Jökull - 01.12.1968, Síða 44
4. myncl. Samband levsingar og gráðudaga.
2Am: samanlögð meðalleysing við Nýjafell,
metrar jökulíss. 2G: samanlagðir gráðudagar í
1000 m hæð yfir Reykjanesskaga. WA: vatnsár
(1. september—31. ágúst).
Fig. 4. Comparison of ablation and degree-
days. 2Am: sum of ablation at Nýjafell (aver-
age from 710 to 870 m a. s. L), metres glacier
ice. 2G: sum of positive degree days at 1000 m
altitude over Reykjanesskagi (Keflavik Airport).
WA: water year (Sept. 1—Aug. 31).
dregið upp samband samanlagðrar meðalleys-
ingar við Nýjafell og samanlagðra gráðudaga.
Gráðudögunum er þar einnig skipt eftir vatns-
árum, en gráðudagar á hverju vatnsári eru sem
hér segir:
1959-60 712 1963-64 478
1960-61 542 1964-65 620
1961-62 609 1965-66 616
1962-63 543 1966-67 539
Miðað við þessa gráðudaga er leysingin minni
síðari árin en hin fyrri. Fyrstu fjögur vatns-
árin, 1959—1963, eru til jafnaðar 602 gráðu-
dagar á ári og meðalleysingin um 6 m til jafn-
aðar á ári eða um 1,00 cm á gráðudag. Seinni
þrjú vatnsárin, 1963—1966, er til jafnaðar 571
gráðudagur á ári, en meðalleysingin til jafnað-
ar um 4,9 m á ári eða um 0,86 cm á gráðu-
dag. Ekki er von til, að gott samband fáist
milli leysingar og einstaks þáttar veðursins í
mikilli fjarlægð. — Samkvæmt rannsóknum í
378 JÖKULL 18. ÁR
Austurríki (Hoinkes and Rudolph 1962) er ekki
glöggt samband milli leysingar og neins ein-
staks þáttar veðursins. Lítilsháttar nýsnævi get-
ur t. d. dregið mjög úr leysingu vegna aukins
endurkasts sólgeislunar. Mismunandi vetrar-
ákoma skiptir auðvitað miklu máli, því að hluti
leysingartímans fer í að bræða hana.
Við Kerlingar ná þessar mælingar frá 1160
upp í 1270 m hæð. Hér hefur aðeins verið
mælt þrisvar sinnum, og er ekki grundvöllur
til að athuga árlegar breytingar. Breytingar
þarna uppi eru miklu óreglulegri en við Nýja-
fell, enda er þetta í nágrenni við jafnvægis-
línuna.
Eftir tölunum í Töflu 4 mætti athuga leys-
ingu og ákomu á hinum einstöku tímabilum,
sem afmarkast af mælingunum. Hér er látið
nægja að líta á meðaltal áranna 1959—1967. Á
Mynd 5 er sýnd leysing og ákoma í metrum
vatns á ári miðað við hæð. Reiknað er með,
að vatnsgildi jökulíssins við Nýjafell sé 0,89.
Við Kerlingar er hjarn, og er þar gert ráð fyrir,
að vatnsgildið sé 0,55 við yfirborð og 0,60 á
2,5 m dýpi og breytist línulega með dýptinni.
(Þetta er ef til vill vafasamt. Ef þykkt og vatns-
gildi hjarnsins er eins frá ári til árs, samsvarar
yfirborðsbreytingin jökulís með vatnsgildi um
0,89. Væntanlega er hið rétta einhvers staðar
þarna á milli, og hækkun vatnsgildisins hefur
sáralítil áhrif á því bili, sem mælingarnar ná
yiir.) Öldungis óvlst er, að sambandið á Mynd
5 gildi fyrir Tungnárjökul í heild, t. d. má
ætla, að ákoman sé ekki jafnmikil alls staðar
og búskapurinn þess vegna breytilegur frá einu
svæði til annars, einkum þegar hærra dregur.
Frá hagnýtu sjónarmiði í sambandi við virkj-
anir er m. a. þýðingarmikið að vita, hversu
mikill hluti af rennsli stóránna stafar frá raun-
verulegri rýrnun jökla. Efri mörk fyrir rýrn-
unina er nettóleysingin. Vatnasvið Tungnár á
jökli er ekki þekkt, en sennilegt er, að vatna-
skilin séu nokkurn veginn í framhaldi af fjall-
garðinum norðvestan Langasjávar (Breiðbak)
allt austur fyrir Kerlingar og síðan í vestur
skammt norðan Kerlinga. Þar fyrir norðan eru
ár úr jöklinum, sem hverfa í hraun, og er lík-
legt, að það vatn komi fram 1 Köldukvísl. Eftir
línuritinu á Mynd 5 og ágizkunum um vatna-
skil og yfirborð jökulsins (hæð) eftir þeim gögn-
um, sem tiltæk eru, má ráða að nettóleysingin
á vatnasviði Tungnár hefur verið af stærðar-