Jökull


Jökull - 01.12.1952, Blaðsíða 8

Jökull - 01.12.1952, Blaðsíða 8
SIGURJÓN RIST: Snjómæling á Vatnajökli 27. marz til 24. apríl 1951 Teikning nr. 1728 sýnir í millimetrum vatns- gildi vetrarsnjólagsins 1950—1951 á Vatnajökli, eins og næst verður komizt, að það hafi verið 24. apríl 1951, samkvæmt þeim athugunum, er ég gerði sem þátttakandi í fransk-íslenzka Vatna- jökulsleiðangrinum 1951. Mælingarnar hófust 27. marz, en var ekki lokið fyrr en 24. apríl. A þeim tíma hlóðst tals- verður snjór á jökulinn. Það bætti úr skák, að í bakaleið var komið aftur í fyrstu mælistaðina, og gafst þá tækifæri til að athuga snjósöfnunina frá því mælingarnar hófust. Snjómælingar sænsk-íslenzka leiðangursins 1936 á Vatnajökli benda í þá átt, að aðalsnjó- söfnunin eigi sér stað í hlíðum hans að sunnan (1000—1300 m y. s.), en fari svo minnkandi, er hærra dregur og lengra norður á jökulinn. En veturinn 1950—1951 var snjósöfnunin aftur á móti mest á mið- og norður-jöklinum. Mælistað- irnir eru of fáir og dreifðir, til þess að snjómæl- ingunum séu gerð full skil, enda var aðalhlut- verk leiðangursins að mæla þykkt jökulíssins, og sat það í fyrirrúmi. Þegar athuguð er misskipting snjólagsins á jöklinum, eins og teikningin sýnir, er ástæða til að hafa í huga, að veturinn 1950—1951 var sér- stæður í sinni röð og mjög ólíkur vetrinum 1935 —1936. Á tímabilinu 1930—1945 voru flestir vet- ur mildir. Þá rigndi og leysti snjó og ís oft og tíðum um miðjan vetur á skriðjökultungunum við suðurströndina. I hlíðum jökulsins hlóðst niður blautur snjór, sem lá þar sem hann féll, en uppi á hábungunum setti niður þurran og þá um leið léttan snjó, sem gat auðveldlega þyrlazt burt í veðrum. Af þessu má draga þá ályktun, að snjósöfnunin hafi þá orðið mest á belti í hlíðum jökulsins, þar sem oft bleytti í snjó, án þess að leysa til muna. Veturinn 1950—1951 var óvenjukaldur. N- og NA-átt var yfirgnæfandi. Frost héldust mánuð- um saman allt niður á lægstu og syðstu jökul- sporða. Hvar og hvenær sem snjóaði, var snjór- inn þurr og léttur, og N- og NA-veður feyktu S AM ANBARlNN SNJÓR WINOPACKED SNOW ÍSLAG ýr= I ^ JL - — H HAUSTSNJÓR MEO ÍSL'O'GUM AUTUMNSNOW WITH ICELAYERS HJARNFRÁ49/50 < FIRNLAYER 49/50 HJARN ELDRA EN 49/50 FIRN OLDER THAN 49/50 2 =■5-" ss - - 5 4 0-1 -2-5 -4 -5 -6-7 HITI "C TEHPERATURE"C Snjólag og hiti í snjógryfju á ofanverðum Breiða- merkurjökli, 1200 m y. s. Vetrarsnjór er aðeins 230 cm og hjarn frá fyrra ári 30 cm. Hitinn vex niður á við, og má ætla, að frostmark sé í h. u. b. 10 m dýpi. S. Rist mældi 28/3 1951. Snow structure and temperature in a pit on the upper Breiðamerkurjökull, 1200 m a. s. The winter snow is only 230 cm dep and firn layer from the previous winter 30 cm. The tempera- ture would problably reach zero at 10 m depth. honum þvl greiðlega. Þennan vetur er því ekki um að ræða nein ólík belti í þessum efnum, eins og á sér stað í venjulegri og umhleypingasamri veðráttu. Þegar veðrunum slotaði, var snjórinn svo samanbarinn, að aðeins markaði spor eftir gangandi mann, en rifskaflaflæmi voru víða til trafala. Jaðrar skriðjöklanna voru snjólausir með öllu, ekki einungis á Skeiðarár- og Breiða- merkurjökli, heldur einnig Köldukvíslarjökull. Fyrri hluta marzmánaðar hafði sett niður all- mikinn snjó á Breiðamerkursandi og í Oræfum. Um miðjan mánuðinn gerði N-veður, sem reif megnið af snjónum og bar hann á haf út. í 6

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.