Jökull


Jökull - 01.12.1978, Síða 69

Jökull - 01.12.1978, Síða 69
Mynd 1. Gönguleiðin. Aðfaranótt mánudagsins gerði frost, og gátum við því lagt af stað um morguninn. En með því að jörð var auð, urðum við að flytja farangur okkar á 4 hestum, en ganga sjálfir. Séra Gunnar hafði átt fullt í fangi með að fá léða hesta handa okkur. Sjálfur hafði hann ekki nógu marga á járnum, en bændur töldu víst að við mundum drepa okkur á suðurferð- inni og þóttust stuðla að því, ef þeir lánuðu okkur hesta. En séra Gunnar þekkti allan út- búnað okkar og sagði þeim, að hann mundi hafa slegist með í förina, ef hann hefði haft tíma til þess. En af þessu leiddi samt, að við komumst ekki af stað frá Saurbæ fyrr en kl. 1 e. h. Komum við að Tjörnum kl. 5'á, og var okkur tekið þar hið besta. Þriðjudaginn 17. mars var 3°C hiti og út- synnings rigning, svo að við urðum að sitja um kyrrt. En um miðvikudagsmorguninn vorum við vaktir kl. 550 og sögð þau tíðindi, að snjó- flóð mikið hefði hlaupið yfir Úlfsá, sem er bær í nágrenni við Tjarnir. Spruttum við þá á fætur og klæddumst skjótlega og héldum síðan til Úlfsár. Síðustu þrjár vikur hafði verið sífelldur útsynningur niðri í byggðum, en áköf snjókoma til fjalla, og nú hafði á einhvern hátt losnað um snjódyngjurnar. Við vorum milli vonar og ótta, þegar við nálguðumst snjóflóð- ið. Skyldi fólkið vera lifandi? Flóðið var eins og geysilegt hraun, og var oss torsótt yfir það. En er við komum að bænum sáum við, að flóðið hafði farið fram hjá bæjarhúsunum, en grafið hesthús og fjárhús undir sér. Bóndinn og fólk hans var enn þá í fasta svefni, en vaknaði nú við vondan draum. Við tókum þegar að grafa niður að hesthúsinu og heppnaðist okkur eftir nokkra stund að bjarga öllum hestunum. Erfiðara var að eiga við fjárhúsin. Fann- dyngjurnar yfir þeim voru miklu dýpri og eftir þriggja klukkustunda stritvinnu höfðum við aðeins bjargað einni kind. En nú dreif að múgur og margmenni úr sveitinni og var verkinu haldið áfram þangað til allar kind- urnar voru grafnar upp. Þær höfðu verið 34, og voru 13 einar lifandi, en hinar dauðar. — Fullyrtu menn, að þetta væri hið mesta snjó- flóð, sem hlaupið hefði í Eyjafirði í manna minnum. Var giskað á, að snjódyngjurnar væru um IV2 millj. rúmmetra, og sumstaðar voru þær 32 m djúpar. — Við höfðum tafist svo við þetta allt saman, að ekki kom til mála að leggja á fjallið þann dag, þó að veður væri gott. Ég fór nú að hugsa um, að ef til vill mundi okkur veitast örðugt að fá menn til fylgdar við okkur upp á fjallið, því að nú mundu allir hræddir við snjóflóð. Þessi grunur reyndist þó ástæðulaus, því að allir virtust ósmeikir og ótrauðir að leggja okkur lið. Okkur var lofað, að þrír menn og þrír hestar skyldu vera til- búnir næsta dag, ef við þá gætum lagt upp. Ég varð feginn þessu, því að óárennilegt var fyrir JÖKULL 28. ÁR 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.