Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 70

Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 70
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Haustið 1968 voru lengdarbreytingar jökul- jaðra mældar á 42 stöðum. Jökuljaðar hafði gengið fram á 8 stöðum, haldizt óbreyttur á 7 stöðum, en hopað á 27 stöðum. Niðurstaðan er því ámóta og undan- farin ár, í heild halda jöklar enn áfram að hopa. Veita ber því athygli, að þeir jöklar, sem gengið hafa fram, eru stuttir og brattir, þ. e. a. s. jöklar í suðurhlíðum Vatnajökuls. Snœfellsjökull. Haraldur Jónsson tekur fram í bréfi, að enn liggi snjóskafl frá vetrinum 1966/67 yfir enda skriðjökulsins við Jökulháls, en hafi minnkað þetta ár um 13 m, sé það skráð hop jökulsins. Kaldalón. Aðalsteinn á Skjaldfönn segir í bréfi, að þegar hann mældi 22. okt. 1968 hafi mikill snjór frá síðasta vetri verið bæði á skrið- jöklinum og uppi á meginjöklinum. „Skriðjök- ullinn er sléttur og sprungulaus, eins og hann hefur verið hin síðustu ár, engin breyting sjá- anleg.“ Og enn segir Aðalsteinn í bréfinu: „Eg álít, að leysingin (hop um 66 m) hafi að mestu verið sumarið 1967, enda var, þegar ég mældi þar 20. nóv. 1966, mjög þunnur tangi nálægt 40 metra langur, hann mun hafa bráðnað 1967. Klettaklakkurinn eða hjallabrotið uppi í jökul- brúninni liefur heldur lengzt á þessum tveim- ur árum.“ Veturinn 1968 tók af brúna á Mórillu. Aðal- steinn kannaði rækilega öll verksummerki og tók af öll tvímæli um orsökina, þ. e. þarna var snjóflóð að verki. I greinargerð segir Aðal- steinn m. a.: „Jörð var öll í svelli upp á efstu brúnir, en hjarnskaflar í dýpstu lautum og giljum, þegar skips- og manntapaveðrið mikla brast á með feikna snjóburði. Að öllum líkind- um hefur snjóflóðið fallið 4. eða 5. febr. 1968. Geysimikill snjóbingur, hengja, hefur safnazt fyrir uppi í hæstu brúninni, en hlíðin er þarna snarbrött. Þegar þyngd hengjunnar er orðin svo mikil, að hún helzt ekki lengur á bröttu hjarninu, rennur hún af stað eins og sleði nið- ur snarbratta hliðina, án þess að velta, eins og oftast er þó með snjóflóð, en svona lagað kem- ur nokkrum sinnum fyrir og þá nær alltaf á gaddi eða þar sem svell eru undir, og kalla ég þetta gaddhlaup. Á sléttunni skammt neðan við hlíðarfótinn var brúin á Mórillu. Járnbitabrú á tveimur 404 JÖKULL 18. ÁR stöplum auk landstöpla, 58 m löng, byggð 1964. Ain var á traustum, sléttum ís, um 70 cm þykk- um, og víða var ísinn frosinn við botn. Brúin stóð nokkuð á snið við snjóskriðuna. Gera má fastlega ráð fyrir, að neðsta og þyngsta rönd hengjunnar hafi gengið undir brúarbitana, sveigt þá dálítið og spennt upp um leið og aðalfyllan kom, og svo kröftuglega, að bitarnir, sem voru 30—40 cm þykkir, ventust við og allar festingar á millibilum rifnuðu sem pappír væri. Bitarnir lentu á hvolfi 25 m til hliðar frá stöpl- unum. Nyrðri jaðar snjóskriðunnar hefur farið um mitt bil á milli nyrðri landstöpuls og næsta stöpuls. En að sunnan hefur skriðan tekið 21— 22 m yfir vegarendann frá brúnni, þ. e. a. s. breidd snjóflóðsins var 60 m. I grassverðinum á 60 m breiðu belti, sem var eins og strik á báða vegu, voru malarsteinar. Snjóflóðið fór 120 m niður á eyrarnar frá brúnni. Stöplarnir stóðu óhaggaðir. Brúargólfið hefur svifið í heilu lagi 45 m út yfir stöplana og sezt á ísinn utan við jaðar snjóskriðunnar. Á brúm af þess- ari gerð er brúargólfið tiltölulega laust, og þeg- ar bitarnir slitnuðu upp úr steinsteypunni, hefur spennan, eða réttara sagt höggið, sem því fylgdi, verið i senn nægilegt tii að rífa gólfið frá bitunum og keyra það upp úr snjóbingn- um, og brúargólfið orðið létt fyrir í hinum ofsa- lega vindstreng." Reykjarfjarðarjökull. í bréfi segir Guðfinn- ur Jakobsson, að jökuljaðar sé nokkuð sprung- inn og æði brattur. Leirufjarðarjökull. Sólberg Jónsson getur þess í bréfi, að honum hafi talizt svo til, er hann mældi 7. sept., að 6/io hlutar jökulsins hafi verið huldir snjó frá síðasta vetri, þótt snjór sl. vor hafi verið minni en t. d. tvö und- anfarin vor. Vesturhluti jökulsins var auður. Snjór var við öll jökulmerkin. Bcegisárjökull. Helgi Björnsson og Jóhann Sigurjónsson, sem fengið hafa vatnsbúskap jök- ulsins að prófverkefni við Oslóarháskóla, unnu á jöklinum 1967 og héldu því áfram sumarið 1968. Hofsjökull og Langjökull. Snjór, sem lagðist að í október, hindraði mælingu. Gígjökull. Axel Piihl hefur kortlagt lónið við rætur jökulsins. Fast land er komið í ljós milli lóns og jökuls. Tungnaárjökull. Mælistaður við Tungnaár-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.