Jökull


Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 70

Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 70
17. gerði stórfellda rigningu og asahláku. Þann dag skömmu eftir hádegi féll vatns- og aur- skriða úr svokölluðu Búðargili upp af þorpinu og skömmu síðar varð annað hlaup, en hvorugt þeirra var mikið. Skömmu fyrir kl. 4 síðdegis hljóp svo geysimikil aurskriða fram úr gilinu og fylgdi henni gífurlegt vatnsflóð. Var breidd auröldunnar, er hún brauzt fram úr gilkjaft- inum, 80—100 m og hæðin um 80 m á að gizka. A skriðuvængnum niður undan gilinu var spennibreytistöð fyrir rafleiðsluna til Bíldudals og stefndi hlaupið beint á hana og virtist nrundi sópa henni burtu, en áður en til þess kæmi, klofnaði hlaupið um urðarhrygg fram undan gilinu og hlóðst þar upp nokkuð af ruðn- ingnum, en meginhluti hlaupsins fór fram hjá spennistöðinni í vart meira en 10 m fjarlægð, en minni aurlækir miklu nær. Hlaupið sópaði burtu um 50—60 m kaíla af veginum að spenni- stöðinni, streymdi síðan niður í þorpið og fór þar yfir margar húsalóðir og færði á þær aur, er sums staðar var í ökla, en annars staðar hné- djúpur. Mest var þetta á svæðinu frá Kurfu- bletti til Valhallar, utarlega í þorpinu. Þá flæddi inn í nokkur hús, svo sem læknisbústað- inn, kennarabústaðinn, íbúðarhús Þórshamars o. fl. Við læknisbústaðinn tók flóðið upp á miðja hurð á neðri hæð. í frystihúsinu rann aurleðjan um öll gólf. Hlaupið brunaði áfram allt til sjávar og leir- litaði allan voginn, sem þorpið stendur við. Annað áþekkt hlaup kom úr svonefndu Gils- bakkagili, er flæddi yfir nærliggjandi tún og inn í íbúðarhúsið á Sælandi. Þá fór flóðið yfir veginn og stórskemmdi hann. Götur í þorpinu stórskemmdust í þessum hlaupum. Augljóst er, að skriður hafa fallið úr hlíðum giljanna og stíflað vatnsrennslið, þar til vatns- þunginn ryður öllu fram. (.Skriða á Seyðisfirði. Heimild: Tíminn 25. sept.) Þetta er einangruð klausa, sem stendur við mynd af einlyftu húsi með kvisti, livítmáluðu og umkringdu grjóturð. Klausan hljóðar þann- ig: „Það þykir ekki (meiri) tíðindum sæta, þótt skriða falli á Seyðisfirði, að ekki var getið uxn það í fréttum, þegar skriða féll á húsið, sem myndin er af, nú í sumar. Fólkið flutti úr húsinu og flytur ekki í það aftur. Það stendur því autt og yfirgefið í hinu þrönga nábýli við skriðuna, sem eyddi garðinum undir stafni þess, en vann ekki ýkja miklar skemmdir á því sjálfu. (Ljós- myndina tók G. Ágristsson.)“ Ekki hef ég getað grafið upp, hvenær á sumr- inu þetta skriðuhlaup varð eða getað staðsett það nánar, en af fregninni má ráða, að nokkuð sé um liðið síðan atburðurinn gerðist. (Skriðuföll í Óshlíð. Veðráttan sept. 1959.) Veðráttan segir, að 9. sept. hafi Óshlíðar- vegur lokazt vegna skriðufalla. Ekki hef ég fund- ið þessa getið annars staðar. (Skriðuföll á Austurlandi og víðar 25. sept. Heimild: Tíminn 27. sept. 1959.) Mikið regn gekk yfir Austur- og Suðurland föstudaginn 25. sept. og fram á laugardagsnótt þ. 26. og fylgdi allmikið livassviðri. Urðu skemmdir af vatnavöxtum og skriðuföllum víða um austanvert landið. Skriður hlupu á eftir- töldum stöðum. I Oddsskarði á Norðfjarðavegi, Njarðvíkurskriðum á Borgarfjarðarvegi, á Fá- skrúðsfjarðarvegi og á Fagradal. Öll munu skriðuföll þessi hafa verið tiltölulega smá, en auk þeirra urðu mikil tjón af vatnavöxtum. í þessu sama úrfelli og á sama tíma hljóp skriða úr Hemruhamri, milli Flögu og Skaftár- tungu. Var skriða þessi stórgrýtt og erfið við- fangs, en var þó fljótlega rudd. Úrkoman á föstudaginn og laugardagsnóttina varð 59 mm á Fagurhólsmýri, en 52 mm á Dala- tanga. (Skriðuföll i Neskaupstað o. v. 21. okt. Heim- ild: Morgunbl. 22. okt. 1959.) Á Norðfirði gerði um kl. 6 árdegis þ. 21. sept. aftaka rigningu, sem fór vaxandi með auknu hvassviðri, er leið á morguninn, og stóð svo fram um hádegi. Hlupu þá fram allir lækir í hlíðinni ofan við bæinn, fylltu öll vatnsból bæj- arins af aur og leðju. Fjörðurinn, sem áður hafði verið blár og tær, varð nú kolbrúnn á skömmum tíma og náði korgurinn langt fram á fjörð. Nokkrir lækir hlupu á götur bæjarins og eitt ræsi fylltist af framburði og eyðilagðist, en með harðfylgi tókst að halda götunum fær- um fyrir umferð. Lá nærri, að stórtjón yrði á byggingum og öðrum mannvirkjum í bænum. í sama sinni var einnig úrhellisrigning á Reyðarfirði, er olli miklum vatnavöxtum. FIlupu þá skriður á Fagradalsveginn og jarð- síminn milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða slitn- aði. 66 JÖKULL 24. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.