Jökull


Jökull - 01.12.1974, Page 84

Jökull - 01.12.1974, Page 84
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Haustið 1974 voru lengdarbreytingar mældar á 42 stöðum. A 20 stöðum hopaði jökuljaðar, en gekk fram á 19 stöðum og stóð í stað á 3. Samtals var hopið á þessum 20 stöðum 652 m, en framskriðsstaðirnir 19 sýndu aðeins 492 m framskrið. Þótt hopið sé 160 m lengra en fram- skriðið, er varhugavert að álykta, að þessi niður- staða gefi ótviræða vísbendingu um rýrnun jökla. Kemur þar eitt til, sem vekja ber athygli á. Eins og jöklamenn kannast við, lilaupa sumir jöklar fram langa vegalengd á einu ári eða liluta úr ári og liggja svo kyrrir í nokkur ár eða áratugi og styttast, þar til nýtt framhlaup (surge) kemur. A mælingaárinu 1974 var hvergi framhlaup í jökli, einungis nokkurt skrið sums staðar, t. d. í jöklunum sinn hvoru megin við Ivötlugjá, Sólheimajökli og Öldufellsjökli. í ljósi þessarar staðreyndar þarf að draga saman niðurstöður nokkurra ára, og er því nær að álykta, að jöklar séu sem næst i jajnvœgi við rikjandi veðurfar. Athyglin beinist að Tungnaárjökli sem fyrr. Frá því er mælingar hófust hjá Jökulheimum 1955 hefur Tungnaárjökull hopað um 1,5 km. Hann hljóp fram fyrir 30 árum (1945) og þar áður fyrir öðrum 30 árum, svo að nú er talið hans komið. Ef hann hefur yfir, er eðlilegast að álykta, að það sé vegna rýrnunar lieildar jökulmassans. Veturinn 1973/74 var frostharður framan af, mikill snjóavetur norðvestanlands. Vorleysing hófst snemma. Sumarið 1974 var mjög sólríkt og drjúg leysing var á jöklum. Jökulár voru all- vatnsmiklar út að miðjum september, en þá frysti og tók að snjóa á jöklum. I fyrri hluta nóvember urðu jökulár suðaustanlands vatns- miklar á ný, en þá sökum rigninga og er ný- snævi leysti á skriðjökulstungum. Snœfellsjökull. í bréfi með mælingaskýrslunni segir Haraldur lireppstjóri i Gröf: „Það er að safnast meiri og meiri hjarnsnjór við skriðjökulsendana, auk þess var nú 19. sept. talsverður haustsnjór við jökul- jaðarinn, sums staðar skaflar meira en í hné. Við Hyrningsjökul varð þó komið við nákvæmri mælingu, með því að kanna snjóinn með skóflu. Öðru máli gegnir um Jökulháls. Merkin hurfu í fyrra undir snjó og hafa ekki komið í ljós. 1 80 JÖKULL 24. ÁR gígskálinni virðist snjór frá vetrinum vera með meira móti.“ Kaldalónsjökull. I bréfi með mælingaskýrslunni segir Aðal- steinn á Skjaldfönn: „Það var aðeins þunnt mjallarlag á jöklinum, þegar mælingin fór fram 10. okt. Allur snjór frá síðasta vetri var liorf- inn, lengst mun vetrarsnjórinn hafa enst við jökulröndina. Jökullinn virðist liafa þynnst töluvert í sumar, og sýnist aðalskerið eða hjall- inn hafa hækkað um 3—4 metra, einnig hafa hin skerin hækkað. Engin hreyfing er sjáanleg á jöklinum. Sprungur eru engar, aðeins smá- straumar í sundinu að norðanverðu. Nú var ekkert port yfir útfalli árinnar. Þegar sást til jökulsins í Lóninu, eftir miðjan september, var þá alls staðar að sjá gamlan jökul og óhreinan. I nóv. og des. ’73 voru stöðug þræsingshriðar- veður, frost 8 til 17 stig. Laust eftir áramót minnkuðu frostin. Með mars mátti lieita að vorið kæmi, var oftast frostlaust eftir það og hæg leysing. Snjór var geysimikill. Gróður kom seint. Júní var heldur kaldur og sólarlítill fram að sólstöðum, en þá komu mikil hlýindi, ský dró vart fyrir sólu allt til liöfuðdags. Jörð varð þurr, stór svæði dauðbrunnu bæði á túnum og i úthaga. Ber þroskuðust seint vegna þurrka, og aðalbláber þroskuðust ekki nema í skógar- kjarri. I sandjörð þroskuðust kartöflur ekki. Háarspretta engin. Ég tel þetta mesta þurrka- sumar, sem hér hefur komið síðastliðna liálfa öld. Gróður féll snemma, og fé var lakara til frálags heldur en í fyrra haust (’73). Þrátt fyrir hinn mikla snjó í fyrravetur (’73/’74), fór allur vetrarsnjórinn úr brúnunum hér fyrir ofan bæ- inn, enda var leysingartíminn óvenju langur, eða allt frá marsbyrjun til veturnátta Enn þá er snjór eftir frá ’73 um 2í/í, m að þykkt. Frostkafla gerði 22.-29. sept. s.l. (’74), svo að ekki varð frostlaust að deginum, en úrkoma nær engin. Góðviðri og auð jörð liélst til 11. nóv., en þá gerði bleytuhríð, sem setti niður þykkt klammalag og tók af alla jörð fyrir sauð- fé. Önnur úrkoma getur vart talist í nóvember.” Indriði, sonur Aðalsteins, er kunnugur stað- háttum við jökuljaðar hjá mælilínum. Leirufjarðarjökull. í bréfi með mælingaskýrslunni segir Sólberg Jónsson bankastjóri: „Þegar ég mældi við jökul-

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.