Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 10
Myndir 5 og 6. Sýni tekið úr gryfjuvegg. 5.
júní 1968, ca. 17 km vestur frá Grímsfjalli.
Figs. 5 and 6. CoUecúng a sample of the
uppermost winter layer.
Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson.
Aðskilnaður tvívetnis i is og vatni
Það er kunnugt fyrir alllöngu, að ef jafn-
vægi ríkir milli tvívetnismagns íss og vatns, er
ísinn um það bil 2% auðugri af tvívetni en
vatnið. Til að slíkt jafnvægi komist á, þarf
hins vegar sérstök skilyrði, sem sjaldan er að
finna í náttúrunni. Ef lítill ísmoli er settur út
í vatn, eru engar likur til, að jafnvægi komist
á milli vatnsins og íssins. Ef ísmolinn er hins
vegar bræddur, annar jafnstór ísmoli frystur
og aðstæðum þá hagað þannig, að ísmolinn
myndist mjög hægt og jafnframt sé hrært vel
í vatninu, þá kemur í ljós, að nýi ismolinn
inniheldur um það bil 2% meira tvívetni en
vatnið, sem eftir er. Með öðrurn orðum, nú
ríkir jafnvægi milli tvívetnismagns vatnsins og
íssins, og þetta jafnvægi hefur komizt á við
það, að ísinn umkristallaðist alveg.
Það eru um það bil þrjú ár, síðan við rák-
umst á vísbendingu um, að eitthvað svipað
þessu gerðist í íslenzkum jöklum. Allmörg sýni
af svæðinu umhverfis Torfajökul höfðu verið
mæld, en þessi sýni áttu að hafa sama tvívetni
og úrkoma svæðisins og þar á meðal úrkorna
á Torfajökli sjálfum. Þegar svo mælt var vatn,
sem tekið var úr Jökulgilskvísl langt innan við
Landmannalaugar og átti að vera að mestu
leyti bráðinn ís úr Torfajökli, kom í ljós, að
það vatn var verulega tvívetnisauðugra en við
var að búast. Með öðrum orðum: ísinn í Torfa-
Mynd 7. Borað með handbor í snjógryfju í
Grímsvötnum, 8. júní 1968.
Fig. 7. Core drilling in a snoiu pit.
Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson.
344 JÖKULL 18. ÁR