Jökull


Jökull - 01.12.1974, Side 80

Jökull - 01.12.1974, Side 80
(Skriðuföll á Snœfellsnesn Heimild: Moigunbl. 15. marz.) Laugardaginn 14. marz voru talsverðir vatna- vextir suðvestanlands. Þá féllu skriður bæði í Béilandshöfða og Olafsvíkurenni.) ('Steinkast i Hvalfirði. Heimild: Morgunbl. 17. marz.) Grjóthrun varð úr Múlafjalli í Hvalfirði síð- degis laugardaginn 14. marz. Varð fyrir því VW- bifreið, sem í voru maður og kona erlend, Christianie Cramer, belgísk, og Olaf Haager, austurískur. Bíllinn fór út af veginum og valt niður í fjöru. Maðurinn slasaðist mikið, höfuð- kúpubrotnaði hann og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. (Skriðufall i Óshlíð. Heimild: Morgunbl. 26. marz.) Þriðjudagskvöldið 23. marz féll skriða í Os- hlíð, rétt innan við Haldið, og tók með sér fólksbíl, sem stóð þar á veginum, og flutti liann um 40 m leið niður í fjöru, og var bíllinn tal- inn ónýtur. Þrfr menn höfðu nýlega yfirgefið bifreiðina, er þetta varð. Þeir voru á leið frá Isafirði til Bolungarvíkur, en þegar þarna var komið, drap bíllinn á sér og fór ekki aftur í gang. Þetta var um kl. 19. Héldu þeir þá gang- andi til Bolungarvíkur.Maður, sem átti þarna leið um laust eftir kl. 19, sagði, að þá hefði skriðan verið fallin. (Aurskriða í Kjós. Heimildir: Morgunbl. 18. okt. og Vísir 19. okt.) Að kvöldi föstudagsins 16. okt. urn kl. 19 féll mikil aur- og grjótskriða úr Eyrarfjalli á tún býlisins Eyri í Kjós. Hófst hún efst í fjallinu upp af bænum og fylgdi bæjargilinu niður fjallshlíðina. Breiddi síðan úr sér og þakti 3—4 ha af ágætu túni aur og grjóti, þar á meðal fylgdu nokkur stór björg. Þá fór skriðan allt umhverfis bæjarhúsin. Frá íbúðarhúsinu tókst þó að bægja lienni að nokkru með trjám og viðarbútum og veita lienni í skurð vestan bæj- arins, þó flóði vatn og aur um alla lóðina og rann sums staðar inn í húsin. Mikil úrkoma liafði verið, áður en þetta gerðist. Þannig rigndi á Meðalfelli um 100 mm á tveimur sólarhringum. Talið var, að eitthvað að fé mundi hafa grafizt undir skriðunni, en aðeins ein kind hafði fundizt. Sama dag féll skriða yfir skrúðgarð rétt hjá íbúðarhúsinu á Ytri-Tindstöðum og önnur féll rétt vestan við húsið í Miðdal, rauf símalínuna og stíflaði ána í dalnurn um stundarsakir. ('Hrun í Óshlíð. Heimild: Morgunbl. 11,—12. des.) Fimmtudaginn 10. og föstudaginn 11. des. var mikill aur og tirrennsli víða á vegurn á Vest- fjörðum. Þá var og töluvert grjóthrun í Oshlíðinni milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. 76 JÖKULL 24. ÁR

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.