Jökull


Jökull - 01.12.1974, Síða 71

Jökull - 01.12.1974, Síða 71
(Jarðfall (skriða) við Faxafall á Svalbarðsströnd. Heimild: Dagur miðvikud. 2. des.) Um s.l. helgi (um 30. nóv.) hljóp skriða eða jarðfall á veginn utan við Faxafall, skammt frá Garðsvík á Svalbarðsströnd, svo að ófært varð bifreiðum. Vegurinn var þó fljótt ruddur með dráttarvél. (Veðráttan segir þetta 5.-6. des., sem ekki fær staðizt.) 1960 (Skriðufall á Seyðisfirði 30. júlí. Heimild: Morg- unbl. 31. júlí, Tíminn........) A Se^'ðisfirði var úrhellisrigning aðfaranótt þess 30. júlí. Snemma morguns þ. 30. hljóp aurskriða, rétt fyrir innan söltunarstöð Strand arinnar s.l. og ofan á hana hljóp svo um 50 m breið stórgrýtisskriða, er gerði um mannhæðar- háan ruðning. A plani hjá Ströndinni voru um 1500 tunnur af saltsíkl, en þær sakaði ekki. Skriðan fór líka niður skammt frá íbúðarhúsi. Vegurinn, sem skriðan fór yfir, var ruddur samdægurs. Utar á ströndinni lilupu líka nokkr- ar skriður, en ollu ekki tjóni. (Skriðufall í Hvalfirði 7. sept. Heimild: Tím- inn 9. sept.) Miðvikudaginn 7. sept. síðdegis urðu skriðu- föll í Hvalfirði úr þremur lækjarfarvegum rétt innan við Þyril og barst fram mikið af grjóti á veginn. Voru skriðurnar 3—4 m á þykkt og 15 m breiðar. Nokkur umferð var á veginum, er þetta skeði, og stöðvaðist hún alveg, þar til kl. 9 um kvöldið, að lokið var að ryðja skrið- urnar. Miklar úrkomur höfðu verið að undanförnu. 1961 (.Berghlaup úr Fossnúp á Síðu 26. febr. Heim- ild: Morgunbl., Tíminn o. fl.) Aðfaranótt 26. febr., líklega um kl. 5 að rnorgni, varð mikið hrun úr Fossnúp á Síðu rétt austan við Dverghamra. Um þetta leyti vaknaði fólk á Fossi við óeðlilega skruðninga í símunum, en þá mun hlaupið hafa rofið síma- línuna austur með núpnum. Um kl. 3 um nóttina ók bílstjóri einn þarna um, og var þá allt með kyrrum kjörum, og margt fé í hnapp þarna framundan núpnum, en það mun hafa hrokkið burtu og flutt sig til við umferðina. Ruðningurinn, sem var eintómt stórgrýti, mun hafa náð um 200 m frá brekkurótum fram á sléttlendið, þakti um þrjá liektara og var um 75—80 þús. m3 að rúmmáli. Símalínan rofnaði, og vegurinn varð ófær á um 170 m löngum kafla. (Skriðuföll og vatnsflóð á Olafsfirði 16. sept. Heimild: Tíminn 19. sept.) Föstudagskvöldið 15. sept. gerði óhemju rign- ingu á Olafsfirði, og stóð hún látlaust til sunnu- dagsmorguns þ. 17. sept. Óhemju vöxtur hljóp í ár og læki, sem báru fram aur og grjót og ollu verulegum skemmd- um á fjórum jörðum. Svokallaður Merkislækur í Burstarbrekku og Hlíðarlandi fyllti lækjargil við þjóðveginn af aur og grjóti, og var það þó alldjúpt. Þar færði skriðan nokkurn hluta veg- arins í kaf og bar aur og leðju á ræktað land þar nærlendis. Burstarbrekkuáin brauzt og úr farvegi sínum á tveim stöðum niðri á eyrum og eyðilagði um 2.5 lia af nýrækt bæði í Burst- arbrekku- og Hlíðarlandi. Smáskriður féllu úr Hólkotshyrnu og stór- skemmdu engjar í Hólkotslandi. Mikil skriða féll í svokallaðan Gránulæk í Vatnsendalandi, gjöreyðilagði. um einn hektara af túni, fyllti tveggja metra breiðan skurð neð- an við túnið með aur og grjóti og tók af tvær brýr. Var önnur þeirra 5 m löng steinbrú, sem færðist á annað hundrað metra úr stað. Þá báru lækir úr Ósbrekkufjalli aur á nokk- urn hluta sjúkraflugvallarins. Einhverjar skemmdir urðu einnig á veginum á Lágheiði. (Skriðuföll á Mjóafirði um rniðjan september. Heimild: Tíminn 30. sept.) Um miðjan september rigndi mikið í Mjóa- firði eystra í fjóra daga með litlum hléum. Mest var úrfellið fjórða daginn, og hlupu þá skriður úr flestum giljum milli Hofs og Hest- eyrar. Einnig urðu nokkur spjöll á vegum beggja vegna við þetta svæði, allt frá Steinnesi og inn fyrir Fjörð, og einnig sunnan fjarðar- ins, þótt umrót yrði þar minna. (Skriðuföll á Barðaströnd, Rauðasandi og við Patreksfjörð 13.-14. nóv. Heimild: Morgunbl. 14. og 15. nóv.) JÖKULL 24. ÁR 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.