Jökull - 01.12.1978, Side 67
halda. Guðmundur Ketiil hefur raunar gert
það, sbr. Jökull sl. ár.
Gljúfurárjökull
I mælingaskýrslunni tekur Ingvi fram, að
jökuljaðarinn sé mjög hár og brattur, sundur-
sprunginn efst.
Hálsjökull
Helgi tekur fram: „Vetrarsnjórinn var
bráðnaður af neðanverðum jöklinum, en þeg-
ar mælt var 18. sept. huldi 20 cm nýsnævi
jökulinn. Vestari tungan hefur rýrnað veru-
lega. Neðantil er jökullinn heill og ósprung-
inn.
Langjökull
Aksel mælir Hagafellsjökul eystri á tveimur
stöðum, Ej og E2. Jaðarinn hopaði 34 og 40
metra, meðaltalið er fært á aðalskrána. Sama
gildir um vesturjökulinn, W, og W2, hopið
reyndist þar 126 og 53 m, meðaltalið 90 m er
fært á skrána.
Hofsjökull
Af mistökum barst mælingaskýrslan frá
haustinu 1977 of seint til birtingar í Jökli 27.
ár. Nauthagajökull gekk fram um 4 m á tíma-
bilinu '75.08.23 til '77.10.12. Múlajökull W
gekk fram um 6 m á sama tíma og Múlajökull
hopaði um 113 metra.
Sólheimajökull
Valur tekur fram í mælingaskýrslunni:
, Jökuljaðarinn hefur allur gengið fram, en er
ekki eins hár og hann hefur verið undanfarin
ár.“
Tungnaárjökull
Sjá athugasemd hér að framan.
Skeiöarárjökull
I bréfi með mælingaskýrslunni tekur Ragnar
á Skaftafelli fram m. a. að „jökullinn virðist
lækka héðan séð í stefnu á Hvirfilsdalsskarð
• . .“ „Um það bil helmingur Skeiðarár rann,
þegar leið á sumarið, austur með Skaftafellinu
og síðan meðfram varnargörðum. Utlit er fyrir
að vetrarvatnið verði að miklu leyti hér austur
við brekkur. Líklegt er að næsta hlaup falli
meðfram brekkunum í ríkari mæli en síðasta
hlaup gerði, því að nú er þar kominn rúm-
góður farvegur.“
Fjallsjökull
Flosi færði viðmiðunarmerkið, nr. 136, um
70 m til norðausturs.
Breiðamerkurjökull
Steinn tekur fram í mælingaskýrslunni:
, Jökuljaðarinn á milli Jökulárlóns og
Stemmulóns, sem er nál. 3.5 km, virðist ekki
hafa gengið fram nema einmitt hjá mælistöð-
inni. Jökulísinn sígur niður í bæði lónin. Þau
munu líklega ná saman eftir nokkur ár.“
Hoffellsjökull
Helgi tekur eftirfarandi fram:, Jökullinn er
laus við Geitafellsbjörgin inn í Efstafellsgili og
nær jökullónið þangað inn eftir. Sumarið 1978
komu tvö jökulhlaup í Austurfljót. Gjávatn
hefur lónað inn að Rásbotni áður en það
hljóp. Þegar það tæmdist hefur gömul jökul-
alda hrapað niður í gljúfrið og stíflað Múla-
ána. Myndaðist þá Múlavatn, er hljóp síðar.
Áður fyrr náði Múlavatn allt inn í Múlagljúf-
ur. Nú í haust, 1978, er fönn frá síðasta vetri í
Miðlungshjallagili. Þar var siðast gömul jök-
ulfönn 1930. Einnig eru fannir í Kráksgili og
Moldgiljum."
Eyjabakkajökull
Gunnsteinn tekur fram í bréfi með mæl-
ingaskýrslunni: „Auk hopsins, sem kemur
fram á skýrslunni, hefur jökultungan þynnst
mikið. Farið er að ydda á jökulruðninga eða
kletta í jöklinum.“
Kverkjökull
Gunnsteinn tekur fram: ,Jökuljaðarinn
þynnist, einkum ofan við íshellinn, aftur á
móti virtist jökullinn hækka í sjálfri kverk-
inni.“
Sigurjón R ist.
JÖKULL 28. ÁR 65