Jökull


Jökull - 01.12.1978, Síða 88

Jökull - 01.12.1978, Síða 88
yfir jaðarsprungur upp í brattar undirhlíðar Hrútafellstinda. Heitt var í veðri, logn og sól- skin, og svefnleysið sagði nú til sín í djúpum snjónum. Um kaffileytið var áð. Við höfðum samband við félaga okkar niðri í byggð með labb-rabb stöð, fengum enn sömu veðurspá og lögðumst síðan til svefns í blíðunni. Um kvöldið var haldið áfram og sóttist nú betur, enda færið orðið léttara. Fullt tungl kom fljótlega upp með slíkri birtu, að Helgi taldi okkur verða „tunglgræna“ af. I á að giska 1000 m hæð fórum við aftur út á fall- jökulinn en fylgdum hlíðinni áfram. Línan var tekin fram á ný vegna hættu á sprungum. Annars gátum við þrætt léttustu leið framhjá ísveggjum og öðrum tálmunum og um mið- nætti komum við upp á jökulinn undir tind- unum. Við fundum geil, sem virtist ákjósan- legur tjaldstaður, og komum okkur fyrir nálægt 1600 m yfir sjó. Utsýnið yfir falljökul- inn og hjarnsléttuna ofan hans var hrífandi í tunglsljósinu. Hvassbrýnt jökulsker, sem nefnt er Kirkjan, klauf ísbreiðuna undir Hvanna- dalshnúki, þar sem hann drottnaði yfir sjónarsviðinu handan við sléttuna. Vestur af honum bar Dyrhamar við himin. Og með það gengum við sælir til náða. Norðanátt og skafrenningur vöktu okkur morguninn eftir. Enginn kippti sér upp við það. Vistir höfðum við nógar til a.m.k. fimm daga, mest þurran mat og léttan, og þarna gætum við hafst við meðan þetta gengi yfir. En veðrið versnaði jafnt og þétt. Bráðlega sá ekki nema spölkorn frá tjöldunum og stuttu eftir að við höfðum snætt morgunverð fór annað tjaldið að losna upp. Við vöðluðum því saman með herkjum og tróðum okkur allir í hitt. Snjórinn smaug inn í það og settist á svefnpokana. Bleytan, sá hættulegi óvinur, var skammt undan. Talstöðvarsambandi höfðum við ekki náð frá því kvöldið áður og vissum því ekki, að skyndilega höfðu veður- horfur versnað til muna. Veðrið herti enn. Svo virtist, sem okkur væri lítið skjól í skriðjökulsgeilinni og vindinn legði eftir henni endilangri. Tjaldið, sem var með bogum úr trefjaplasti, lagðist næstum flatt í verstu hrinunum. Það var kirfilega njörvað niður með löngum hælum, ísöxum o.þ.h., en þegar snjórinn fór að fjúka frá þeim, bogarnir að bresta og rennilásinn í dyrunum að láta undan, var okkur ekki til setunnar boðið. Við urðum að taka til það, sem með mátti komast, en skilja eftir skíðin, tjöldin og sitt- hvað smálegt. Eg sá, að Arnór tók saman prímusinn og hugði, að hann myndi taka hann með sér. Mannbroddana spenntum við á okkur inni í tjaldinu til að geta fótað okkur á hjarninu í veðurofsanum. Þess gættum við þó, að reima skóna ekki þéttar en nauðsyn bar til. Uti urðum við að hjálpa hver öðrum við að binda okkur i línuna, því frostið var —11°C og ógerlegt að taka af sér vettlinga, auk þess, sem við sáum stundum ekki handa okkar skil. Síðan af stað, Helgi fyrstur, þá Arnór, ég og Arngrímur. I sortanum greindi maður stund- um ekki næstu menn í línunni. Til allrar hamingju var undan veðri að fara. Stutt var fram á brún falljökulsins og dálítið byrjað að halla undan fæti, þegar ægileg vindhviða reið yfir. Andartaki síðar kippti línan mér um koll og af stað niður hallann. Arngrimur hafði hreinlega tekist á loft í látunum og storm- gnýrinn yfirgnæfði öll aðvörunaróp. Ég reyndi strax að bremsa með ísöxinni, en bak- pokinn gerði allar hreyfingar silalegar og snöggir rykkir í línunni komu mér tvisvar úr jafnvægi. Svipað var ástatt um hina. Ég varð þess óljóst var, að einhver þaut framúr mér. Mér hafði næstum tekist að koma öxinni almennilega fyrir mig, þegar ég flaug fram af brún og útí loftið. ,Jæja“, hugsaði ég. „Þá er það allt búið . . Helgi hentist niður a.m.k. 20 m háan ísvegg. Það stóð heima, að um leið og hann lenti í bröttum skafli fyrir neðan vegginn, tók línan í. Fyrstu viðbrögð hans voru ósjálfráð, árangur drjúgrarreynslu og þjálfunar; að keyra sköftin á íshamrinum og öxinni á kaf í snjóinn. Fyrir ofan hann héngum við Arnór í línunni utan í veggnum, með höfuð niður og fætur upp, en ómeiddir með öllu. Við höfðum sloppið fyrir kraftaverk. Steinnibba stóð uppúr hjarninu skammt ofan við ísvegginn. Við höfðum allir runnið sömu megin við hana nema Arngrím- ur, og línan til hans krækst á nibbuna. 86 JÖKULL 28. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.