Jökull - 01.12.1978, Page 94
Ævari Jóhannessyni. Mældar voru samtals 65
km langar linur á hájöklinum og hefur verið
unnt að gera kort af botni jökulsins.
Sigurjón Rist hafði að venju veg og vanda af
mælingum á lengdarbreytingum jökla og
nýtur aðstoðar sjálfboðaliða um nokkrar
tímafrekustu mælingaferðirnar.
FRÆÐSLUFERÐIR
Valur Jóhannesson stóð fyrir tveimur
fræðsluferðum, annarri í Esjufjöll, hinni þeirri
venjulegu haustferð í Jökulheima, með göngu
á Kerlingu hina meiri. Get ég sjálfur vottað,
hversu vel heppnuð þessi fjölmenna haustferð
var, þó ekki kæmist ég á Kerlinguna. Þar
skákaði hreppstjórinn mér.
Ferðalögin leiða hugann að bílakostinum
og bílamálum. Af bílum félagsins er það að
segja, að mér er tjáð að flaggskipið, þ. e.
Bombardierinn, sé í góðu standi, en af víslun-
um er það að segja, að ekki er lengur hægt að
leggja það á nokkra menn, þótt vinnufúsir séu,
að reyna að halda þeim við. Var þó öðrum
þeirra komið í ökufært stand fyrir síðustu
vorferð. Félagið setur nú von sína, ef von má
kalla, á sölunefnd setuliðseigna og hennar yf-
irboðara. Okkur barst til eyrna í sumar, að von
væri á að til sölu yrði á næstunni snjóbíll, sem
gæti verið hagkvæmt fyrir okkar bilanefnd að
komast yfir og koma í stand, ef hann fengist
fyrir lítið sem ekkert verð. Eg ræddi um þetta
við þá í Utanríkisráðuneytinu, sem vísuðu á
Pál Ásgeir Tryggvason ambassador, sem tók
vel í það að við fengjum að sitja að svona bíl, ef
hann bærist nefndinni, en enn hefur það ekki
skeð. En það veit ég, að ekki munu okkar
ágætu bílanefndarmenn liggja á liði sínu að
lagfæra slíkan bíl, ef hann rekur á þeirra fjör-
ur.
SKÁLABYGGINGAR
Þá kem ég að merkilegu átaki á árinu:
byggingu tveggja nýrra skála. I ársskýrslu í
fyrra vor var þess getið, að þetta væri í bígerð,
en vegurinn til helvítis er sem kunnugt er
brúaður góðum áformum, sem ekki verða
framkvæmd. En hér var virkilega framkvæmt.
Báðum skálunum komið upp og á sinn stað,
sínum í hvorri ferðinni, öðrum í Esjufjöllum,
hinum í Kverkfjöllum vestri, suðaustan við
Hveradal, í vorferðinni. Hér voru margir að
verki og nefni ég fyrst Jón ísdal sem á ærið
drjúgan þátt í að skálarnir eru orðnir að veru-
leika, svo og formenn skála-, bíla- og ferða-
nefnda og marga aðra, sem ekki eru gleymdir,
Mynd 1. Skáli
Jöklarannsókna-
félagsins í
Esjufjöllum.
Lyngbrekkutind-
ur (Steinþórsfell) í
baksýn.
92 JÖKULL 28. ÁR