Jökull - 01.12.1978, Page 19
hlés á jökulhörfuninni. Þetta hlé virðist því
hafa verið staðbur.dið og stafar líklega af
þröskuldi sem sést í við Reykjafoss. Utan við
þröskuldinn hefur sjórinn flýtt fyrir hörfun, en
hann hefur ekki komist inn fyrir Vindheima-
mela.
I dölunum eru engin einhlít merki um
kyrrstöðu né framrás jökuljaðars, samt má
ráða nokkuð af setlögum hvernig jökulhörfun
hefur verið háttað. Sunnan Vindheimamela
er mikið um jökulárset, sem myndast hefur í
tengslum við jökul. Sunnan Mælifells ber
meira á leysingarruðningi (ablation till, þ. e.
ruðningi sem hleðst upp á yfirborði jökuls
við bráðnun hans). I Austurdal og Vesturdal
eru hjallar úr grófu jökulárseti, stærstu steinar
um hálfur metri í þvermál. Mynd 10 sýnir
langskurð og nokkra þverskurði af Vesturdal. I
mynni dalsins eru nokkrir bergþröskuldar.
Jökulsársetið í dalbotninum hefur hlaðist upp
bak við einn þeirra og myndað jökuláraura í
dalbotninum. Stórir steinar í setinu sýna að
straumhraði hefur verið mikill þannig að setið
hefur líklega myndast við jaðar jökuls, því að
straumhraði gæti ekki hafa haldist mikill á svo
hallalitlum dalbotni. Á einum stað í Vesturdal
hefur fundist skálögun, sem myndast hefur
þegar jökulár hafa fyllt upp smálón við jökul-
jaðarinn. Þegar jökulröndin færðist innar
grófst gljúfur í gegnum þröskuldinn í dals-
mynninu og jafnframt grófu árnar farvegi í
aurana og mynduðu hjallana sem enn standa.
I Austurdal eru aðstæður svipaðar, nema þar
hefur grafist miklu meira burtu af jökulárset-
inu, þannig að hjallarnir eru lítt áberandi, þó
má fylgja þeim nokkuð óslitið inn að Ábæ. Þar
fyrir innan er önnur og lægri röð af hjöllum.
Þetta gæti bent til þess að jökulhörfun hafi
stöðvast um einhvern tíma við Ábæ.
Við Svartá um 4 km sunnan við Vind-
heimamela fundust fornar ísfleygafyllingar í
malarnámi (Myndir 13—15). Telja má víst að
þeir séu myndaðir við margra ára sífrera.
Fleygar sem myndast að vetri og þiðna næsta
sumar verða aldrei nema nokkrir mm í þver-
mál og fyllast því sandi en í þessum fleyga-
fyllingum eru steinar allt að 20 cm í þvermál
sem þýðir að ísfleygarnir hafa a. m. k. náð
þeirri þykkt áður en þeir bráðnuðu og fylltust
seti. Myndunartími fleyganna er ekki þekktur
en í fokmoldarlagi ofan á þeim fannst 2 cm
þykkt ljóst öskulag sem gæti verið það sama og
Grétar Guðbergsson (1975) kallar Ö og er mun
eldra en H5 sem er 6600 ára.
Um aldur þessara myndana er lítið vitað.
Leit að skeljum sem hefði mátt aldursgreina
bar ekki árangur. Engar aldursgreiningar hafa
heldur verið gerðar á setlögum frá síðjökul-
tíma annars staðar af Miðnorðurlandi. Þor-
leifur Einarsson (1967) telur að Skagafjörður
hafi verið undir jökli á Álftanes-skeiði fyrir um
12000 árum. Ingibjörg Kaldal (1976, 1978) hef-
ur fundið jökulgarð á Hofsafrétti sem líklega
er frá Búðaskeiði. Fornar ísfleygafyllingar við
Vatnsá vitna um margra ára sífrera á láglendi.
Svo kalt loftslag hefur varla ríkt á íslandi síð-
ustu 10000 árin, og ætla má að ísfleygarnir
hafi myndast í síðasta lagi á Búðaskeiði fyrir
10— 11000 árum.
JÖKULL 28. ÁR 17