Jökull - 01.12.1968, Síða 47
svæðið sunnan Tungnár að Jökulgrindum mælt
sumarið 1938, en norðurhlutinn sumarið 1939
(Agúst Böðvarsson, munnlegar upplvsingar
1968). Enda þótt mæliborðskortið hafi ekki
verið notað, er þó greinilegt af samanburði við
loftmyndir og nýrri kort, að það er betra en
kortin, sem út voru gefin. Jökulröndin var
teiknuð eins nákvæmlega og kostur er í þess-
um mælikvarða og auk þess voru mældir inn
einstöku punktar á jöklinum í allt að 6 km
fjarlægð frá röndinni. A þessu korti sést, að
jökulröndin í Fremri Tungnárbotnum var á
svipuðum stað 1938 og 1962 til 1963, t. d. var
Nýjafell þá laust við jökulinn.
Síðan er ekki kunnugt um frásagnir af
Tungnárjökli fyrr en 1945, í dagbók Pálma
Hannessonar úr flugferð til Grímsvatna 22.
sept. 1945 (Hannesson 1958). Þar segir svo:
9. mynd. Ofan Nýjafells 20. júní 1964.
Fig. 9. Above Nyjafell, June 20, 1964.
10. mynd. 3,6 km frá Nýjafelli 21. sept. 1963.
Fig. 10. 3.6 km from Nýjafell, Sept. 21, 1963.
11. mynd. Uppspretta á Tungnárjökli 8. júní
1963.
Fig. 11. A fountain on Tungnárjökull, June 8,
1963.
„Botnafjöll, — Heljargjá, Gjáfjöll. — Inn yfir
jökulrönd í Tungnárbotnum. Þar hvarf þokan
(skjól Bárðarbungu). Jökulröndin tröllslega,
sprungin og grafin í gífurlega turna — séracs. —
Vel sást til Langasjávar, en dimmt 'suður á
Lakahraunum. — Breiðbakur með nýsnævi. —
Sprungur náðu upp allar brekkur. Jökull mis-
lendur ofan, sennilega óslétt undir. Nýjar
sprungur ofan til, mjög þéttar og stórar. — Nýr
snjór var á jökli, allmikill uppi. — Flugum
austur um Pálsfjall.“ Jökullinn er þarna að
hlaupa fram eða er nýhlaupinn, og hefur Sig-
urður Þórarinsson (1964) gert grein fyrir þessu
framhlaupi og ýmsum athugunum í sambandi
við það. Skaftárjökull liljóp urn leið, en á
grundvelli athugana frá 1953 telur Sigurður
álitamál, að jökullinn austan við Jökulheima
JÖKULL 18. ÁR 381