Jökull


Jökull - 01.12.1978, Síða 81

Jökull - 01.12.1978, Síða 81
Mynd 3. Á Grímsfjalli. Ljósm. Pétur Þor- leifsson. suðurleið. Er hér var komið var færið tekið að þyngjast, enda var geysilegur hiti. Þokan reyndist aðeins þunn slæða og sá til sólar af og til. Við nudduðum áfram á minnsta hraða og röktum slóðina. Var oft erfitt að fylgja henni, en þó tókst það sæmilega. Loks sýndi vegmælirinn á sleða Hákonar, að aðeins þrír kílómetrar væru eftir í skálann, en þá höfðum við numið staðar til að skifta um kerti í einum sleðanum. Þá var þokan hvað dimm- ust, en er við vorum aftur ferðbúnir létti til og sáum við þá, að við vorum að leggja á Gríms- fjallið. 1 skálanum komum við um þrjúleytið eftir hádegi. Það sem eftir var dagsins héldum við okkur innan dyra, tókum lífinu með ró og þóttumst vel að hvíldinni komnir, en ákváðum að halda heimleiðis að morgni næsta dags. Við vökn- uðum um fjögurleytið um nóttina, en vorum ferðbúnir klukkan sex. Var þá ekið á glansandi hjarni, í veðri svo fögru sem framast má verða, áleiðis heim. Hef ég sjaldan ferðast um jökul- inn í þvilíku veðri og hef ég þó oft verið hepp- inn með veður þar. Er vestur fyrir Grímsvötn kom hljóp galsi mikiil í Frey og tók hann stefnu á Bárðarbungu og var ekið eins og druslurnar drógu. Var Hákon langfyrstur, enda sagðist hann hafa ekið á 80 km hraða, sem er vafalaust ólöglegt á Vatnajökli. Norðvestur af Grímsvötnum varð fyrir okkur sigdæld mikil, ferlega sprungin. Var það dæld sú er myndast í jökulinn er Skaftá hleypur. Við sáum nú, að við myndum naumast hafa nóg bensín til Bárðarbungu, svo ákveðið var að halda beint frá sigdældinni að Hamrinum. Seint mun okkur gleymast það dásamlega útsýni er við okkur blasti er þangað kom. Var sérstaklega gaman að sjá yfir Hamarslónið, alþakið jöklum sem morgunsólin glampaði á i öllum regnbogans litum. Við dvöldum alllengi þarna á Hamrinum í þessu dásamlega veðri og skyggni, sem naumast gat betra verið. Var síðan haldið í átt að Kerl- ingum. Urðum við að krækja langt suðaustur á jökul, því mjög var sprungið út frá Hamr- inum. Ekki tókst okkur að komast alveg fyrir þetta sprungubelti, en fórum þar yfir sem snjór virtist vera þykkastur. Var síðan ekið greitt að Kerlingum, fór Hákon á undan, en beið okkar skammt frá hærri Kerlingunni. Gerði hann tilraun með talstöðina, en fékk ekkert samband. Hafði hann aðeins einu sinni náð sambandi í ferðinni og vorum við þá í Grímsvötnum, er honum tókst að ná í Nýja- bæ. Frá Kerlingum var síðan haldið í átt til Jökulheima og komið að jökulrönd um há- degisbilið. í Jökulheimum gistum við síðan næstu nótt, en héldum heimleiðis næsta dag eftir ferðalag, sem okkur mun seint úr minni líða. Pétur Þorleifsson. ABSTRACT The author describes a 250 km long tour in snow- mobiles on Western Vatnajökull during 4 days in July 1973. Starting point was the glaciological station Jökulheimar and the route is shown on Fig. 1. JÖKULL 28. ÁR 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.