Jökull - 01.12.1978, Síða 18
ÁGRIP
JÖKULHÖRFUN í SKAGAFIRÐI
Stefna jökulráka á þeim hluta Skagafjarðar
sem fjallað er um í þessari grein er sýnd á
Mynd 1. Sjá má að skrið jökulsins hefur fylgt
aðaldölunum, þ. e. Skagafirði, Vesturdal og
Austurdal. Aðrir dalir svo sem Norðurárdalur
og Djúpidalur hafa lítil áhrif haft á aðalskrið-
stefnu jökulsins. Við mynni Djúpadals (Mynd
6) eru nokkrar jökulöldur (drumlins), samsíða
Skagafirði og á Skálum í Austurdal eru jaðar-
rásir sem ganga frá Austurdal inn í Ábæjardal.
Þetta sýnir að jökullinn í Skagafirði hefur að
langmestu leyti komið frá jökulskildinum inni
á miðju landi, en jöklar á hálendinu milli
Skagafjarðar og Eyjafjarðar hafa mátt sín
lítils.
A nokkrum stöðum eru leifar urðarrana.
Þeir hafa, líkt og Esjufjallarönd og fleiri
urðarranar í Vatnajökli, teygt sig frá jökul-
skerjum í stefnu jökulskriðsins. I Vatnsskarði
og Sæmundarhlíð er stærsta myndunin af
þessu tagi. Hún liggur frá Háafelli sunnan
Vatnsskarðs og út undir bæinn Skarðsá. Þessi
myndun skiptist í þrjá hluta eftir ytri gerð. Frá
Fjalli í norðri og suður að þjóðveginum eru
malarásar sem mynda net líkt og jökulkvíslar
á sandi. Norðan Fjalls rennur ásanetið yfir í
jaðarhjalla sem austantil er allur sundurskor-
inn af jökulkerum. Norðan við jaðarhjallann
ganga nokkrir mjög stórir malarásar norður
eftir dalnum. Þegar jökullinn var að bráðna
hefur legið urðarrani frá Háafelli milli skrið-
jökulsins sem fyllti Skagafjörð og smájökuls í
Vatnsskarði. Hann hefur náð út að þeim stað
sem bærinn Fjall stendur nú en þar breyst yfir
í jaðarurð. Leysingarvatn úr jöklinum hefur
síðan skolað ruðninginn og myndað malarása
á og í jöklinum og jaðarhjalla þar sem raninn
lá út að jökuljaðrinum. — Á Hlíðarfjalli milli
Austurdals og Vesturdals eru leifar eftir annan
urðarrana. Hann liggur eftir jökulstefnunni
frá Elliða. (Jökulrispur á Elliða hafa sömu
stefnu og raninn). Urðarraninn hefur legið
austan við vatnaskilin og sýnir ásamt jökul-
rispunum að jökullinn í Vesturdal hefur mátt
sín meira en Austurdalsjökullinn, enda hefur
Vesturdalur haft meira aðstreymi jökuls frá
meginjöklinum. — Við mynni Djúpadals eru
leifar urðarrana sem legið hefur þvert fyrir
mynni dalsins. Nokkru norðar, ofan við
Flugumýri, eru leifar jaðarurðar sem líklega
hefur tengst urðarrananum.
Þegar jökulröndin hopaði inn eftir Skaga-
firði, fylgdi sjórinn eftir. Hæstu fjörumörk frá
Sauðárkróki og inn að Vindheimamelum eru
alls staðar í svipaðri hæð eða í 43—48 m yfir
núverandi sjávarborði. Þetta bendir til þess að
landris vegna minnkandi jökulfargs og hækk-
un sjávarborðs hafi haldist nokkurn veginn í
hendur. Á nokkrum stöðum sést líka að jökull
hefur gengið sjó. I hinni fornu óseyri sem
myndar Nafirnar á Sauðárkróki sést víða í lá-
rétt lagskiptan sand, mélu og mélugan leir
neðst í Nöfunum en annars staðar eru stórir
hnullungar í þessu seti sem hafa aflagað lag-
skiptinguna og eru komnir úr ísjökum sem
brotnað hafa úr jökulröndinni. Ofan á þessum
lögum eru svo gróf ármalarlög. — Sunnan við
Reynistað er jökulárset, sem sums staðar
myndar ása og jökulker, en annars staðar,
aðallega austantil, hefur sjávargangur jafnað
setið út upp að 45 m hæð. Skammt ofan við
hæstu fjörumörk er stórt jökulker sem nær
langt niður fyrir þessa hæð og sýnir að ís hefur
enn verið í kerinu meðan sjórinn náði upp að
45 m mörkunum. Vindheimamelar eru leifar
fornrar óseyrar. Melarnir eru alsettir farveg-
um, sem liggja til norðausturs. Kvislar austan
frá Héraðsvötnum hafa grafið undan Melun-
um eftir að sjávarborð lækkaði og valdið því
að Skiphóll hefur skilist frá meginhluta óseyr-
anna. Að vestan hefur grafist breiður og
djúpur farvegur í gegnum óseyrina. Þar renn-
ur Svartá nú. Yfirborð melanna hækkar jafnt
og þétt til suðurs, en sunnan við þá og suð-
vestan er landið lægra og þar ber mikið á grófu
jökulárseti með dauðíseinkennum, svo sem
jökulkerum, ásum og haugum. Þar sem óseyr-
inni sleppir og dauðíssetið tekur við hefur
jökuljaðarinn legið á myndunartíma óseyrar-
innar. Þennan forna jökuljaðar hefur ekki
reynst unnt að rekja, þótt ummerkin bendi til
16 JÖKULL 28. ÁR