Jökull


Jökull - 01.12.1961, Side 16

Jökull - 01.12.1961, Side 16
2. mynd. Einnar nætur hrím á þrífæti horna- mælisins. — One nights hoar-p'ost on a tiipod standing on Svíahnúkur eystri in 1719 m height. Ljósm.: S. Þórarinsson 18. júní 1961. Inniseta allan daginn. Hleri var sagaður úr skálagólfi og mældist hitinn í vikrinum undir 110 C. Það eðla spil Ólsen var spilað af kappi lengi dags af öllum nema Steingrími, sem hafði sjálfur kjörið sig stórmeistara þessa spils. Hann lá liingum uppi í efri koju, talaði af reigingi og sagði það undir sinni virðingu að spila við neinn þann, er ekki hefði borið sigurorð af öll- um hinum. Upp úr miðaftni tók að rofa til, og í von um að vinnuveður yrði þjóðhátíðardaginn, og þá væntanlega enginn tími til hátíðarhalda, var ákveðið að taka út forskot á sæluna og halda nú þegar upp á 150 ára afmæli forsetans Jóns með Jreim föngurn matar og drykkjar, er til þess höfðu verið spöruð. Kl. 21.30 var orðið nær albjart og var þá veizlu slitið í skyndi og fóru allir á skíði og skyldi nú haldið niður í lægðina austur af Grímsvötnum og þess freistað að finna járnmastrið, sem Jrar hafði verið reist af Sigurjóni haustið áður. Var allglæfra- legt að sjá á eftir sumum niður brekkurnar bröttu austan í Svíahnúknum, en járnmastrið fundum við og stóð það enn 173 cm upp úr snjónum, en 670 cm þ. 9. okt. 1960, nettó ákoma 497 cm, en þegar mastrið var reist var þegar komið 60 cm lag af nýsnævi, svo að heildarákoman frá því snjóa byrjaði haustið 1960 er 557 cm. Er þetta í fyrsta skipti sem möstur, sem sett hafa verið niður á íslenzka jökla að liausti, liafa fundizt uppistandandi að vori. 17. júní. — Veður kl. 9.00, logn, -f- 0.5° C, léttskýjað; kl. 18.00 NV 8, -4- 3.3° C, skafrenn- ingur. Steingrímur og félagar lians byrjuðu mæling- ar sínar þenna rnorgun og lá fyrst fyrir að mæia grunnlínu niðri á sléttunni norður af Svíahnúk og hæðarmismun hennar og landmælingamerk- isins á Svíahnúk. Við liinir fórum inn í Gríms- vötn að mæla snið það, sem ár hvert er nú mælt milli Gríðarhorns og Depils, og liækkun vatns- yfirborðs við Depil og móbergskollana Litla og Stóra Mósa. Með augnspegfi mældist kollur Litla Mósa 37 m yfir vatnsborði, en kollur Stóra Mósa 50 m. Hækkun vatnsborðs írá því 12. júní 1960 nam 24 metrum eða 6.5 cm á dag að meðaltali. Mjög svipuð hækkun fékkst með því að mæla hæðina upp á Depil með flugvél- arhæðarmæli. Undir Gríðarhorni sást hvergi til vatns. Yfirborð Grímsvatna var mjög slétt, svo sem venjulega er á vorin. Náði sléttan inn að Svartabunka. Ekkert sást til gufuhversins í krik- anuni norðaustur af Mósa. Inni í Grímsvötnum mátti heita gott veður, en er við komum til land- mælingamanna kl. 16 höfðu þeir haft norðan strekking og skafbyl síðan kl. 13 og ekkert get- að aðhafst. Bíll þeirra, Jökull II, var bilaður, og áður en hann komst í lag var komið versta veður og varð Jtví að skilja hann eftir og áttum við nóg með að koma okkur og Kugg upp á Grímsfjall. 18. júní. - Veður kl. 9 N 10, 4- 5° C, kóf: kl. 12 N 8, -4- 4° V, kóf. Inniseta fram eftir degi, en tók að birta laust fyrir kl. 8. Fóru landmælingamenn því niður á sléttuna undir Svíahnúk og grunnlína var mæld, en ekki tókst að mæla hana inn frá hnúknum, Jtví hann rauk aftur upp á norðan. Við hinir fórum austur að mastri og byrjuðum að grafa snjógryfju. Gert var við Jökul II. 19. júní. — Veður kl. 9 SV 1, -4- 1° C, þoku- slæðingur; kl. 12 SV 1, 3° C, þoka. Þennan dag lukum við Ivuggsmenn gryfju- greftri við mastrið. Var gryfjan nær 6 m djúp. Þykkt vetrarsnævar reyndist samkvæmt þeirri mælingu 5.4 m. Vatnsgildi 2760 mm. Landmæl- 14

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.