Jökull


Jökull - 01.12.1968, Page 45

Jökull - 01.12.1968, Page 45
5. mynd. Búskapur Tungnárjökuls í mismun- andi hæð samkvæmt mælingum við Nýjafell (N) og Kerlingar (K). Meðaltal á ári 1959—67. H: hæð, m y. s. A: nettóleysing, m vatns á ári. P: nettóákoma, m vatns á ári. Fig. 5. The net budget of Tungnárjökull as a function of elevation according to measure- ments at Nýjafell (N) and Kerlingar (K). Yearly average for the period 1959—67. H: elevation, metres a. s. I. A: net ablation, metres water equivalent. P: net accumulation, metres water equivalent. gráðunni 200—300 milljón m3 vatns á ári til jafnaðar 1959-1967. Fyrir utan geysilegt hop og rýrnun hefur neðsti hluti Tungnárjökuls verið með svipuðu sniði frá 1959 og vafalaust lengur. Meðfylgj- andi ljósmyndum er ætlað að gefa nokkra hug- mynd um jökulinn upp af Jökulheimum í 700— 800 m hæð. Nálægt röndinni er venjulega mik- ið um stórar strýtur og liryggi. Ofar er jökull- inn oft rennsléttur að kalla, en stundum meira og minna þýfður. Strýtur og aurkeilur eru á stöku stað allt upp undir hjarnmörk. Eiginleg- ar jökulsprungur eru engar í nágrenni Nýja- fellslínunnar. I hlýindum er mikið rennsli á yfirborðinu, og steypist vatnið víða niður í svelgi, sem geta orðið býsna stórir á haustin. Einstöku sinnum hafa sézt uppsprettur í tölu- verðri fjarlægð frá jökulröndinni. I nágrenni Nýjafells kemur oft allmikið vatn undan jökl- inum um lítil jökulport. FYRRI MÆLINGAR Athuganir á Tungnárjökli frá fyrri tímum eru fáar, en þó næsta fróðlegar, ef betur er að gáð. Til glöggvunar skal fyrst minnzt stuttlega á staðhætti við jökulröndina milli Nýjafells og Tungnárfjalla eins og þar er nú umhorfs. Jök- ullinn við röndina aflíðandi og á hröðu undan- haldi. Framan við jökulröndina eru sléttar eyrar, og úti á eyrunum eru tvær raðir af jökul- öldurn. Fjarlægðin milli raðanna er breytileg, frá um 360 m upp í um 520 m. Jökulröndin er nú I til l]/2 km innan við innri röðina. Ekki sjást þess nein merki, að jökullinn hafi á seinni öldum gengið lengra fram en að fremri jökulöldunum. Elzta lýsing af Tungnárbotnum er eftir Þor- vald Thoroddsen. Hann kom þar 4. ágúst 1889 og segir m. a. um jökulröndina (Thoroddsen 1959): „Röndin er ákaflega óhrein, víða al- svört af grjóti og aur, en breiðar grjótrákir ganga langt upp á jökul. Þar, sem norðurkvísl- in kemur undan jöklinum, eru háir jökulhamr- ar, og áin kemur úr háu jökulporti. Þar eru gamlir smágígar, rauðleitir, og hafa kvíslarnar etið þá í sundur, svo sumir eru ekki eftir nema hálfir. .. . Fram með allri rönd skriðjökulsins eru lágar jökulöldur í smáhólum, og eru þær stuttan spöl frá jöklinum, svo auðséð er, að hann er að dragast til baka.“ Rauðleitu smá- gígarnir eru þeir, sem nú eru kallaðir Félagar, og er greinilegt af lýsingunni, að jökulröndin hefur verið „stuttan spöl“ innan við fremri jökulöldurnar, sem nú eru. Næsta lýsing af Tungnárbotnum er í dagbók Pálma Hannessonar 24. ágúst 1927 (Hannes- son 1958). Hann var þar á ferð með Niels Niels- sen, og gistu þeir í Botnaveri og gengu þaðan á jökulinn. Þeir fóru upp eyrarnar 600—800 m frá hlíðum Tungnárfjalla eftir lýsingu í dag- bókinni að dæma. Pálmi segir svo: „Nú stefnd- JÖKULL 18. ÁR 379

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.