Jökull


Jökull - 01.12.1952, Blaðsíða 22

Jökull - 01.12.1952, Blaðsíða 22
megin Ærfjalls. Árið 1794 telur Sveinn Pálsson Hrútá ganga næst Jökulsá að vatnsmagni. Hnignun Breiðár á 14. öld hefur af sumurn fræðimönnum verið talin sterk sönnun þess, að veðurfar hafi versnað stórlega hér á landi í lok þjóðveldistímans, og því hafi landi og þjóð hnignað eftir það um margar aldir. Ég held, að saga Breiðár mæli heldur móti þessari skoðun. Máldagarnir sýna, að breytingin verður svo snögglega, milli 1343 og 1387, að ástæðan getur varla verið önnur en eldgosið 1362. Og jafnvel í lok 16. aldar er Breiðárbóndi ekki minni karl en svo, að hann heldur máli sínu til streitu gegn Skálholtskirkju og beitir lagakrókum. Hins veg- ar er enginn efi á því, að Breiðá tekst að lokum af fyrir ágang jökulsins um 1700. Þá hefur fyrir nokkru verið byrjað kuldatímabil, hið mesta og lengsta i sögu þjóðarinnar, er stóð yfir í h. u. b. 300 ár og lauk vart fyrr en um 1920. FROM THE HISTORY OF BREIÐÁ SUMMARY. In the Saga period the farm Breiðá (Broad-River) was the home of chieftains of noble birtli. In 1343 there was a fairly rich church at Breiðá. But in 1387 it seems to have lost all its cattle and church-ornaments so only the farm itself and some outlying beaches re- main. The farm is left for good in 1698 and a few years later the farm houses are overrun by the Breiðamörk glacier. — Some writers have maintained that the decline of Breiðá in the 14th entury was a proof of deteriorating climate in Iceland soon after 1200 A. D. The present writer thinks on the other hand that the great erupti.on of Orœfajökull in 1362 has been the chief cause of the sudden decline, as many farms and at least two churches in the district were quite destroyed by the eruption. From ab. 1500 to 1700 the church at Breiðá was only a chapel (beenhús) but some of the farmers seem to have been fairly well off. On the other hand the destruction of the farm about 1700 is a conclu- sive evidence of deteriorating climate and an advance of the glaciers in the 17th century. The Breiðamörk glacier seems to have reached a postglacial maximum in the 18th century and remamed so — with minor fluctuations — up to ab. 1920. The glacier has now receded about 2 km in the Breiðá area and the site of the farm houses is certainly outside the present glacier margin but it is buried by som 3—4 m thich layer of glacial debris. ÁRNI STEFÁNSSON: Fyrsta páskaferð á Öræfajökul I páskavikunni 1952 fór 5 manna hópur úr Jöklarannsóknafélagihu skíðaferð á Orafajökul. Er þetta í fyrsta skipti, sem skiðamenn hafa herjað á hasta fjall landsins að vetrarlagi. — Þessir voru i förinni: Atli Steinarsson, Bent Jörgensen, Einar Samundsson, Olafur Nielsen og Arni Stefánsson, sem var fararstjóri og ritar eftirfarandi ferðasögu. Páskarnir eru hátíð skíðamanna. Þá fyllast allir skíðaskálar. Fjöll og heiðar í nágrenni höf- uðstaðarins verða morandi af fólki og ýmsir leggja í langferðir til jökla og öræfa. „Hvert ætlar þú um páskana?" — er algeng spurning meðal skíðamanna. Flestir geta nefnt marga ágæta „skíðastaði“, svo sem Fimmvörðuháls, Tindfjöll, Kerlingarfjöll, Hagavatn, þar sem þeir hafa dvalizt dýrlega páskadaga. En enginn staður í öllu vetrarríki íslands kemst til jafns við sjálfan Vatnajökul. — Á páskum 1952 urðum við 5 félagar, sem höfðum komið okkur saman um að ganga á Öræfajökul — og leggja upp loftleiðis. Það var ys og þys á flugvellinum, er við mættumst þar, mánudaginn fyrir páska, í fögru veðri. Margir þurftu að fá far, og brátt kom í ljós, að okkur var eiginlega alveg ofaukið með hafurtask okkar. En einhvern veginn rættist úr þessu, og stundarkorni síðar svifum við glaðir og reifir austur yfir Skeiðarársand í stefnu á Fagurhólsmýri. í austri sér á endalausa snjóbreiðu Vatna- jökuls, og framundan er Öræfajökull, þessi hrikalegi fjallajötunn með tindakórónu á höfði. Við störum bergnumdir á Hvannadalshnúk. Skyldi okkur auðnast að standa þar í slíku veðri? Hann hækkar! Hann hækkar! — segir ein- hver, en það er aðeins flugvélin, sem lækkar og rennir sér léttilega niður á flugvöllinn á Mýrinni. Við byrjum að tína út farangurinn, sem er ótrúlega mikill, með öllu þessu bakpoka- skrauti, sem nútíma sportferðamönnum er svo lífsnauðsynlegt: ísaxir, fjallajárn, fjallavaður, sjónaukar, kortahylki, áttavitar, hæðarmælar, 20

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.