Jökull


Jökull - 01.12.1978, Síða 76

Jökull - 01.12.1978, Síða 76
Við tjölduðum kl. 7, og höfðum við farið 31 km um daginn. Kuldinn var 18°C. Við átum góðan kvöldverð og fórum siðan í húðfötin. Það má furðulegt heita, hve fljótt maðurinn venst öllum sköpuðum hlutum. Hér lögðumst við til svefns í 18°C kulda, kvíðalausir og ánægðir eins og við hefðum aldrei þekkt annað náttból. Og þó hafði enginn okkar legið úti fyrr að vetrarlagi, nema ég. Áður en við fórum hafði ég sofið eina nótt úti á Landa- kotstúni til þess að prófa útbúnaðinn. En þó getur enginn sofið fastar og værar, þótt hann hafi dúnsæng bæði yfir sér og undir, heldur en við sváfum þarna uppi á öræfum. Miðvikudaginn 25. mars fórum við á fætur kl. 5V2. Kuldinn var 10°C og loft skýjað. Færðin var enn sem fyrr góð, en með því að veðrabrigði virtust í lofti, lögðum við upp sem fyrst við máttum. Skyggnið var hið versta, við sáum ekkert fram undan okkur, og þó var veður svo bjart, að vel sá til fjalla. Allt var hvítt, mjallhvítt, augað gat hvergi hvílst á dökkum díl. Einn gekk á undan og eins og þreifaði sig fram, hann fann að hann tróð snjó, en hann sá það ekki. Það var eins og að svífa í lausu lofti. Það reyndi því á þolrifin að hafa forystuna til lengdar, enda skiptumst við á um það með örstuttu millibili. Þeir sem síðar gengu gátu nokkuð hvílt augun á dökkleitum fatnaði hinna, sem á undan voru. Þegar leið fram yfir hádegi gerði kafald, og urðum við þá aftur að hafa taug á millum okkar. Vegna alls þessa höfðum við engin not af því, að þann dag hallaði undan fæti. Um nónbilið skall á ákafur kafaldsbylur og samtímis varð lands- lagið ógreiðfært og illt yfirferðar, en þó tókst okkur að halda nákvæmlega réttri stefnu. Loks varð fyrir okkur brattur ás, og með því að við sáum engan veg til þess að krækja fyrir hann, þá neyddumst við til að draga sleðana upp á hann. Ekki komumst við nema með annan sleðann í einu, og var þetta ein hin mesta þrekraun. Loks komumst við þó upp á ásinn og héldum enn áfram. Þá sjáum við Tryggvi allt í einu, að þeir Axel og Sörensen missa stjórn á sínum sleða og fjúka undan veðrinu fram af hengju. Ofviðrið var nú svo ólmt, að við sjálfir áttum fullt í fangi með að verjast því, að við færum sömu leið. Við skrif- uðum nú á seðil: „Eigum við að fara niður nokkru sunnar eða nokkru norðar?“ Síðan hnýttum við seðilinn í vasaklút, festum klút- inn í eyrað á einum matarpottinum, fylltum pottinn með snjó og festum 60 faðma langa taug við hann. Létum við svo vindinn feykja honum fram af hengjunni. En annaðhvort fengu þeir Axel aldrei þetta pottskeyti eða þeir skildu það ekki, því að svar fengum við aldrei. Eg hélt nú í sleðann af öllu afli, en Tryggvi gekk dálítinn spöl frá til þess að fleygja pott- inum aftur fram af og reyna á þann hátt að fá vitneskju um, hvort fært mundi niður. Kuld- inn var nú aðeins 3°C, en veðrið var ótrúlega napurt og hráslagalegt. Eg stóð þarna og beið Tryggva, og mínúturnar urðu að klukku- stundum. Loksins sneri Tryggvi aftur og sagði, að komast mætti niður nokkru sunnar. Við bundum nú skíðin á sleðann, festum taugina í hann og létum hann svo síga niður á við, en taugin var ekki nógu löng, svo að við flugum niður á fótskriðu, en kófið þyrlaðist upp um okkur. Nú var eftir að finna förunauta okkar. Við leituðum þeirra stundarkorn áður en við komum auga á þá, þar sem þeir voru að grafa sleða sinn upp úr snjódyngju. Þeir höfðu beðið hátt fa.ll, en komið mjúkt niður. Fyrst höfðu þeir farið fram af 8 m háum hengiskafli og síðan oltið niður langa og bratta brekku. En snjórinn var svo laus og djúpur, að þá sakaði ekki. Við þóttumst hafa himin höndum tekið, er við fundum þá, og nú hirtum við ekki að leika þennan blindingsleik lengur. Þar sem við nú vorum, var gott skjól og tjölduðum við því í snatri. Við höfðum farið 25 km um daginn. Enn urðum við fyrir því óhappi að mat- reiðslumaður velti 6 lítrum af sjóðandi hafra- súpu yfir þann, sem næstur honum var. En sá var, eins og við hinir, í þeim gerningabrókum, er hvorki vann á vindur né regn né vatn sjóð- andi, og sakaði hann ekki. Var nú potturinn aftur settur yfir, en þá duttu fyrst snjógleraugu niður í hann og síðan skíðasokkar matreiðslu- manns. Við veiddum hvorttveggja upp úr og átum síðan súpuna með bestu lyst. Héldum við veislu um kvöldið og enduðum daginn með ræðuhöldum, drykkju og söng. 74 JÖKULL 28. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.