Jökull


Jökull - 01.12.1952, Blaðsíða 23

Jökull - 01.12.1952, Blaðsíða 23
myndavélar, frá einni og upp í þrjár á mann, að sjálfsögðu skíðí, stafir, tjald og nesti til átta daga. Enda var einskis vant í okkar fararbúnað utan talstöðvar, svo tilkynna hefði mátt út- varpi og blöðum á klukkustundarfresti, hvar við værum og hvernig förin gengi, ásamt ástvina- kveðjum hæfilega blönduðum vísindaniðurstöð- um leiðangursins. Þeir bræðurnir, Sigurður og Helgi, báru með okkur farangurinn heim af flugvellinum. Við ætluðum samstundis að leggja til fjalls, en á Fagurhólsmýri er það víst ekki siður, að menn gangi um hlaðið án þess að vera boðið inn, því að Sigurður segir, er hann sá á okkur fararsnið: Þið komið nú fyrst inn, drengir, og fáið ykkur eitthvað að borða. Seinna minntist hann á, að við svæfum þar um nótt- ina, en með slíkan útbúnað fannst okkur vart sæmandi að sofa inni. Um dimmumótin þrömm- uðum við af stað og stefndum á Stórhöfða. Við fórum í stuttum áföngum, því að ekki er giftusamlegt að sprengja sig á fyrsta sprettinum. Náttmyrkrið legst yfir. Við sjáum aðeins brún- ir fjallanna bera við dökkan næturhiminn. Afram er mjakazt, þó oft sé hnotið í spori. Um I2-leytið er tjaldað framan undir Stór- höfða. Sólskin á tjaldsúð sýnir, að nóg er sofið. Uti er logn og ekki skýdrag á lofti. Það er varla, að menn gefi sér tíma til að drekka kaffi í ákafanum við að komast á stað. Á Stórhöfða, í rúmlega 600 m hæð, byrjar samfelldur snjór. Við spennum á okkur skíðin og sækist ferð- in greiðlega, því að í tjaldinu höfðum við skilið eftir farangurinn nema nesti til dagsins. Ekki er nú langt hérna upp á Knapp, það hlýtur að vera óhætt að fá sér að drekka og blása mæð- inni. Við förum úr peysum og úlpum, og áfram er lialdið, en áfangarnir verða styttri, hvíld- irnar lengri, brekkurnar brattari, en alltaf sýnist Knappur í sömu fjarlægð. Hitinn er nær óþol- andi, alveg logn, enginn svalandi andblær inn- an af jöklinum. Þjáðir af þorsta, sinadrætti og öðrum æfing- arleysis-kvillum stöndum við þó að lokum sigri hrósandi á brúninni milli Knapps og Rótar- fjallshnúks og sjáum Hvannadalshnúk rísa upp úr jökulbreiðunni í norðri. Ef að nú kæmi þoka, þegar við erum svona nærri takmarkinu Þreytan gleymist, við þjót- um á skíðunum norður jökulinn. Nú erum við í síðustu brekkunni. Enginn skyldi trúa, að þetta væru sömu mennirnir, sem siluðust klukkutíma áður upp á brúnina hjá Knappi. Við erum komnir á tindinn! — tindinn, öll- um íslenzkum tindum hærri. Hvílíkt útsýni, hvílík fegurð, hvert sem litið er: Snæfell, Kverk- fjöll, Herðubreið, — en hér þýðir ekki að þylja nöfnin tóm. Við höfum allt landið fyrir fótum okkar, allt frá strandfjöllum austurlands til Þing- vallafjallanna, sem sjást í blámóðu fjarlægðar- innar lengst í vestri. Við tökumst í hendur, get- um ekkert sagt, aðeins starað og tekið undir með skáldinu: „Hver á sér fegra föðurland?“ Eigum við ekki að bregða okkur á þann næsta? Hann er líka fyrir ofan 2000 metrana. Samþykkt. Af stað austur jökulsléttuna. Inn- án stundar erum við á tindinum. Heitir og móðir köstum við okkur niður á snjóinn og njótum þess að láta þreytuna líða úr fótunum. Prímusinn suðar ótruflaður, þótt ekki sé skýlt að lionum. Við drekkum kaffið í rólegheitum. Það kvöldar að og napran næðing leggur norð- an af jöklinum. Skórnir, sem höfðu blotnað í svita og sólbráð dagsins, stokkfrjósa að fótun- um. Við tínum á okkur hlífðarfötin, spennum á okkur skíðin. Einn, tveir, þrír! Eins og fimm samhliða vindsveipar þjótum við langt suður á jökul, svo að ekki er nema snertuspölur suður á brún. Þar byrjar lengsta skíðabrekka á Is- landi. Dásamlegt færi, skíðaslóðirnar hlykkjast eins og gormur niður fjallshlíðina. I kröppustu beygjunum hverfa menn í mjallrokið. Við Stór- höfða er orðið aldimmt af nótt, en norðurljós- in, þessir leiftrandi logavendir, lýsa upp himin- hvolfið, svo að bjart er eins og um hádag. Við göngum hljóðir að tjaldinu og höfurn í huga, að eitthvað var lifað, sem aldrei verður endur- tekið. S U M M A R Y. The author accompanied by five rnembers of the Glaciological Society went on a skiing trip to Örcefajökull in the Easter 1952. They took an air plane from Reykjavik to Fagurhólsmýri and pitched their tent at the ice margin the same evening. The next dey they reached Hvannadalshnúkur in fine weather after a rather toilsome march. 21

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.