Jökull


Jökull - 01.12.1978, Page 75

Jökull - 01.12.1978, Page 75
urnar blágrænar eins og að sumarlagi. Hvernig veik því við? Fyrir norðan Arnarfell voru allar sprungurnar barmafullar af snjó, og til marks um það, hvað áköf snjókoma hafði verið undanfarið, skal þess getið, að við Blautukvísl voru skaflarnir 5—10 m að dýpt. Eg hygg því, að ekki geti verið vafi á því, að jökullinn hafi brugðið á leik um hávetur. Þegar leið á daginn sáum við hvönn (angelica), sem stóð V2 m upp úr snjónum. Þetta hlýtur að hafa verið ein af þeim risa- vöxnu hvönnum, sem Daniel Bruun minnist á í ferðaskýrslu sinni 1902. Þá urðum við einnig varir við spor eftir rjúpu og ref. Þá er við fórum yfir slétturnar hjá Naut- haga, sáum við 11 svarta díla inni undir jökl- inum. Tryggvi hélt því fram, að þetta væru hreindýr, en mér þótti líklegra, að það væru steinar. Eftir nánari umhugsun hallaðist ég þó heldur að skoðun Tryggva. Hvers vegna voru þessir dílar svartir? Allir steinar þar um slóðir hafa vafalaust verið snævi þaktir. Við komum auga á þessa díla rétt fyrir myrkur og samtímis skall yfir él ofan af jöklinum, svo að við gátum ekki grennslast nánar eftir þessu. Við fórum nú í kapphlaup við élið, sem var á hælum okkar. Það var auðvitað sama svarta skýið, sem við allan daginn höfðum séð yfir Skratta- bæli. Nú reið okkur á að komast sem fyrst yfir flatneskjuna, svo að við gætum valið okkur tjaldstað undir hól eða hæð, — í betra skjóli en við síðast höfðum haft. Við urðum á undan élinu og tjölduðum á góðum stað. Skriðmæl- irinn sýndi að við höfðum farið 32 km, kuldinn var -i- 14°C. Þennan dag hafði allt gengið að óskum. Við vorum himinlifandi yfir öllu því, sem á daginn hafði drifið og spöruðum nú ekki mat við okkur, enda gerðist þess engin þörf lengur. Við átum hafrasúpu, harðfisk, svínasteik, smurt kex með osti og ávexti. Síðan drukkum við kaffi. Má þetta heita sæmilegur málsverður uppi í óbyggðum um hávetur. Síðan fórum við í húðfötin og vorum allfegnir hvíldinni, því að svefn höfðum við þá ekki fest i 42 klukkutíma. Þriðjudaginn 24. mars komumst við ekki á fætur fyrr en kl. 8, því við þurftum tíma til að sofa úr okkur þreytuna eftir vistina í Skratta- bæli. Færðin var enn ágæt. Á hádegi komum við að Blautukvísl. Hún var auð, og veittist okkur allerfitt að finna vað á henni. Snjó- veggirnir með fram ánni voru 5—10 m háir, svo sem fyrr sagði, og var ókleift að koma sleðunum úr þeirri hæð niður að ánni án þess að farangur okkar yrði alvotur. En Tryggvi hafði ráð undir rifi hverju og fann hann ágætt vað. Hygg ég hann manna kænastan til þess að sjá vöð á ám. Nú fórum við í vöðlurnar og náðu þær okkur upp undir hendur. Oðum við síðan yfir ána og var hún okkur í mitti. Ekki dignaði einn þráður á okkur. Ef við hefðum ekki haft vöðlurnar hefðum við að líkindum orðið að krækja upp undir jökul til þess að komast þurrum fótum yfir ána. Mundi það hafa tafið okkur mjög. Nú höfðum við á fótinn upp að vatnaskilum Hvítár og Þjórsár, en bæði færðin og veðrið var í besta lagi, svo að okkur skilaði furðu vel áfram, þó að við ættum upp á móti að sækja. Við vorum nú líka orðnir vanir aktýgjunum, og þar að auki léttust sleðarnir með degi hverjum. Otsýnið af hæðum þessum var svipmikið. I norðri blöstu við Kerlingarfjöll, Hofsjökull og Arnarfell, í landnorðri Ödáðahraun og Tungnafellsjökull, í austri Hágöngur og Vatnajökull, en í suðri Hekla og fjöllin kringum Þjórsárdal. Hvergi sást ský á himni, nema yfir Skratta- bæli. Þar var alltaf sama skýið, kolsvart og illúðlegt, og giskuðum við helst á, að þar mundi sífellt vera sama illviðrið. Kvöldið var undrafagurt. Kvöldroðinn steypti logahjúp, sem dimmbláir skuggar ófust inn í, yfir fjöll og jökla. Hér sáum við undralönd ævintýranna. Sá, sem aldrei hefir verið uppi á öræfum sól- skinsbjartan dag í marsmánuði, hann veit lítið um þá seiðandi fegurð, sem felst inni í óbyggðum Islands. Engin orð geta lýst henni, menn verða að sjá hana með eigin augum. Við nálguðumst nú Kisá og sáum við ár- gljúfrin uppi undir Kerlingarfjöllum langa vegu að. Um tíma leit út fyrir að okkur mundi verða torsótt yfir ána, því að hún var auð á löngu svæði, en loks fann Tryggvi spöng, svo að við þurftum ekki að fara í vöðlurnar. JÖKULL 28. ÁR 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.