Jökull


Jökull - 01.12.1974, Page 73

Jökull - 01.12.1974, Page 73
staðinn. Tók sig þá upp skriða uppi undir fjallsbrún, í nær 500 m hæð (475 m y. s.). Var farvegur lrennar mjór í fyrstu, um 12 m breið- ur, en þandist út, er niður dró í fjallið og varð skriðan þar mest yfir 300 m breið. Sópaði hún þar öllu með sér, grjóti, jarðvegi og gróðri nið- ur á berar klappir, en neðan til í fjallinu sett- ist mikið af ruðningnum að og færði allan gróður í kaf. Þá fór hún nreira og minna yfir þjóðveginn og var breidd herinar þar 320 nr. Ein álma skriðunnar ógnaði húsi dr. Haralds Matthíassonar, en staðnæmdist þó í unr 25 m fjarlægð. Þar skammt frá var tjaldi með búnaði bjargað undan skriðunni á síðustu stundu, en lrún fór yfir tjaldstæði staðarins og eyðilagði það að mestu. Teygði skriðan sig í áttina að barnaskólabyggingu, er var í smíðum neðst á Tjaldgrundinni, en skemmdi hana ekkert. Mestu skemmdirnar urðu á skógargróðrinum í fjalishlíðinni, sem ýmist sópaðist burtu eða færðist í kaf, svo og á skógargirðingunni, sem auðvitað eyðilagðist á jafnlöngum kafla og skriðan tók yfir. Niður fjallið fylgdi meginruðningurinn gilj- um og rákunr. Stærsta gilið í fjallinu fylltist al- veg í bili, en spýtti svo urðinni úr sér niðri í fjallsrótunum. Uppi í fjallinu standa hér og þar gróðrargeirar á milli urðarkvíslanna, eins og til að undirstrika eyðilegginguna. Sjónarvottar telja, að skriðufallið hafi varað í minna en tvær mínútur. A þeinr tíma féll það úr 475 m hæð yfir sjó niður í 70 m hæð. Eftir að skriðan nam staðar, fossuðu úr henni leirlækir franr í vatnið og orsökuðu þar fyllur og mórillur. Ekki mun neinn jarðvegsklaki hafa verið í fjallinu, er þetta gerðist. Varla mun of talið, að vegalengdin, sem skriðan fór, sé 1.2—1.5 km og gæti þá hraði hennar hafa verið að meðal- tali 12—15 m á sek. eða 40—50 km á klst. Sliriðufall í Ólafsfirði. Heimild: Tínrinn 17. júní.) Um miðjan júní var norðaustan stórrigning nreð krapahríð til fjalla í Ólafsfirði. Föstudags- kvöldið 15. júní gerði fyrst haglhríð og síðan úrhellisrigningu og stóð demban fram á nótt. A laugardagsmorguninn þ. 16. runnu stór- elfur eftir götum bæjarins, svo varla var stíg- vélatækt og flæddi víða inn í kjallara. Unr kl. 11 árdegis hlupu tvær skriður úr fjallinu ofan við bæinn. Þær tóku sig upp í miðju fjalli, urðu 40—50 m breiðar, stórskemmdu Horn- brekkuveginn og hlupu svo á tvö hús þarna í brekkunni, báru aur og leðju á lóðir þeirra og runnu inn í kjallara annars hússins. Við þetta æstist vatnselgurinn niðri í bænum mikið. (Skriðuföll á Ólafsfirði og i Hörgárdal. Heim- ild: Veðráttan ’62 og Dagur 20. júní.) Fádæma vatnsveður gekk yfir Norðurland dagana 13.—15. júní. Þann 14. að kvöldi hlupu skriður fremst í Sörlatungulandi í Hörgárdal. Þetta varð yzt í Barkárdal vestan ár. Skriðurnar voru tvær og áttu upptök sín framan í lijalla, sem liggur milli Hafrár að norðan og Féeggs- staðaár að sunnan. Sprakk jarðvegurinn fram efst í tveimur giljum við brún lijallans. Tók stærri skriðan hagaspildu, hluta af túni og girð- ingu um það. Hin skriðan tók góða engjaspildu. Auk þessa eyðilagðist vörzlugirðing á tveim köflum. Hætt við að fé hafi farizt þarna. (Skriðufall í Hvalfirði. Heimild: Morgunbl. 9. okt.) Sunnudagsmorguninn 7. okt. féll skriða úr Múlafjalli við Botnsvog í Hvalfirði, rétt við vegarrist mæðiveikivarnanna. Var skriðan um 20 m breið og um 1 m á þykkt, allt aur og grjót. Stórrigning var í Hvalfirði á sunnudags- nóttina. (Skriðuföll á Vestfjörðum. Heinrikl: Morgunbl. 21. og 23. okt.) Laugardaginn 20. okt. liófst stórfelld rigning á Vestfjörðum og stóð fram eftir degi. Hlupu þá 17 aurskriður á veginn í Valþjófsdal við Ön- undarfjörð. I Dýrafirði tepptist vegurinn enn- fremur norðan fjarðarins af skriðuföllum, og skriður hlupu bæði í Brekkudal og Keldnadal sunnan fjarðar. Þá liljóp skriða á veginn lijá Arnórsstöðum á Barðaströnd og enn víðar urðu skemmdir á vegum af vatnavöxtum og ef til vill skriðuhlaupum. í Kvígindisdal við Patreksfjörð rigndi 96 mnr frá kl. 6 á föstudag til jafnlengdar á laugardag og 58 nrnr á Galtarvita. (Skriðuföll i Hvalfirði. Heimild: Tíminn 23. des.) Upp úr 20. des. gekk rok og regn yíir landið, mest þó suðvestanlands. Laugardaginn 22. des. JÖKULL 24. ÁR 69

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.