Jökull


Jökull - 01.12.1968, Side 23

Jökull - 01.12.1968, Side 23
300CHÞE. Mynd 6. Mánaðarmeðaltöl þrívetnisstyrks í úrkomu á Rjúpnahæð (færð til 1. júní 1968) og' þrívetni í ís frá Bárðarbungu. Fig. 6. Monthly average of tritium concentration in precipitation on Rjupnahaed (reduced to June 1, 1968) and tritium concentration in ice cores from Bardarbunga on Vatnajökull. samsvörun fengist rnilli ferlanna tveggja. Þessi mynd sýnir strax, að mjög góð samsvörun er milli toppanna á ferlunum, en af því ntá ráða, að lítið regn- og leysingavatn seitlar niður í gegnum jökulinn. Þó má vel vera, að þarna á jöklinum gæti nokkurra slíkra áhrifa. Hámarks- gildi þrívetnisstyrksins á iiðlega 20 metra dýpi bendir til slíkra áhrifa, en það er um 30% lægra en hámarksstyrkur úrkomunnar á Rjúpnahæð, er þessi snjór féll (sumarið 1963). Snjólagið undir þessu sumarlagi er ennfremur töluvert þrívetnisauðugra en úrkoman á Rjúpnahæð á tilsvarandi tíma. Enda þótt samsætuskipta milli leysingarvatns og íss gæti nokkuð þarna á jöklinum, eru þessi áhrif þó mjög óveruleg. Þá er rétt að benda á, að borholan var ekki tekin efst á Bárðarbungu, heklur um 200 metrum neðar. Ástæða er til að ætla, að hábungan sé hreinn gaddjökull. Ofangreindar mælingar hafa sýnt okkur, að samsætuskiptin eru svo óveruleg, að þarna mætti fá rétta mynd af þrívetnisstyrk úrkom- unnar á síðustu áratugum. Því verður nú meðal annars lagt að nýju á Bárðarbungu í sumar (1969) í þeirri von að ná sýnum, sem geti sagt okkur þessa sögu. Við vonum þó, að þau djúp- sýni, sem þar fást, geti samtímis frætt okkur um fleiri atriði. JÖKULL 18. ÁR 357

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.