Jökull


Jökull - 01.12.1952, Blaðsíða 3

Jökull - 01.12.1952, Blaðsíða 3
ó~5öS jik JÖKULL ÁRSRIT JÖKLARANNSÓKNAFÉLAGS ÍSLANDS 2. ÁR REYKJAVÍK 1952 JÓN EYÞÓRSSON: Landið undir Vatnajökli Vatnajökull er um 8600 ferkílómetrar að stærð og þekur því sem næst tólfta hluta Islands. Jökullinn er um 125 km á lengd frá VSV—ANA og 70—80 km á breidd frá N—S. Miðsvæði jökuls- ins er jafnlent að ofan og hæðin 1400—1600 m y. s., en sums staðar rísa bungur og fjall- garðar upp í 1700—2000 m hæð, svo sem Öræfa- jökull, Bárðarbunga, Háabunga, Kverkfjöll og Esjufjöll. Að norðanverðu hallar jöklinum niður á 700 m hásléttu, en að sunnan ganga margir skriðjöklar niður á láglendi við ströndina og enda þar í 50—100 m hæð yfir sjávarmáli. Er jökullinn því yfirleitt brattari og brúnaþyngri að sunnan. Þannig kemur Vatnajökull fyrir sjónir í aðal- dráttum, eins og hann er nú. En hvernig væri þarna umhorfs, ef jökulskjöldurinn væri horf- inn og landið undir Vatnajökli stæði nakið eft- ir? Þessu var ómögulegt að svara, meðan ekk- ert var vitað um þykkt jökulsins. Nú er nokkur vitneskja fengin í þessu efni a£ mælingum Fransk-íslenzka leiðangursins 1951, sem mældi þykkt jökulsins á 33 stöðum. Að visu eru þessar mælingar allt of fáar til þess að gefa glögga mynd af landslagi undir jöklinum, en þær ættu að nægja til þess að átta sig á aðaldrátt- um þess. Hef ég því ráðizt í að gera meðfylgj- andi uppdrátt af landinu undir Vatnajökli í framhaldi af landinu umhverfis hann og á grundvelli þykktarmælinganna. Eru hæðarlín- ur dregnar með 100 m millibili frá 600 m upp í 1000—1200 m. Þarf varla að taka það fram, að víða eru línur þessar dregnar eftir ágizkun einni. Þess ber og að geta, að hæðarlínur á yfirborði jökulsins virðast ekki nákvæmar. Þó hafa þær verið lagðar til grundvallar, til þess að finna hæð jökulstæðisins, því að annað var ekki hægt. Hæðarmælingar með vandaðri loft- vog, sem gerðar voru í leiðangrinum sýndu víð- ast hvar 30 —70 m minni hæð en uppdrátturinn (Aðalkort bl. 6 og 9 í mælikv. 1 : 2500 000, mælt 1903/04 og 1936/37). Á stöku stað, norðan og vestan á jöklinum, mældist hæðin 10—40 m meiri en uppdrátturinn sýndi. Norður úr Vatnajökli ganga tveir meginskrið- jöklar, Brúarjökull og Dyngjujökull, en milli þeirra standa Kverkfjöll. 700 metra hæðarlínan hverfur í sporð Brúarjökuls á tveim stöðum: við upptök Jökulkvíslar og austan við Kverkárnes. Samkvæmt mælingum er landið undir Brúar- jökli milli 630 og 700 m y. s., og 700 metra hæð- arlínan gengur því í víðum boga undir jöklin- um allt suður undir Norðlingalægð. Þar verður fyrir um 830 m hár þröskuldur vestur úr Breiða- bungu, en suður af honum hallar bratt niður að Breiðamörk. Tilraun er gerð til þess að sýna á uppdrætt- inum líklegustu farvegi ánna, sem falla frá jöklinum. Jökulsá á Brú kemur frá undirhlíð- um Breiðabungu, Kverká af miðsvæðinu, en Kreppa fylgir að líkindum austurhlíð Kverk- fjalla. Hins vegar benda líkur til þess, að far- vegirnir séu grunnir og allmikil breyting gæti orðið á vatnsmagni ánna innbyrðis, ef jökull- inn styttist um nokkra kílómetra. Nú þegar hef- [LAU0S8ÓKASAFN i Ji'i I 9 1138 1

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.