Jökull


Jökull - 01.12.1978, Síða 89

Jökull - 01.12.1978, Síða 89
Mynd 1. Innarlega á Svínafellsjökli. Hrúta- fjallstindar og falljökull- inn í baksýn. Ljósm. Jón Baldursson. Við Arnór réttum okkur við og tókum að fikra okkur niður. Ég átti í brösum, þvi á öðr- um fætinum héngu mannbroddarnir aðeins á aftari ólinni og voru þar með gagnslausir. Þegar Arngrimur kom síðan niður, sáum við, að línan hafði næstum skorist sundur á nibb- únni og hékk ekki saman nema á sumum þráðanna, sem mynda kjarna hennar. Eftir nauðsynlegar lagfæringar héldum við áfram. Veðurhæðin var ögn minni neðan veggjarins, en þó þurfti á köflum að hafa sig allan við til að fjúka ekki. Við reyndum að lækka okkur sem örast í von um minnkandi frost og vind. En nú var erfiðara um vik að velja leiðina en kvöldið áður. ísklifur með yfir 20 kg grindarpoka er ekkert spaug og ferðin sóttist seint. Við klifruðum fram í rökkur. Þá fann Helgi lága hengju á sprungubrún u.þ.b. 1000 m yfir sjávarmáli. Þar grófum við holu og höfðum munnann lægra en gólfið svo að hit- inn héldist innifyrir. Arnór lá á bakpokanum, því einangrunardýnan hans hafði fokið á leiðinni niður. Svefnpokarnir blotnuðu óhjá- kvæmilega og svo mennirnir allir í þeim. Eg blundaði stund og stund, en hrökk upp á milli skjálfandi af kulda. Arngrími kom ekki dúr á auga alla nóttina. Vistin var þó illskárri en í tjaldinu og gott snjóhús hefði verið munaður, því þarna inni varð maður illviðrisins ekki var. Að áliðnum morgni sparkaði ég snjónum úr holumunnanum og skreið út. Veður var dálítið skaplegra og ég ræsti hina. Við urðum þess áskynja, að skammt væri ófarið niður falljökulinn til að komast út i fjallshlíðina, bjuggum okkur af stað og bröltum áfram niður. Þegar út í hlíðina kom, óðum við snjó- inn í klof, þar sem áður var tæplega hnédjúpt, en samt þóttumst við nú óhultir. Framundan voru engar alvarlegar torfærur og vandalaust að rata. Einnig veittu fjöllin skjól fyrir vind- inum. Hins vegar háði það Helga æ meira, að hann hafði snúið sig á ökkla i fallinu daginn áður. Við vorum staddir neðan undir allmiklu gili, þegar Arnór kallaði ,,snjóflóð“. Það kom æðandi niður gilið í stefnu á Helga, sem fremstur fór. Hann hopaði snarlega og slapp. Þetta reyndist til allrar hamingju aðeins smá- gusa, en stórt flóð hefði hæglega sópað okkur niður brattann. Eftir því sem lægra dró, mildaðist veðrið og á flötum daljöklinum var meinleysis logndrífa. Arnór tók við forystunni og hélt stefnunni með áttavita, uns þokunni létti og sást yfir í Hafrafell. Þegar jökullinn varð úfnari, beygðum við út af honum undir hliðum Hafrafells. Hit- inn var kominn upp fyrir frostmark og úrkoman orðin að slyddu. Lítið hafði farið fyrir næringu og drykk siðasta sólarhringinn, því þegar til átti að taka hafði Amór haldið að ég myndi taka prímusinn. Við notuðum þess vegna tækifærið til að maula kex og lepja vatn, sem sey tlaði niður klettana við jökuljaðarinn. JÖKULL 28. ÁR 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.