Jökull


Jökull - 01.12.1978, Side 87

Jökull - 01.12.1978, Side 87
Þá vorum við staddir í 1100 m hæð og sprungusvæði framundan. Var ekki um annað að ræða en að reyna að koma upp tjaldi. Tókst að setja upp Blacks-Mountain-tjaldið við jaðar sprungusvæðisins. Ekki gekk það þó átakalaust. Svo mikið var rokið, að tjaldið varð vart hamið meðan það var sett upp og stagað. Gripum við til þess ráðs að láta tvo menn skríða inn til að halda tjaldinu niðri meðan hinir gengju frá súlum og stögum. Tryggilega var því frá öllu gengið enda höfðu menn að leiðarljósi nýja útgáfu á kunnum málshætti: Vel þarf að vanda það sem nóttina á að standa. Og inn í þetta tveggja manna tjald fórum við fimm, dýnurnar og svefnpokarnir, að ógleymdum álteppunum. Lá þar hver um annan þveran og öll liðamót í líkamanum notuð til að fylla upp í hin ýmsu holrúm, sem jafnan myndast við venjulegar aðstæður í tjaldi. Nóttin leið þrautalaust með góðum vilja og jákvæðu hugarfari, og á páskadag var veður bjart og þokulaust, en nokkuð hvasst framan af. Við gátum því lagt af stað niður, og bar ekkert frekar til tíðinda á niðurleiðinni. Til Fagurhólsmýrar komum við kl. 3 síðdegis. Þar var sól og hiti og nokkur gola. Tjölduðum við á lækjarbakka við þjóðveginn. Þótti mönnum það skemmtileg tilbreyting eftir vistina í „Hnappagati“. Um kvöldið var páskamaturinn snæddur, og var tekið hraust- PÁSKAHRET Árla á skírdagsmorgun 1978 skriðu fjórir menn úr svefnpokum sínum undir túngarð- inum að Svínafelli í Öræfum. Þarna höfðu þeir sofið stundarkorn í heiðríkju og fögru veðri eftir næturlangan akstur frá Reykjavík. Mennirnir gleyptu árbít í snatri og höfðu fá orð áður en þeir öxluðu hver sín 25 kíló og þrömmuðu af stað inn að Svínafellsjökli. Gönguskíði gnæfðu upp af bakpokunum eins og siglutré á skipum. Fjórmenningarnir voru félagar úr Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík: Arngrímur Blöndahl, Arnór Guðbjartsson, Helgi Benediktsson og lega til matar sins, enda hafði lítið næði gefist til eldamennsku kvöldið og nóttina áður. Um nóttina á þessum þægilega tjaldstað urðu menn varir við að þrengingar undanfar- inna sólarhringa höfðu haft nokkur áhrif á þá. Var ekki laust við að sumir fengju martröð og urðu tjaldfélagarnir þá allóþyrmilega varir við það, t. a. m. þegar einhver rauk upp og opnaði tjalddyrnar til að kafna nú ekki inni í tjaldinu! Nóttin leið þó að mestu með friði og spekt og enginn gekk í svefni út í lækinn að moka hann þurran, enda hætt við að það verk hefði gengið fremur seint. Daginn eftir, mánudag 2. í páskum, 10. og síðasta dag ferðarinnar, gengum við frá okkar hafurtaski og bárum það síðasta spölinn, 100 m spotta úr tjaldstað að kaupfélaginu á Fagurhólsmýri. Heim fórum við síðan með áætlunarbílnum, baklúnir eftir endalausan snjómokstur, lítils háttar kalnir og fullsaddir af hríðarbyljum Öræfajökuls. En í höfðinu voru þegar farnar að fæðast nýjar hugmyndir um nýjar páskaferðir í Öræfi. Og snjóskóflan verður víst alveg örugglega með í ferðum. Hún er góð líftrygging í vetrarferðum á fjöll. Magnús Guðmundsson. ABSTRACT The author describes a climbing tour to Örœfajök- ull during Easter in 1978. The route was from Fag- urhólsmýri to Hvannadalshnúkur. Jón Baldursson, sem hér segir frá. Ætlunin var að halda inn eftir Svínafellsjökli uppá Öræfa- jökul við Hrútafjallstinda. Veður var með ágætum sem fyrr greinir og horfur á óbreyttu enn um sinn. Leiðin lá í fyrstu um hlíðina sunnan skriðjökulsins en síðan yfir úfinn neðri hluta hans. Innri hlutinn var rennisléttur og þar var stigið á skíðin. Fjallasýnin var ægi- fögur. Fyrir botni dalsins risu Hrútsfjalls- tindar brattir og hrikalegir og handan við falljökulinn efst í Svínafellsjökli gnæfði sjálf- ur Hvannadalshnúkur. Eftir síðbúinn hádegisverð var lagt í fall- jökulinn. Fljótlega þurfti að stíga af skíðunum á mannbrodda og binda sig í línu til að komast JÖKULL 28. ÁR 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.