Jökull


Jökull - 01.12.1968, Page 46

Jökull - 01.12.1968, Page 46
G. mynd. Horft af Nýjafelli til Kerlinga 20. júní 1959. Fig. 6. Vieic from Nýjafell towards Kerlingar June 20, 1959. 7. mynd. Horft af Nýjafelli til Kerlinga 12. júní 1967, sbr. 6. mynd. Fig. 7. The same view as in Fig. 6, June 12, 1967. urn við á jökulinn og óðum kvíslarnar. Há, gömul morena, grafin nokkuð, liggur um 700 m frá jöklinum. Kemur jrá flatur jökulbotn skolaður af ám. Miðjtt vegu milli þessarar mor- enu og jökulsins er önnur miklu yngri. Hún er lægri og ískjarnar í hólunum. Á bak við hana er slétta, grunnar morenutjarnir og sandbleyta mikil. Holur eftir jaka eru víðs veg- ar. Jökulröndin sjálf er flöt, og er engin greini- leg morena við liana. Jökullinn virðist vera á undanhaldi. Engin jökulport og lítið undir- vatn, en allmikið ofanvatn.“ Samkvæmt þessu hefur jökulröndin verið urn það bil 700 m aft- : 8. mynd. Skammt frá jökulrönd við Nýjafell 21. september 1963. Fig. 8. Short distance jrom the glacier front at Nýjafell, September 21, 1963. ar 1927 en 1889. Hopið hefur þó ekki verið samfellt, innri jökulöldurnar svna, að gangur hefur verið í jöklinum einhvern tíma á Jjessu tímabili. Fyrstu raunhæfu kortin af þessum slóðum eru uppdrættir Geodætisk Institut í mælikvarða 1:100000 (N<f>rlund 1944). Ivortin af Tungnár- jökli eru teiknuð eftir loftljósmyndum (ská- myndum), teknum sumarið 1938. Myndirnar af Tungnárbotnum eru teknar úr mikilli fjar- lægð, og er erfitt að greina jökulröndina og kennileiti við liana. Jökulröndin á kortinu mun nánast vera efri mörk þess hluta, sem er að mestu þakinn af aur. Hæðarlínur uppi á jöklinum eru ekki raunverulegar og aðeins ætl- aðar til að gefa lögun jökulsins til kynna í stórum dráttum. („Vatnajökull .... Kortene over Jþklen er lremstillet ved en fotogram- metrisk Kotering, Kurverne kan kun betragtes som Formlinier.“ (Nprlund 1944).) Það er því ljóst, að þessi kort hafa takmarkað gildi til jöklarannsókna. Sem betur fer voru gerðar meiri mælingar á vegum Geodætisk Institut. Tungnlröræfi og þar með öll rönd Tungnárjökuls var rnæld með mæliborðsmælingu sumurin 1938 og 1939. Kort í mælikvarða 1:200C00 var teiknað jafnharðan og mælt var. Þessar mælingar voru þó ekki not- aðar við gerð kortanna, sem út voru gefin, nema þar sem beinlínis vantaði í loftmyndirn- ar (N<f>rlund 1944). Ágúst Böðvarsson gerði mæliborðsmælingarnar á þessum slóðum, og var 380 JÖKULL 18. ÁR

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.