Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 61

Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 61
1. mynd. í Tungnaá á Hófsvaði. — Crossing of the river Tungnaá. Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson, 3. júní 1968. með vísla sína, Nagg og Depil, úr Kverkfjalla- för. Þeir Guðmundur og Omar óðu fyrstir yfir ána og sóttist liægt yfir. Stóð ekki mikið upp úr af „hreppstjóranum“ í álnum dýpsta við norðausturbakkann, en yfir komst hann, og varð sumum hugsað til þess, ekki alveg án angur- værðar, að þetta væri að líkindum í síðasta skiptið, sem þeir sæju Guðmund Jónasson vaða yfir hana Tungnaá, en vitað var, að áin yrði komin á brú fyrir næsta vetur. Guðmundur ók svo öðrum vörubíl þeirra félaga alla leið yfir Tungnaá, en hinn varð að skilja eftir bil- aðan í hólmanum milli aðalkvíslanna. Þar eð bíll vegamálastjórnarinnar varð nú að halda heimleiðis, fengum við lánaðan þann vörubíl, er yfir ána komst, undir Gusa. Var sá ekki í sérlega góðu standi og var það lagni Gunnars Guðmundssonar að þakka, að hann ekki festist í sandbleytu í miðálnum með kerruna í eftir- dragi (1. mynd). Rauður gekk fyrir eigin vél, en var bundinn aftan í kerruna, og R 342 komst yfir án hjálpar. Var allt komið yfir Tungnaá kl. 20.10, og síðan var lullað áfram inn í Jökulheima. Snjólaust var að heita mátti inn úr, og var hægt að fylgja stikuðu leiðinni að mestu. I Jökulheima var komið um mið- nættið. Var Guðmundur þá orðinn ærið þreytt- ur, en Halldór Gíslason og Hörður Hafliðason voru sprækari en ætla hefði rnátt eftir þeirra löngu stöðu i Tungnaá, þar sem þeir stóðu sem vegvísar, meðan ekið var yfir. 5. júní. — Veður var gott þennan dag, sem fór í að koma snjóbílum og farangri yfir Tungnaá og inn á jökuljaðar nokkuð norðan við Nýjafell. 6. júní — Kl. 00.45 var lagt upp frá jökul- rönd og ók Carl þá Jökli 2, en Gunnar Gusa, báðir með sleða í eftirdragi, og var eldhúsið gamla á þeim sleða, er Jökull dró. Veður var gott um nóttina, en færið Jmngt framan af, og sóttist ferðin seint, enda bílar ofhlaðnir að vanda. Jökull 2 hitaði sig og varð sífellt að kæla gírkassann með snjó, en liann varð þó að draga Gusa upp úr krapinu, þar sem Jrað var dýpst. Kl. 07 var snjór orðinn þurr og korninn dálítill skafrenningur, og fór þá að ganga bet- ur, en kl. 08, er komið var nokkuð inn fyrir línuna Kerlingar—Pálsfjall (í mælistað I á kort- JÖKULL 18. ÁR 395
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.