Jökull


Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 17

Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 17
ingamönnum tókst þennan dag að tengja grunn- líununa við Svíahnúksmerkið. 20. júní. - Veður kl. 9 V 2-3, h- 1° C, létt- skýjað; kl. 12 V 2—3, 2° C, þoka yfir hnjúk- um af og til. Steingrímur og félagar hans fóru snemma morguns niður að grunnlínu til mælinga. Magnús keyrði þá þangað og kom síðan til baka og hjálpaði Hauki við að skipta um gírkassa í Kugg. Haukur liélt síðan til mælingamanna, sem auk þess fengu Halldór Olafsson í sinn flokk til þess að geta mælt í tveimur hópum og lagt nótt með degi meðan veður leyfði. Aður en Halldór yfirgæfi okkur höfðum við farið inn í Grímsvötn og grafið snjógryfju á línunni Gríðarhorn—Depill, um 4 km frá Gríðarhorni. Þar var vetrarsnjólag 610 cm, vatnsgildi um 3060 mm. Við héldum síðan út að mastri og mældum það nákvæmlega með tilliti til hækkunar þess á hausti komanda. Komum í skála kl. 21. 21. júní. — Veður kl. 9, logn, -f- 1° C, al- heiðríkt; kl. 12, V 1-2, -t-0.5° C, alheiðríkt. Við fimm, sem eftir vorum á Grímsfjalli, lögðum af stað kl. 13 í humáttina á eftir land- mælingamönnum og skyldi nú línu Jjeirra fylgt 3. mynd. Hveradalur Kverkfjalla séður úr norð- austri. — The solfatara valley in Kverkfjöll. View towards SW. — Ljósm.: S. Þórarinsson 22. júní 1961. og Örn gera á henni sínar segul- og þyngdar- mælingar. Veður hélzt hið ágætasta allan daginn, Kl. 20 vorum við komnir 22 km frá Grímsfjalli og J)ar mældi Örn þversnið á aðalsniðið, 4.5 til hvorrar handar. Grímur póstur liélt áfram á skíðum á vit Steingríms og félaga lians, en til Jreirra sást vestan í Brúðarbungu. 22. júní. — Þverlínumælingum lauk ekki fyrr en kl. 3 aðfaranótt þess 22. og var síðan hald- ið áfram í slóð liinna. Hittum j)á norð-vestan í Brúðarbungu kl. 7.30, og var ekki laust við að Jjeir væru orðnir þreytulegir, enda búnir að vera á ferli án afláts í 2 sólarhringa. En þeir hugðust halda áfram mælingum Jrar til lokið yrði, ef veður entist. Við skildum við þá 1 bili og héldum norður í Hveradal Kverk- fjalla. Komum þangað um 9 leytið í [)ví feg- ursta veðri, sem nokkur okkar hafði nokkurn tíma fengið Jjar. Var bjart yfir öllu hálendinu. Nokkuð haíði hækkað í vatninu síðan ég var þar síðast 1956. Til baka snerum við kl. II, hittum mælingamenn sunnan í Kverkfjöllumj en héldum rakleitt áfram þar til kom rétt suður fyrir há — Kverkf jallahrygg, en þar liugð- umst við graí'a snjógryfju. Sváfum fyrst nokkra klukkutíma, en tókum svo til við gryfjugröft. Mælingamenn komu kl. 21, hafandi lokið sínu ætlunarverki með einstæðum clugnaði. Þeir Jtáðu hjá okkur kaffi og héldu síðan áfram til Gríms- vatna, en við lukum gryfjugreftri kl. 1 um nótt- ina. Gryfjan varð 6 m djúp. Vetrarsnjólagið var hér 555 cm, vatnsgildi þess 2800 mm. 23. júní. — Komum á Grímsfjall kl. 02.30. Sváfum til kl. 10 og tókurn þá að búast til heimferðar. Veður kl. 12, VSV 1, 3.5° C, Jroku- bræla á Svíahnúk, en auðsæilega bjart yfir jöklinum víðast. Lögðum af stað frá skála kl. 14.50. Komum að Pálsfjalli kl. 18 og snæddum Jtar úti, enda veður enn fagurt. Þaðan var hald- ið aftur yfir á aðalleiðina, en brátt skall á þreif- andi Jtoka. Þegar kom niður á beran jökul og sprungur þótti ráðlegt að senda menn af stað til könnunar. — Magnús Jóhannsson komst gangandi niður á Nýjafell og hafði þaðan tal- samband við okkur. Komumst að jökulrönd kl. 3 um nóttina. 24. júní. — Sváfum fram undir hádegi. Flutt- um síðan Steingrím og Pál suður fyrir Tungná til móts við starfsfólk Raforkumálaskrifstofunn- ar, sem var að fara í skemmtiferð í Landmanna- laugar. Héldum slðan aftur til Jökulheima. 25. júní. — Hélclum af stað heimleiðis um 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.