Jökull - 01.12.1968, Page 19
allt að 50 ára. Það væri mjög mikilvæg viðbót
við þær upplýsingar, sem þrívetnismælingarnar
hafa þegar gefið, ef unnt væri að fá vitneskju
um, hvort eitthvað af þessu vatni hafi fallið
sem regnvatn á tímabilinu fyrir 20 til 50 árum.
Ekki er þó nóg að geta mælt hin veiku sýni.
Við verðum einnig að vita, hver meðalstyrkur
þrívetnisins var í úrkomunni, áður en mengun
vetnissprengjanna kom til. Eins og fyrr var
sagt, fer þetta meðalgildi eftir landfræðilegum
staðháttum; það er lægst yfir hinurn stóru
heimshöfum, en hærra á meginlöndunum.
Vegna þess að þrívetnismælingar hófust ekki
að marki, fyrr en eftir árið 1956, eru ekki til
nema örfáar mælingar á þessu meðalgildi, og
er ekki hægt að hafa gagn af þeim mælingum
hér á landi.
Því er ákaflega mikilsvert að fá vatnssýni af
úrkomunni hér á landi fyrir 1952. Beztu mögu-
leikarnir eru að fá sýni úr jöklum af snjó,
sem féll á þessu tímibili. Eins og Bragi Arna-
son rekur í grein sinni á bls. 340—348. hefur
Raunvísindastofnun Háskólans einnig mikinn
áhuga á að fá jöklasýni vegna tvívetnismæl-
inga, og hafa því verið farnir nokkrir leiðangr-
ar á Langjökul og Vatnajökul.
GAMALLA ÚRKOMUSÝNA
LEITAÐ í JÖKLUM
I jöklum hér á landi seitlar sumarregn og
leysingavatn ávallt eitthvað í gegnurn jöklana,
og á þann hátt geta dýpri lög mengazt af yngri
úrkomu. Því er nauðsynlegt að taka jöklasýni
í sem mestri hæð, þar sem meðalhitinn er lægst-
ur. A þessum stöðum er þykkt árlaganna vænt-
anlega um 3—5 metrar. Til þess að fá 20 ára
gömul sýni er því nauðsynlegt að ná þeim frá
allt að 100 metra dýpi. Ennfremur er mjög
æskilegt að ná íssýnum frá a. m. k. 10 ára bili
fyrir 1952, en þau geta verið á allt að 150
metra dýpi.
Síðastliðið sumar voru fyrstu tilraunirnar til
djúpborunar gerðar. Smíðaður var bor, sem
bræðir sig gegnum ísinn og tekur rúmlega 4
cm gildan ískjarna. Bor þessi er smíðaður að
verulegu leyti eftir bandariskri fyrirmynd.
Mynd 2 sýnir teikningu af bornum. Neðst
er bræðslukrónan, þýðingarmesti og viðkvæm-
asti hluti borsins. Þetta er í rauninni aðeins
sérsmíðaður rafmagnshitari, sem fellur neðst á
Mynd 2. Þverskurðarmynd af bræðslubor. S:
stálvír. R: rafkapall. K: plaströr til einangrun-
ar. J: borrör. T: fjaðrandi tönn til að slíta
sundur ískjarna. E: varmaeinangrun úr teflon.
H: hitari.
Fig. 2. Transection of the thermal drill. T:
Tooth for cutting the icecore. E: Teflon in-
sulator. H: Heating element.
borinn. Rétt fyrir ofan bræðslukrónuna eru
tvær tennur, sem fjaðrir þrýsta létt inn að
kjarnanum. Þegar borinn hefur sigið um það
bil einn metra, er straumurinn í hitaranum
rofinn og borinn togaður upp úr holunni.
JÖKULL 18. ÁR 353