Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1978, Qupperneq 18

Jökull - 01.12.1978, Qupperneq 18
ÁGRIP JÖKULHÖRFUN í SKAGAFIRÐI Stefna jökulráka á þeim hluta Skagafjarðar sem fjallað er um í þessari grein er sýnd á Mynd 1. Sjá má að skrið jökulsins hefur fylgt aðaldölunum, þ. e. Skagafirði, Vesturdal og Austurdal. Aðrir dalir svo sem Norðurárdalur og Djúpidalur hafa lítil áhrif haft á aðalskrið- stefnu jökulsins. Við mynni Djúpadals (Mynd 6) eru nokkrar jökulöldur (drumlins), samsíða Skagafirði og á Skálum í Austurdal eru jaðar- rásir sem ganga frá Austurdal inn í Ábæjardal. Þetta sýnir að jökullinn í Skagafirði hefur að langmestu leyti komið frá jökulskildinum inni á miðju landi, en jöklar á hálendinu milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar hafa mátt sín lítils. A nokkrum stöðum eru leifar urðarrana. Þeir hafa, líkt og Esjufjallarönd og fleiri urðarranar í Vatnajökli, teygt sig frá jökul- skerjum í stefnu jökulskriðsins. I Vatnsskarði og Sæmundarhlíð er stærsta myndunin af þessu tagi. Hún liggur frá Háafelli sunnan Vatnsskarðs og út undir bæinn Skarðsá. Þessi myndun skiptist í þrjá hluta eftir ytri gerð. Frá Fjalli í norðri og suður að þjóðveginum eru malarásar sem mynda net líkt og jökulkvíslar á sandi. Norðan Fjalls rennur ásanetið yfir í jaðarhjalla sem austantil er allur sundurskor- inn af jökulkerum. Norðan við jaðarhjallann ganga nokkrir mjög stórir malarásar norður eftir dalnum. Þegar jökullinn var að bráðna hefur legið urðarrani frá Háafelli milli skrið- jökulsins sem fyllti Skagafjörð og smájökuls í Vatnsskarði. Hann hefur náð út að þeim stað sem bærinn Fjall stendur nú en þar breyst yfir í jaðarurð. Leysingarvatn úr jöklinum hefur síðan skolað ruðninginn og myndað malarása á og í jöklinum og jaðarhjalla þar sem raninn lá út að jökuljaðrinum. — Á Hlíðarfjalli milli Austurdals og Vesturdals eru leifar eftir annan urðarrana. Hann liggur eftir jökulstefnunni frá Elliða. (Jökulrispur á Elliða hafa sömu stefnu og raninn). Urðarraninn hefur legið austan við vatnaskilin og sýnir ásamt jökul- rispunum að jökullinn í Vesturdal hefur mátt sín meira en Austurdalsjökullinn, enda hefur Vesturdalur haft meira aðstreymi jökuls frá meginjöklinum. — Við mynni Djúpadals eru leifar urðarrana sem legið hefur þvert fyrir mynni dalsins. Nokkru norðar, ofan við Flugumýri, eru leifar jaðarurðar sem líklega hefur tengst urðarrananum. Þegar jökulröndin hopaði inn eftir Skaga- firði, fylgdi sjórinn eftir. Hæstu fjörumörk frá Sauðárkróki og inn að Vindheimamelum eru alls staðar í svipaðri hæð eða í 43—48 m yfir núverandi sjávarborði. Þetta bendir til þess að landris vegna minnkandi jökulfargs og hækk- un sjávarborðs hafi haldist nokkurn veginn í hendur. Á nokkrum stöðum sést líka að jökull hefur gengið sjó. I hinni fornu óseyri sem myndar Nafirnar á Sauðárkróki sést víða í lá- rétt lagskiptan sand, mélu og mélugan leir neðst í Nöfunum en annars staðar eru stórir hnullungar í þessu seti sem hafa aflagað lag- skiptinguna og eru komnir úr ísjökum sem brotnað hafa úr jökulröndinni. Ofan á þessum lögum eru svo gróf ármalarlög. — Sunnan við Reynistað er jökulárset, sem sums staðar myndar ása og jökulker, en annars staðar, aðallega austantil, hefur sjávargangur jafnað setið út upp að 45 m hæð. Skammt ofan við hæstu fjörumörk er stórt jökulker sem nær langt niður fyrir þessa hæð og sýnir að ís hefur enn verið í kerinu meðan sjórinn náði upp að 45 m mörkunum. Vindheimamelar eru leifar fornrar óseyrar. Melarnir eru alsettir farveg- um, sem liggja til norðausturs. Kvislar austan frá Héraðsvötnum hafa grafið undan Melun- um eftir að sjávarborð lækkaði og valdið því að Skiphóll hefur skilist frá meginhluta óseyr- anna. Að vestan hefur grafist breiður og djúpur farvegur í gegnum óseyrina. Þar renn- ur Svartá nú. Yfirborð melanna hækkar jafnt og þétt til suðurs, en sunnan við þá og suð- vestan er landið lægra og þar ber mikið á grófu jökulárseti með dauðíseinkennum, svo sem jökulkerum, ásum og haugum. Þar sem óseyr- inni sleppir og dauðíssetið tekur við hefur jökuljaðarinn legið á myndunartíma óseyrar- innar. Þennan forna jökuljaðar hefur ekki reynst unnt að rekja, þótt ummerkin bendi til 16 JÖKULL 28. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.