Jökull


Jökull - 01.12.1968, Page 9

Jökull - 01.12.1968, Page 9
Mynd 4. Staðir á Vatnajökli, þar sem sýnum til tvívetnismælinga heí'ur verið safnað. Tölurn- ar við staðina eru 6-gildi efsta vetrarlagsins, þar sem því var safnað að vori, áður en veruleg bráðnun hófst. Fig. 4. Sampling locations on Vatnajökull. The riumbers at each point are 8-values of the 'upper- most winter layer. These samples were collectecl in early June 1968. Some melting had qtready occurred, but the meltwater still remained in tlie surface layers. ráði við Jöklarannsóknafélagið. Við L-V var reyndar boruð 30 m djúp hola, en um það verður rætt hér á eftir. Tvívetnismælingar þess- ara sýna, ásamt tvívetnismælingum vatnssýna umhverfis jökulinn, hafa nú gert kleift að teikna kort, sem sýnir tvívetnismagn i ársúr- komu, hvar sem er á Langjökli. Þetta kort er sýnt á Mynd 3. Síðastliðið vor var svo farið að hyggja að því að afla sýna af vetrarlagi Vatnajökuls. Frá upp- hafi var þó ljóst., að sú söfnun mundi vera of umfangsmikil, til að hægt væri að framkvæma hana með þeim mannafla og tækjum, sem Raunvísindastofnunin hefur á að skipa. Var þá tekið til bragðs að leita eftir aðstoð Jöklarann- sóknafélagsins, sem þegar í stað ákvað að styrkja verkefnið, svo sem unnt væri. Hinn 1. júní 1968 var lagt upp í árlegan Vatnajökulsleiðangur félagsins. I þessari ferð var safnað sýnum til tvívetnismælinga af norð- urhluta jökulsins. Alls var safnað sýnum frá 10 stöðum, sem sýndir eru á Mynd 4 sem V-I—V-X. Var grafið niður í gegnum fyrstu metrana og tekin samfelld sýni i 30 cm langa járnhólka, en að því búnu var borað með snúningsbor. A þann hátt var tekinn samfelldur kjarni, sem víða náði niður í gegnum tvö árlög. Tölurnar við staðina á Mynd 4 eru 8-gildi síðasta vetrar- lagsins. Á þessu ári (1969) er áætlað að safna sýnum af suðurhluta jökulsins, en að því loknu ætti að vera unnt að teikna tvívetniskort af jöklinum, á sarna hátt og þegar hefur verið gert af Lang- jökli. JÖKULL 18. ÁR 343

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.