Jökull - 01.12.1952, Blaðsíða 34
land frá 1901—1949. Árin 1901—1915 eru gerð
eftir línuriti Thoroddsens, en við það hef ég
aukið framhaldinu eftir heimildum, sem fyrir
liggja. Er þær einkum að finna í Nautisk-Mete-
orolgisk Árbog, sem danska veðurstofan gefur
út, og ísfregnum, sem Veðurstofa íslands hefur
safnað.
Myndin sýnir, að mesta ísár á þessari öld var
1902. Þar næst eru svo 1911 og 1915. Árið 1918
kom mikill hafís að landi í jan., en hvarf aftur
um miðjan febrúar. Síðan hafa flest ár verið
íslaus að kalla. Þó var talsverður lausais við
land vorið 1932 og 1949. Hinir dreifðu svörtu
punktar tákna yfirleitt, að ís hafi sézt snögg-
vast frá landi eða á miðurn úti, en horfið mjög
fljótlega, án þess að verulegur trafali yrði af
fyrir fiskveiðar eða siglingar.
POLAR ICEAT THE COASTS OF ICELAND
In the 19th century the occurrence of polar
ice was very frequent at the Icelandic coasts,
in some cases almost surroundig the whole
island.
Th. Thoroddsen has made a diagram
showing the duration and magnitude of polar
ice at the Icelandic coasts for the periode
1781—1915. The above figure is based on that
diagram for 1901—1915 but the rest has the
present author made according to available
sources.
The diagram shows that since 1918 there has
been very little ice at the Icelandic coasts. Most
of the years have been without ice or only
scattered ice has been observecl from land or
reported by ships.
Erlendir gestir
Sumarið 1952 komu allmargir ungir náttúru-
fræðingar hingað til þess að kynna sér sitthvað
í náttúru landsins. Hér verður getið þeirra, sem
helzt lögðu stund á rannsókn jökla. Voru þeir
allir brezkir.
Fjórir stúdentar frá Durham háskóla unnu
að rannsóknum á Breiðamerkurjökli. Er þetta
5. sumarið í röð, sem leiðangur keniur hingað
frá Durham. Hafa þeir jafnan unnið í sam-
starfi við Jón Eyþórsson og m. a. mælt og gert
Leiðangur Rannsóknafélags Durharn háskóla,
1952. Talið frá vinstri: A. J. Clissold,
M. S. Wilkinson (fararstjóri), R. H. Jewitt og
J. S. Heatley.
The members of the Durham University Explor-
ation Society Expedition 1952.
uppdrætti af Sólheimajökli (1948), Kötlujökli
(1949), I-Iagavatni (1950), og Breiðamerkurjökli
og Esjufjöllum (1951—1952).
Frá því seint í júlí til ágústloka 1952 unnu
6 enskir kvenstúdentar að kortagerð og mæling-
um á jaðarrásasvæðinu suður af Másvatni í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Voru þessar mælingar gerð-
ar að undirlagi Sig. Þórarinssonar í því skyni að
komast að nánari vitneskju um það, hversu
hratt ísaldarjökullinn hefði þynnzt og hörfað á
þessu svæði. Stúlkurnar, sem þátt tóku í þess-
um leiðangri voru: N. E. Drew (fararstjóri), M.
Rodgers, P. A. Cordingley og M. Kimberley,
allar frá Lundúnaháskóla (Bedford College), B.
Roofe og C. Moore, frá háskólanum í Cam-
bridge (Newnham College).
í júlímánuði og framan af ágústmánuði
dvöldu tveir stúdentar frá háskólanum í Notting-
ham, J. D. Ives og H. T. Gleave, í Öræfum,
einkum á svæðinu kringum Morsárjökul, og
unnu að ýmsurn undirbúningsrannsóknum í
sambandi við stærri leiðangur, sem þeir hyggj-
ast gera til þessa svæðis á sumri komanda.
PRENTSMIÐJAN ODDl H.F.
32