Gerði Jón Höskuldsson hana að hjákonu sinni, og ól hún
honum barn 12. júní 1813. Var það sveinn og hét Jón. Er
svo var komið, vildi Jón prestur á Miklabæ, sonur Ingu,
gera gangskör að því, að Ingibjörg færi frá Merkigili, en
Inga var því mótfallin og bað þess, að Ingibjörg mætti vera
kyrr, því góð væri hún henni og sýndi sér aðdáanlega
umönnun. Varð það svo, að Ingibjörg varð kyrr. Var Inga
þá orðin næstum rúmföst og komin fast að sjötugu.
Tæpum fimm árum síðar, 16. mars 1817, ól Ingibjörg Jóni
dóttur. Hún var skírð í höfuðið á Ingu, sem þá var komin í kör
og andaðist 7. júní sama ár, að sögn prests úr holdsveiki. Að
Ingu allri var Jón ekki lengi að hugsa sig um. Strax 1. september
1817 sótti hann til konungs um leyfi til að ganga að eiga Ingi-
björgu. I umsókninni lætur hann sem þau hafi aðeins eignast
8 Stefán Jónsson, „Söguþættir úr Austurdal" í Ritsafni III, Sögufélag Skagfirð-
inga 1986, bls. 50. Það sem sagt er um ævi Jóns að undanteknum umsóknum
um giftingarleyfi er haft eftir Stefáni, sem segir frá honum á víð og dreif, sjá
einkum bls. 60-65. Sjá ennfremur Jón Espólín og Einar Bjarnason, Saga frá
Skagfirdingum II, Reykjavík 1977, bls. 69. Fyrri umsókn Jóns um giftingar-
leyfi er í ÞI. Kansellískjöl 83: 1. september 1817. Upplýsingar sem Kansellí
bað um til viðbótar eru í Kansellískjölum 85:13. ágúst 1818. Síðari umsóknin
er í Ka. 87: 2. júlí 1819. Rétt er að nefna, að árið 1814 sótti Jón um leyfi til að
arfleiða Jón son sinn líkt og hann væri skilgetinn, en fékk það ekki, Ka. 75:
31. ágúst 1814.
110