Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1978, Qupperneq 79

Jökull - 01.12.1978, Qupperneq 79
Mynd 1. Leiðin, sem farin var á vélsleðun- um: 1. Pálsfjall; 2. Þórðarhyrna; 3. Geirvört- ur; 4. Svíahnúkar; 5. Hvannadalshnúkur; 6. Sigketillinn NV af Grímsvötnum; 7. Hamar- inn; 8. Kerlingar. stefnu beint að Pálsfjalli. Við ókum greitt og náðum þangað um níuleytið um morguninn. Þar var ægifagurt um að litast, logn og hvergi ský á lofti, utan smá þokubakki í vesturátt. Hvít snjóbreiðan sindraði eins langt og augað eygði og var sem hún væri demöntum stráð. Við ákváðum að nota þetta góða veður og skjótast að Þórðarhyrnu og Geirvörtum. Við skildum því allan farangur eftir og héldum á lausum sleðunum í átt að Þórðarhyrnu og gengum á hana. Var þar allbratt og harðfenni mikið og tóku menn fram brodda og bundu á fætur sér og gekk þá uppgangan eins og í sögu. Á tindi Þórðarhyrnu dvöldum við lengi, því útsýnið heillaði okkur. Háabunga, Grímsfjall og Kverkfjöll blöstu við í norðaustri og virtust örskammt undan. Við greindum með berum augum skála Jöklafélagsins á Grímsfjalli og segir það sína sögu um skyggnið. Ekki var út- sýnið lakara til suðurs og vesturs. Sérstaklega var gaman að sjá yfir Grænalón og Skeiðarár- jökul. Þokubólstrar lágu á Eystrafjalli og Öræfajökli, en að öðru leyti var enga þoku að sjá. Margt fleira gat að líta af tindi Þórðar- hyrnu, þó ekki verði hér upptalið, og er hún tvímælalaust eitt allra besta útsýnisfjall á Vatnajökli. Við ókum því næst að Geirvörtum, sem eru tveir hnúkar upp úr jöklinum suðvestur af Þórðarhyrnu. Niður allbrattar brekkur var að fara og var þar á köflum æði sprungið. Gaman var að koma að Geirvörtum. Eru þetta tveir aflangir, hnúklaga hryggir frá suðvestri til norðausturs, en norðurhliðin einn þverbrattur klettaveggur. Sá mikli fjallamaður, Guð- mundur Einarsson frá Miðdal, er hafði tjald- stað sinn norðaustan undir Geirvörtum í för sinni til Grímsvatna vorið 1934, taldi það einn tilkomumesta tjaldstað, sem hann hefði haft á sínum ferðum vítt og breitt um landið. Suðvestur af Geirvörtum eru tveir allmiklir hnúkar er Hágöngur heita, 1094 m hár sá nyrðri, en 1120 m sá syðri. Við Hágöngur var alloft farið á Vatnajökul áður fyrr, sérstaklega eftir Grímsvatnagosið 1934 og einnig í ferð Watts yfir Vatnajökul árið 1875. Var þá oftast farið frá Kálfafelli í Fljótshverfi og upp Djúp- árdal og haldið á jökul úr Djúpárbotnum. Frá Geirvörtum héldum við beina leið að Pálsfjalli, en stoppuðum á miðri leið og reyndum talstöðina, en ekkert heyrðist til okkar. Er við komum að Pálsfjalli aftur var klukkan um ellefu f.h. og hófum við þegar matseld. Um hádegisbilið vorum við ferðbún- ir og var nú ákveðið að halda beint til Gríms- vatna yfir Háubungu og komum við að skál- anum á Grímsfjalli eftir eins og hálfs tíma akstur. Enn hélst sama fína veðrið, svo við ákváðum að halda sem skjótast niður í Vötn. Að vanda var æði tilkomumikið að aka niður með Gríðarhorni, og voru þar ýmis merki eftir Skeiðarárhlaupið árið áður. Við lögðum fyrst leið okkar í Stórugjá, en því miður var hún að mestu full af snjó. Aftur á móti var Stóri Mósi all hrikalegur, og dvöldum við þar lengi dags. Við Nagg lenti Freyr í árekstri við minn sleða, en skemmdir urðu litlar. Alllangt var liðið á kvöld, er við héldum upp í skála aftur, en þessi dagur hafði verið eitt ævintýri frá upphafi til enda og átti veðrið sinn þátt í því. Daginn eftir, mánudaginn 9. júlí, hafði veður breyst mjög. Komin var blindþoka og JÖKULL 28. ÁR 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.