Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1974, Qupperneq 85

Jökull - 01.12.1974, Qupperneq 85
jaðar 14. sept. var vetrarsnjórinn farinn af nál. 60% af jöklinum, og snjór frá ’71 og ’70 kom- inn í ljós. Jökullinn liefur rýrnað verulega við jökulsporð, og þar eru komin vik inn í hann. Myndarleg göng liggja inn í jökulinn frá sporð- inum, og frá þessum aðalgöngum liggja svo all- mörg liliðargöng út í ána. Helst lítur út fyrir að hluti af sporðinum muni einangrast frá aðal- jökli. Síðastliðinn vetur var einn sá mesti snjóa- vetur, sem komið hefur um tugi ára. Vorið og sumarið var gott, svo að vetrarsnjóinn leysti að mestu. Hinn 10. nóv. s.l. tók að snjóa liér um slóðir.“ Kunnugur staðháttum við Leirujökul er Bjarni, sonur Sólbergs. Langjökull. Aksel Piihl, mælingamaður Landsvirkjunar, tekur fram á mælingaskýrslunni, að Hagafells- jöliull vestri sé nú sléttur og líkur því, sem hann var, áður en hann hljóp 1972. Ný merkja- lína var sett upp við Jökulkrók í Þjófadölum og sú eldri lögð niður. Hofsjökull. Varðandi Nauthagajökul tekur Halldór Olafs- son, starfsmaður Eldfjallastöðvar, fram á mæl- ingaskýrslunni, að jökullinn sé með svipuðum ummerkjum og á síðasta ári, ekkert lón við jökuljaðar. Sprungubelti vestur af Hjartarfelli. Um vesturjaðar Múlajökuls segir Halldór: „Jökuljaðar sprunginn, en stálið frá í fyrra er horfið.“ Um sunnanverðan Múlajökul segir Magnús Hallgrímsson verkfræðingur: „Jökul- jaðarinn er orðinn reglulegur, og fyrstu 10 m sléttir og ósprungnir. Ofar er jökullinn mikið sprunginn. Jaðar hallalítill eða um 10°.“ Auk Halldórs og Magnúsar eru kunnugir á mælistöðunum þeir: Stefán Bjarnason, Pétur Þorleifsson og Helgi Agústsson. Sólheimajökull. Um Vesturtunguna tekur Valur Jóhannesson, verslunarmaður, fram í mælingaskýrslunni, að jökultungan sé brött, en lítið sprungin. Aur- borni jökulbunkinn, sem um getur í mælingar- skýrslum undanfarinna ára, nær um 50 m fram úr tungunni. Hann er vestan mælilínu. Aðal- útfall árinnar er sem fyrr að vestan. Allur er jökullinn hærri en á s.l. ári, svo að útlit er fyrir að hann gangi fram fyrst um sinn. Jökulstálið við Jökulhaus hefur hækkað og er svipmikið. Austurtungan er einnig gríðarhá og þverhnípt. Björn Asgeirsson er kunnugur staðháttum við mælistaðina. Ljósmyndir fylgja mælingaskýrslunum. Oldufellsjökull. í bréfi með mælingaskýrslunni segir Kjartan Jóhannesson, starfsmaður hjá ríkisskattstjóra: „Ovíst er, hvenær framskrið jökulsins hófst. Framskrið var hafið 1973, það liefur Gissur bóndi á Herjólfsstöðum, bróðir minn, eftir gangnamönnum. Það orkaði vart tvímælis, að jökullinn var ennjrá að ganga fram 4. ágúst.“ í bréfinu rekur Kjartan síðan þróun jökuls- ins frá síðustu aldamótum. Um aldamót var jökull, þar sem nú er Oldufellsdalur. Er jöklar tóku að liopa, myndaðist lón, þar sem nú er dalurinn. Sporður Oldufellsjökuls lokaði fyrir rennslið til suðurs, svo að úr lóninu rann aust- ur yfir Axlir i Eystri-Bláfellsá. Arið 1946 opn- aðist skarðið til suðurs vestan við Axlir og lónið tæmdist. Heimild: Loftur Jóhannesson, Herjólfs- stöðum, bróðir Kjartans og Gissurar. Að lokum oendir Kjartan á í bréfi sínu, að á Uppdrætti fslands, blaði 68, standi Innri-Bláfellsá, en það eigi að réttu lagi að vera jEyríri-Bláfellsá. Ytri- Bláfellsá er þarna spölkorn vestar, sbr. t. d. Ytri- og Eystri-Rangár. T ungnaárjökull. Carl J. Eiríksson, rafmagnsverkfr., og Hörður Hafliðason, járnsmiður, hafa í mörg undanfarin ár mælt Tungnaárjökul. Hörður tekur fram, að jökullinn upp af mælilínunni sé sléttur og nær sprungulaus. A s.l. hausti (’74) var frá Jökul- heimum að Langasjó greið gönguleið á jökli austan undir Glæ. Auk Carls og Harðar eru jöklamennirnir Hall- dór Gíslason og Valur Jóhannesson gjörkunnug- ir á mælistaðnum. Síðujökull. í bréfi með mæliskýrslunni segir Ólafur Jens- son, verkfræðingur: „Jökulsporðurinn hefur sama yfirbragð og fyrr, ójöfnur ekki meiri en svo, að auðvelt er að ganga um hann, sprungur nær engar né önnur merki um hreyfingu. Halli jökulsins var mældur með handhallamæli, og reyndist við báðar mælilínurnar 7 til 7,5° á neðsta hlutanum. Brotalöm var á jöklinum 500 JÖKULL 24. ÁR 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.