Jökull - 01.12.1952, Blaðsíða 20
land. Kirkjan á hálfa Vindásfjöru, er liggur fyrir
Salthöfða (Fornbréfasafn, IV, 202).
Hér er hvorki minnzt á fríðan pening né
krikjugripi, og sýnir það blátt áfram, að þetta
hefur farizt í eldgosinu eða verið flutt á brott.
Dr. J. Þorkelsson telur, að kirkjan að Breiðá
hafi orðið hálfkirkja eftir gosið og síðar bænhús
aðeins. — Upp frá þessu mun jörðin allt af vera
nefnd Breiðármörk í skjölum.
í byrjun 16 aldar er Breiðá komin í eigu
Skállioltsstaðar. I máldagabroti, sem talið er úr
tíð Ögmundar biskups, um 1523, segir svo:
Fyrir Breiðármörk Skálholtsstaðar fjara XII C,
en IX C fjara, er liggur fyrir Salthöfða. — Hinn
3. ágúst 1525 fær Ögmundur biskup Ásgrími Ás-
grímssyni jörðina Kvísker og jörðina Breiðár-
mörk með sex álna trjáreka og þar fyrir inn-
an, en Ásgrímur lætur á móti Fjörð og Svín-
lióla í Lóni.
Ut af þessu kaupbréfi spunnust síðar mála-
ferli. Um 1587 bjó bóndi á Breiðá, er Mikill
ísleifsson hét og hafði fengið jörðina að erfðum.
Vildi hann eiga allan reka fyrir landi sínu og
hagnýtti þannig nokkur ár. Þá kærði séra Jón
Arnórsson þetta fyrir hönd dómkirkjunnar í
Skálholti. Er tekið fram í dómskjölum, að fjar-
an sé 18 C að lengd. — Eftir talsvert málaþras í
héraði var málinu skotið til Alþingis. Þar var
sá dómur upp kveðinn, að liið forna kaupbréf
Ögmundar biskups og Ásgríms skyldi halda
fullu gildi og Skálholtskirkja því eiga hin meiri
höpp á fjöru fyrir Breiðármörk. (Alþingisbækur
II, 98-102).
Enn eru heimildir fyrir því, að kirkja eða
bænhús væri á Breiðá 1592 (Blanda II, 260). Úr
því eru engar skráðar heimildir um staðinn í
rúma öld, þar til er Isleifur sýslumaður Einars-
son skrifar jarðabók sína árið 1709. Segir þar
um tvær austustu jarðir í Öræfum:
Breiðdrmörk. Kóngseign hálf, en hálf bónda-
eign. Eyðijörð. Landskuld var 40 áln. af allri
jörðinni, nefnilega 20 áln. af hvorum parti.
Kóngsparturinn var af Heingigózinu. Skóg lítil-
fjörlegan á jörðin eða hefur átt í Breiðamerkur-
múla, liver nú er umgirtur af jöklum. Reka á
jörðin fyrir sínu landi.
Fjall. Hofskirkju jörð. Eyðijörð. Liggur norð-
austur(!) af Breiðármörk. Hefur fyrir 14 árum
sézt til túns og tótta, en er nú allt komið í jökul.
Öll eign jarðar er sagt hafi lagzt til Hofskirkju
í Öræfum, af hverri eign nú er ei eftir nema eitt
fjall umgirt af jöklum, þó lítt brúkandi til
lambagöngu á sumar. Item Fjallsfit og Fjalls-
fjara.
í skrá ísleifs sýslumanns um eyðibýli í Öræf-
um, er hann tók saman 1712, að Hofi, segir til
viðbótar um þessar jarðir:
Fjall hefur bær heitið fyrir vestan Breiða-
mörk. Þar girðir nú jökull í kring. Hefur sézt
til tótta fyrir 12 árum.
Breiðármörk hefur bær heitið og byggð fyrir
14 árum. Var hálf konungseign, en hálf bónda-
eign, öll 6 hdr. að dýrleika. Hún er nú af fyrir
jökli, vatni og grjóti. Sést þó til tótta. Þar hafði
verið bænhús, og sá þar til tóttarinnar fyrir fá-
um árum og garðsins í kring. Þar lá milli dyra-
veggjanna í bænhústóttinni . stór hella, hálf
þriðja alin á lengd, en á breidd undir 2 álnir
víðast, vel þverhandar þykk, sem kölluð var
Kárahella og þar liggur á leiði Kára Sölmundar-
sonar, hverja hann hafði sjálfur fyrir sinn dauða
heim borið, til hverrar nú ekki sést. Þó kunna
menn að sýna, hvar hún er undir. (Blanda, I.
33 og 49).
Samkvæmt lýsingunni mundi Kárahella vega
350-400 kg.
Árið 1702, á manntalsþingi að Hofi, var borið
fram vitni um „það eyðiból Breiðármörk, sem
kóngseign er hálf og bóndaeign hálf, hvert að
er í vatnaklofa undir jöklinum nærri á miðjum
Breiðamerkursandi og aldeilis i eyði legið hefur
nú næstu 4 ár, hver enn er nú árlega að foreyð-
ast, sem fleiri aðrar, af vatni, grjóti og jökul-
yfirgangi, svo þar sést ei nýtandi grasland eftir
utan lítill hólmi, sem húsin hafa á staðið, hver
bæði hafa verið lítilfjörleg og nú mjög lasin
orðin eru, því eitt er aldeilis niður fallið, en hin
tvö, sem til eru, nærri að falli komin og trén
flestöll fúin og fordjörfuð ...“ (Blanda, IV. 147).
Þegar beitiland Fjalls og Breiðár var eytt að
kalla, var fjaran ein eftir af verðmæti jarðanna.
Hefur því þótt nauðsynlegt að festa fjörumörk-
in, þótt litlu skipti með önnur merki. Er til
landamerkjabréf frá 1701, sem fer hér á eftir.
Hefur Flosi á Kvískerjum látið mér í té afrit
bréfsins og skrifað við það nokkrar skýringar.
Bréfið er óljóst á köflum og er því prentað orð-
og stafrétt.
Eg undirskrifaður Sigmundur Pálsson uppal-
inn og barnfæddur í Öræfum og þar búandi
verið undir 50 ár á Hnappavöllum, Hofi og
Hofsnesi, meðkenni hér með að Vigfús Jóns-
son sálugi sem uppalinn var á Hofi og þar bjó
18