Jökull


Jökull - 01.12.1961, Page 18

Jökull - 01.12.1961, Page 18
4.mynd. Hrauni þakinn móbergssteinn, sem hef- ur kastazt upp í gosi i Kverkfjöllum vestri. — Lava coated boulder of tuffbreccia ejected by a recent eruption in Kverkfjöll. — Ljósm.: S, Þór- arinsson 22. júní 1961. hádegi í góðu veðri. Komum til Reykjavíkur urn kl. 20. Eg vil að endingu þakka ferðafélögum mín- um dugnað þeirra og ósérhlífni í þessari ferð, sömuleiðis þeim meðlimum Jöklarannsóknafé- lagsins, sem hjálpuðu til að undirbúa leiðang- urinn, einkum þeim Stefáni Bjarnasyni og Gunnari Guðmundssyni, svo og þeim bílstjór- um, sem fluttu okkur og hafurtask okkar til Jökulheima og heim aftur. Jöklarannsóknafé- lag Islands er ekki auðugt félag og án hjálpar margra duglegra velunnara væru leiðangrar sem þessir óframkvæmanlegir. Hingað til hygg ég engan hafa iðrað þátt- töku í Vatnajökulsleiðöngrum félagsins og það veit ég vist, að sá 11 manna hópur, sem dvaldi í Kverkfjöllum þann dýrlega dag 22. júní, þykist hafa fengið þáttökuna í vorleiðangrin- um 1961 vel borgaða. HAUSTFERÐIN Aðaltilgangur þessarar liaustferðar var sá að bæta ofan á járnmöstrin tvö á jöklinum, norð- vestur af Pálsfjalli og austur af Svíahnúk eystri, svo að þau stæðu örugglega upp úr snjó á vori komanda. Hafði Magnús Eyjólfsson, pípulagn- ingameistari, séð um smíði á þeim járnum er við skykli bæta. Einnig átti að vanda að athuga breytingar á Grímsvötnum og mæla bráðnun á undangengnu sumri. Þá var ætlunin að tjöru- bera Grímsvatnaskálann að utan, ef veður leyfði. I þessa för hafði Jöklarannsóknafélagið boð- ið heimskunnum sænskum jöklafræðingi, Dr. Valter Schytt. Þótti vænlegt að fá slíkan mann til skrafs og ráðagerða um áframhaldandi rann- sóknir á jöklinum, því erfitt er hér í einangr- uninni að fylgjast með framförum á sviði þess- ara rannséikna, einkum tæknilegum. Þess skal getið með þakklæti, að Flugfélag íslandsog Loft- leiðir sýndu félaginu þá velvild að flytja Dr. Schytt ókeypis til og frá Skandinavíu. Þeir, sem tóku þátt í þessari för voru: Sigurður Þórarinsson, fararstjóri. Gunnar Guðmundsson, stýrði Jökli II. Halldór Gíslason. Hörður Hafliðason. Carl Eiríksson, „nagvigatör“. Magnús Karlsson, stýrði Jökli I. Þórður Sigurðsson, bryti. Valter Schytt. Frá Reykjavík var haldið 9. sept. kl. 930. Vísl- arnir voru báðir inni í Jökulheimum síðan um vorið. Þórður keyrði leiðangursmenn á sinum bíl, en farangur var fluttur á Doclge Weapon Jöklarannsóknafélagsins. Komumst inn í Jök- ulheima kl. 1745. Ivlukkutíma seina var Iagt af stað með bílana inn að jökli. En það skipti engum togum, að þegar Jökull II var kominn út í nær miðjan vestasta álinn í Tungná, þá festust steinar í beltunum og stöðvuðu hann og fór hann þegar að grafast niður, en Gunnar kom von bráðar upp um þakopið fáklæddur, Jiar eð hann kærði sig ekki um að bleyta meira en brækur sínar. Fór kvöldið allt í að koma víslinum á Jiurrt og mátti ekki á tæpara standa að tækist, enda sokkinn svo djúpt, að vatn fór upp í Jiakluktina. Var gengið til náða í Jökul- heimum kl. 1 um nóttina. Grasreitir Sturlu Friðrikssonar voru nákvæmlega athugaðir þenn- an dag, svo og þeir reitir, sem Þorleifur Guð- mundsson hefur látið sá í. Lá gras víðast í legu og var hvergi farið að sölna. 10. sept. — Viðgerð á Jökli II var lokið um hádegi og var þá lagt af stað í sæmilegu veðri. Haldið á jökul kl. 15. Skriðjökullinn var nú miklu betri yfirferðar en haustið áður og hef ég ekki áður reynt liann jafn greiðfæran að 16

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.