Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Jökull


Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 76

Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 76
Fjárhús forn úr torfi með járnþaki fyrir 200 fjár, ásamt hlöðu með 500 hestum af heyri, stóðu skammt frá íbúðarhúsinu. Yfir þessi hús steyptist skriðan og ónýttust þau með öllu, en líklega hefur verið hægt að bjarga einhverjú af heyinu. Síðan rann skriðan beggja vegna við fjósið og yfir stórt svæði af túninu. Loks rann hún yfir 200 m langan kafla af veginum. Heima við bæinn stóð traktor, sem skriðan tók og braut í smátt. Skriða þessi kom úr 600—700 m hæð í háls- inum ofan við bæinn og bar fram bæði aur og grjót. Bóndinn í Arnþórsholti var Guðmundur Magnússon. Þessa sömu nótt hljóp skriða á veginn yfir Bröttubrekku, þar sem heita Banavellir. Ohemju vegaskemmdir vegna vatnavaxta urðu samtímis þessum skriðuföllum, allt frá Suðaust- urlandi til Vesturlands, enda úrfelli óvenjulegt. ('Skriðuföll vestanlands, einkurn á Isafirði og i nágrenni. Heimild: Morgunbl. 5. nóv., Tíminn 5. nóv.) Dagana 3.-5. nóv. gekk stórviðri með úr- hellisrigningu yfir vestanvert landið. Um kl. 8 á fimmtudagsmorguninn 4. nóv. hófust skriðu- föll á ísafirði við svokallaðan Stakkaneshrygg og fé.Ílú þar að minnsta kosti 5—6 skriður, en við það varð byggingum við Miðtún, Sætún og Seljaland hætta búin. Var mikið aurrennsli þarna fram undir hádegi, en ýta var þar að verki og ruddi veginn jafnóðum. Urn hádegi kom þarna skriða, er stefndi á íbúðarhús Guð- bjarts Guðbjartssonar, Miðtúni 29. Verkstjóri bæjarins, Oddur Pétursson, var þarna staddur. Greip hann til jarðýtu, er þar stóð, og tókst með henni að bægja skriðunni frá húsinu og verja það stóráföllum. Um kl. 16 kom enn ein skriða á þessum slóðum og lenti á steinsteypt- um bílskúr fyrir tvo vörubíla við Seljalandsveg- inn og braut hann niður. Mikið af aur og grjóti barst Jrarna fram og liggur umhverfis íbúðarhúsin. Á föstudagskvöldið 5. nóv. um kl. 19:30 sleit skriða, sem féll í Miðhlíð, milli Isafjarðar og Hnífsdals, háspennulínuna, svo rafmagnslaust varð alla nóttina í Hnífsdal, og litlu síðar eða kl. 20 féll svo önnur skriða úr Eyrarlándshlíð- inni og lenti á húsinu nr. 35 við Hnífsdalsveg. Þar bjuggu öldruð lijón, Árni Gunnlaugsson, 85 ára, og Kristín Jónsdóttir, 79 ára. Þau voru 72 JÖKULL 24. ÁR stödd í eldhúsi, er skriðan féll. Braut hún vegg- inn, þar sem svefnherbergið var, og hlóð grjóti umhverfis htisið. Þessar tvær síðast töldu skriður munu hafa fallið, eftir að úrfellið var hætt. Auk þessa urðu rnikil skriðuföll víða annars staðar en á Isafirði í þessari hryðju. Sex skriður eru sagðar fallnar á veginn frá Isafirði til Hnífsdals. I Óshlíð varð mestallur vegurinn undir skriðum og grjóthruni frá Sporhamri að Kálfadal, og voru taldar þar 20—30 skriður. Sums staðar var vegurinn horfinn með öllu, annars staðar höfðu björg höggvið stór skörð í hann. Skemmdir af skriðum urðu á tveimur býl- um 1 Bolungarvík. Féllu tvær á húsið í Meiri- lilíð og ein á nýja sáðsléttu á Fremra-Ósi. Þá urðu talsverð skriðuhlaup á Súðavíkurvegi og í Álftafirði. Sagt er, að 10 skriður hafi fallið á Breiðdal á Breiðdalsheiði. I Önundarfirði urðu skriðuföll í Bjarnadal og á Hvilftarströnd, og 10 skriður minnst féllu á veginn milli Hjarð- ardals og Valþjófsdals. I Dýrafirði urðu skriðu- hlaup vestan fjarðarins, sem lokuðu veginum. I Patreksfirði urðu víða skemmdir af vatni og hrun varð úr Hafnarmúla og Vörðubrekkum á leið til Breiðuvíkur. I Barðastrandarsýslu endilangri svo að segja urðu meiri og minni skemmdir, bæði af vatni og skriðuföllum. 1966 (Skriður á sunnanverðum Austfjörðum. Heim- ild: Veðráttan.) I stórrigningu þann 5. jan. lokuðust vegir á sunnanverðum Austfjörðum vegna skriðu- hlaupa. Sunnanlands urðu sums staðar vega- skemmdir af vatnavöxtum. (Skriðuföll suðvestanlands. Heimildir: Morgun- bl. 22. og 26. júlí, Tíminn 22. júlí.) Fimmtudaginn 21. júlí gerði úrhellisrigningu á svæðinu austan frá Mýrdal vestur að Breiða- firðii Urðu þá víða vegaskemmdir af skriðu- föllum og vatnavöxtum. Skriður féllu í Hvalfirði, t. d. við Skeiðhól og Flvítanes, og var sú mesta um 30 m breið. Varð þar mikil umferðartöf og talið, að allt að 500 manns hefðu að lokum verið tepptir við skriðurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.