Jökull


Jökull - 01.12.1961, Síða 22

Jökull - 01.12.1961, Síða 22
9. mynd. Leiðangursmenn liaustið 1961. — Frá vinstri talið: Halldór Gíslason, Magnús Karlsson, Valter Schytt, Þórður Sigurðsson, Hörður Hafliðason, Sigurður Þórarinsson, Gunn- ar Guðmundsson, Carl Eiríksson. — Participants in the autumn expedition to Vatnajökull 1961, counted from left to right. — Ljósm.: Valter Schytt 17. sept. 1961. Mestallur dagurinn fór í að ná í víslana og koma þeim yfir kvíslar Tungnár, sem aldrei hefur verið jafn erfið í haustferðum okkar. Var Guðmundur mjög í essinu sínu er hann stjórnaði þeim yfirferðum. Hopun Tungnár- jökuls síðan í fyrrahaust var mæld og reyndist 42 m. Um kvöldið var gleðskapur í skálanum og hafa aldrei verið drukknar þar jafn dýrar veigar og þær, er Valter dró upp úr pússi sínu. 17. sept. — Haldið af stað heimleiðis kl. II40 í huggulegu veðri. Komið við í Veiðivötnum. Reitur Sturlu vestan Fossvatns athugaður og myndaður og var gróður þar ekki alveg eins líflegur og við Jökulheima, en þó furðu mikill. í bæinn var komið um 20-leytið. Þessi ferð var öll hin ánægjulegasta. Svíinn var liinn ágætasti ferðafélagi og vann hylli 20 allra sinna ferðafélaga, auk þess sem hann fræddi okkur um margt, sem síðar má að gagni koma. Hann rómaði mjög dugnað sinna ís- lenzku félaga (undirritaðan reiknar hann sem hálf-Svía), enda reyncli mjög á dugnað þeirra, úthald og úrræði í þessari ferð. Kokkamennska Þórðar sló öll met, sem sett hafa verið í þeirri mennt á Vatnajökli og mun lengi í minnum höfð. Það er gott að vera með svona piltum á jökli, og því betra sem veður eru vályndari. Þökk sé þeim. (English Sumynary next page).

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.