Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 74

Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 74
Þótt liann ynni margháttað og mikilsvert starf í ýmsum öðrum félögum og þá einkum í Ferða- félagi Islancls, þar sem hann var einn aðal- starfskrafturinn um áratuga skeið, hygg ég, að Jöklarannsóknafélagið liafi verið hans óskabarn og átt hug hans flestu eða öllu fremur hin síðari árin. Hann kunni einkar vel að umgang- ast það ágætisfólk, karla. og konur, flest mörg- um áratugum yngra en hann, sem er kjarni þess félags, og þetta fólk cláði Jón, sem innan við Tungnaá gekk aldrei undir öðru nafni en húsbóndinn. Með hjálp þessa fólks kom hann upp hinni myndarlegu jöklarannsóknastöð í Jökulheimum við vesturjaðar Vatnajökuls og skálum í Esjufjöllum, í Grímsfjalli og á Breiða- merkursandi. Ollum þessum skálum var komið upp í sjálfboðavinnu og sjálfboðavinna var einnig vinna flestra í þeim mörgum Vatnajök- ulsleiðangrum, sem Jón skipulagði að meira eða minna leyti. Allir „jöklamenn“ vildu allt fyrir húsbóndann gera. Eg held sannast að segja, að þessi hópur áhugafólks hafi komizt einna næst því að meta Jón að verðleikum. Hann var maður, sem batt ekki ætíð bagga sína sömu hnútum og samferðamenn, hafði sín- ar mjög svo ákveðnu meiningar um margt og þótti ekki alltaf auðveldur viðskiptis framan af árum. En með árunum óx hann að umburðar- lyndi og víðsýni og margs konar barningur á erilsömum æviferli virtist hafa núið af þá agnúa, sem kunna að hafa verið á skapferli hans. Eg hef aldrei starfað í jafn samrýmdum og samstilltum félagsskap og Jöklarannsókna- félagi Islands, og það var fyrst og fremst Jón, sem skapaði þann anda, sem þar réði og ræður vonandi áfram . .. . . . Birtan yfir jökulbreiðum, þegar heiðir eftir hríðardag, er engri annarri birtu lík og gleymir henni enginn, sem upplifað hefur. Eitthvað í ætt við hana er sú birta, sem er yfir minningu Jóns Eyþórssonar i hugum þeirra, er leið áttu með honurn um jökla og öræfi íslancls.“ — Sigurður Þórarinsson. „Það var mikið lán fyrir Ferðafélagið, að Jón skyldi kjörinn þar í stjórn þegar á fyrstu árum félagsins, því að þar hafa fæst mál þótt ráðin, nema hann væri til kvaddur, þau 35 ár, sem hann átti sæti í stjórninni. Ritstjórn Ar- bókarinnar í nær aldarfjórðung mun þó lengst 408 JÖKULL 18. ÁR halda nafni hans á lofti í sögu félagsins. Er það rit, undir handleiðslu hans, orðið mjög myndarleg Isíandslýsing og raunar sú eina, sem til er af voru landi í seinni tíð. Jón og Steinþór Sigurðsson sömdu Arbókina 1942 urn Kerlingarfjöll. í þeirri bók gáfu þeir mörgum nafnlausum kennileitum nöfn. Tókst það svo vel, að fæsta grunar nú, að nöfnin séu ný af nálinni. I öðrum árbókum úr óbyggðum átti hann sinn þátt í slíkri nafngift. Mikil- virkastur var hann þó við nýyrðasmíði í sér- greinum sínum, veðurfræði og jöklarannsókn- um. Þá samdi hann Arbækurnar 1958 og 1964 um Húnavatnssýslur, og var honum það hug- stætt verkefni, enda Húnvetningur að ætt.“ — Sigurður Jóhannsson. „í vorharðindum 1968 lauk ævi einhvers at- hafnasamasta íslenzks aldamótamanns, Jóns Ey- þórssonar veðurfræðings. Flann var fjórði mað- ur í röð þeirra frægu vísindamanna, sem hafa með mestum árangri unnið að rannsókn ís- lenzkrar náttúru á liðinni öld. Fremstur i þeirri röð var Þorvaldur Thoroddsen. Hann fékk ráðrúni og aðstöðu til að kanna landið allt. Næstur honum kom Stefán Stefánsson á Möðruvöllum. Hann kynnti sér grös og gróð- ur og blómalíf landsins alls. Þriðji maður í röð- inni var Bjarni Sæmundsson. Hann gerði að sínu veldi höfin kringum landið og dýrin, sem þar búa, eftir því sem við mátti koma. En fjórði maður í þessari fylkingu var Jón Ey- þórsson. Hann glímdi öll sín starfsár við veður- far landsins og válega storma, en á miðjum aldri bætti hann við veldi sitt nýju ríki, víð- áttumiklu og stórskornu, en það voru jöklar lanclsins. .. . . . Jón Eyþórsson fluttist alfarinn til íslands vorið 1926. Þá biðu hans mörg og fjölbreytt verkefni, næstum ætíð landnám og sjálfboða- vinna. Þar var ekki um að ræða tilkomumikið starfsheiti, rífleg laun eða þakklæti fyrr en fór að dragast að leiðarlokum. Jón Eyþórsson kom fáliðaður að þessu nýja starfi. Hann var ár- um saman vísindalegur einyrki, því um hjálp- armenn eða samstarfsmenn var lítt að ræða. Strætisvagnar voru þá ekki til í Reykjavík. Þegar Jón kom frá varðgæzlu í miðbænum urn miðja nótt, varð hann að ganga heim til sín í fámennisholt utan bæjar. En Jón var frábær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.