Jökull


Jökull - 01.12.1974, Síða 67

Jökull - 01.12.1974, Síða 67
Skriðuannáll 1958-1970 ÓLAFUR JÓNSSON, AKUREYRI GREINARGERÐ Annáll sá um skriðuföll á tímabilinu 1958— 1970, sem hér er settur upp, er eiginlega fram- hald af snjóflóðaannálnum í 21. árg. Jökuls, eða öllu heldur hliðstæða hans, og er, eins og snjóflóðaannállinn, tilraun til að halda þræð- inum óslitnum frá því rit mitt, Skriðuföll og snjóflóð, kom út, en þar er hann af eðlilegum ástæðum aðeins rakinn til ársins 1957. Segja má, að skriðuföllin falli miður inn í þann ramma, sem Jökull hefur markað sér, en snjóflóðin, en þó er hér um nátengd fyrirbæri að ræða, sem stjórnast að verulegu leyti af sömu gerendum, þótt við mismunandi aðstæður sé, gerast á svipuðum slóðum og valda verulegu cg áþekku tjóni, en með nokkuð mismunandi hætti. Það, sem skilur á milli, orsakast meira af árstíðabundnum ástandsmun efnisins en að um verulegan eðlismun sé að ræða. Þessi skriðufallaannáll er að sjálfsögðu unn- inn á sama hátt og við sömu aðstæður og snjó- flóðaannállinn og því háður sömu takmörkun- um. Vafalaust skortir nokkuð á, að hann sé tæmandi, og veldur því bæði, að atburðir þessir komast ekki ætíð á blað og að mér kann að hafa sézt yfir heimildir. Þó ætla ég, að allt hið markverðasta sé til tínt. Mikið skortir á, að skriðuföllunum séu gerð þau sk.il, sem æskilegt væri, en þess er enginn kostur, ef aðeins er við meira og minna tæt- ingslegan fréttaflutning blaða og annarra fjöl- miðla að styðjast. Allt annað væri, ef athugun á staðnum gæti farið fram fljótlega eftir að skriðu- föllin verða. Kæmi þá til greina að lýsa aðstæð- um og aðdraganda, efnisgerð hlaupanna, efnis- magni, útbreiðslu og mörgu fleiru, er orðið gæti til fróðleiks og þekkingarauka á þeim. Tíðni skriðufalla er hér mjög mikil. Tíðust munu þau vera vor og haust, en geta annars orðið á öllum tímum árs. Venjulega gerast þau í sambandi við stór úrfelli, öra leysingu eða hvoru tveggja. Skriðuföll eru því oftast mjög blönduð vatni og þar sem þau auk þess fylgja oft giljurn og vatnsfarvegum, getur stundum orkað tvímælis, hvort má sín rneira skriðan eða vatnið. Elitt er svo staðreynd, að máttur vatns- ins til rofa og áruðnings vex stórum með fram- burðinum. Tjón af völdum skriðufalla er hér verulegt. Fyrst má nefna landspjöllin, sem oft verða mikil. Svo eru skemmdir á vegum mjög tíðar og truflanir á samgöngum af þeim sökum. Lín- ur, lagnir og girðingar verða líka oft hart úti og tjón á byggingum verða ósjaldan. Manntjón og tjón á lifandi peningi er hins vegar tiltölu- lega sjaldgæft af völdum Jreirra. Þessu veldur Jrað, að skriðurnar falla sjaldan hratt, saman- borið við snjóflóðin. Vissar tegundir skriðufalla geta þó farið geysihratt. Engum getur dulizt, að skriðufallahættan er atriði, sem taka verður verulegt tillit til við mannvirkjagerð hér á landi. Það er Jrví fylli- lega tímabært að fylgjast nákvæmlega með þess- um fyrirbærum, háttalagi þeirra og tíðni á ein- stökum svæðum og verjast áföllum af Jreirra völdum, eftir því sem unnt reynist. Annálar 1400—1800 V, bls. 154 1773 (Espihólsannáll); „Síðan gerði stórrigningar um haustið, hvar af margir höfðu skaða á húsum og heyjum. Sum- staðar féllu skriður á land og fordjörfuðu jarðir bæði í Húnavatns- og Vaðlasýslum." Annálar 1400-1800 V, bls. 412 Vatnsfjarðarannáll yngsti 1784: 1 sömu sýslu (ísafjarðarsýslu) gjörði svo rnikið hríðarúrfelli nóttina milli 1. og 2. júnii, að víða hlupu skriður úr fjöllum til stórra skemmda. Á Kálfeyri, verstöð í Önundarfirði, hljóp þá ein skriða úr bökkum ofan yfir eina verbúð. Þar fórust 2 menn giftir og 1 ógiftur. Sá fjórði komst lífs út um þakið. JÖKULL 24. ÁR 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.